Fyrir leikinn í dag var Ajax tveimur stigum á undan Go Ahead Eagles í töflunni. Ajax var með 25 stig í 5. sæti deildarinnar en G. A. Eagles tveimur sætum neðar.
Kristian Hlynsson byrjaði inn á í liði Ajax og Willum Þór hjá heimamönnum í G.A. Eagles. Brian Brobbey kom gestunum úr Ajax yfir á 27. mínútu en Victor Edvardsen jafnaði fyrir heimamenn einni mínútu fyrir lok fyrri hálfleiks.
Það stoppaði þó ekki gestina að komast yfir á nýjan leik fyrir hlé. Benjamin Tahirovic skoraði á fjórðu mínútu uppbótartíma og sá til þess að Ajax var yfir í hálfleik.
Heimamenn jöfnuðu metin í 2-2 á 58. mínútu. Þá skoraði Joris Kramer eftir sendingu Willums Þórs. Á 72. mínútu leiksins skoraði Devyne Rensch síðan sigurmark leiksins og tryggði Ajax 3-2 sigur.
Eftir sigurinn er Ajax nú fimm stigum á eftir AZ Alkmaar sem er í 4. sæti með 33 stig. PSV er langefst með 51 stig.