Körfuboltakvöld: „Ef ég hefði pissað í hálfleik hefði ég líklega ekki fallið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 14:01 Ómar Sævarsson er sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds og fyrrum leikmaður Grindavíkur. Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gær. Þar sagði sérfræðingurinn Ómar Sævarsson söguna af því þegar hann féll á lyfjaprófi árið 2013. Stefán Árni Pálsson stýrði Subway Körfuboltakvöldi í gær þar sem farið var yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Subway-deildar karla. Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson voru sérfræðingar þáttarins og sagði Ómar söguna af því þegar hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar árið 2013. „Ég hef nú ekki séð þessa frétt lengi. Ég forðaðist að horfa á fjölmiðla á þessum tíma,“ sagði Ómar eftir að hafa séð frétt Stöðvar 2 frá því þegar málið kom upp. „Við í Grindavík hoppum upp í rútu á leið í höllina og þegar við komum í rútuna þá sit ég við hliðina á Ryan Pettinella sem er að fá sér orkudrykk. Ég spyr hann hvort þetta sé ekki viðbjóðslegt því það var eitthvað bragð af þessu en hann sagði að þetta væri allt í lagi. Ég tek flöskuna og tek tvo sopa og hugsa að þetta sé nú allt í lagi, þetta sé ekki svo slæmt.“ Ómar sagðist ekkert spá meira í þessu en sagði að allir leikmenn vissu að tveir þeirra væru teknir í lyfjapróf eftir bikarúrslitaleik og að hann hefði oftar en ekki verið sá útvaldi. „Ég ákvað því viljandi að pissa ekki í hálfleik. Síðan kom reyndar í ljós að þetta var svo fáránlega lítið magn að ef ég hefði pissað í hálfleik þá hefði ég líklega ekki fallið.“ Ómar sagðist ekki hafa haft neinar áhyggjur eftir prófið en fékk síðan símtal nokkrum vikum seinna og var viss um að verið væri að grínast í sér. Þessa skemmtilega innslag úr þættinum má sjá hér fyrir neðan þar sem Ómar segir meðal annars frá afar duglegum starfsmanni lyfjaeftirlitsins sem sinnti starfi sínu og vel það. Klippa: Körfuboltakvöld - Lyfjaprófssaga Ómars Sævarssonar Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Stefán Árni Pálsson stýrði Subway Körfuboltakvöldi í gær þar sem farið var yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Subway-deildar karla. Ómar Sævarsson og Teitur Örlygsson voru sérfræðingar þáttarins og sagði Ómar söguna af því þegar hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar árið 2013. „Ég hef nú ekki séð þessa frétt lengi. Ég forðaðist að horfa á fjölmiðla á þessum tíma,“ sagði Ómar eftir að hafa séð frétt Stöðvar 2 frá því þegar málið kom upp. „Við í Grindavík hoppum upp í rútu á leið í höllina og þegar við komum í rútuna þá sit ég við hliðina á Ryan Pettinella sem er að fá sér orkudrykk. Ég spyr hann hvort þetta sé ekki viðbjóðslegt því það var eitthvað bragð af þessu en hann sagði að þetta væri allt í lagi. Ég tek flöskuna og tek tvo sopa og hugsa að þetta sé nú allt í lagi, þetta sé ekki svo slæmt.“ Ómar sagðist ekkert spá meira í þessu en sagði að allir leikmenn vissu að tveir þeirra væru teknir í lyfjapróf eftir bikarúrslitaleik og að hann hefði oftar en ekki verið sá útvaldi. „Ég ákvað því viljandi að pissa ekki í hálfleik. Síðan kom reyndar í ljós að þetta var svo fáránlega lítið magn að ef ég hefði pissað í hálfleik þá hefði ég líklega ekki fallið.“ Ómar sagðist ekki hafa haft neinar áhyggjur eftir prófið en fékk síðan símtal nokkrum vikum seinna og var viss um að verið væri að grínast í sér. Þessa skemmtilega innslag úr þættinum má sjá hér fyrir neðan þar sem Ómar segir meðal annars frá afar duglegum starfsmanni lyfjaeftirlitsins sem sinnti starfi sínu og vel það. Klippa: Körfuboltakvöld - Lyfjaprófssaga Ómars Sævarssonar
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira