Eric Dier gekk til liðs við Bayern í gær en það var óljóst hvort að félagið myndi kaupa hann eða Radu Dragusin sem endaði síðan á því að fara til Tottenham.
„Hann er sérfræðingur í hafsents stöðunni og við erum að fá hann fyrir hafsent stöðuna. Hann getur spilað hægra megin, vinstra megin og getur líka verið í þriggja manna varnarlínu. Fyrir nokkrum árum síðan þá spilaði hann einnig sem aftasti miðjumaður,“ hélt Tuchel áfram að segja.
„Hann er mjög fjölhæfur leikmaður og ég er mjög ánægður að hann sé kominn til okkar.“