Skýrsla Sindra: Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra? Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 22:31 Elliði Snær Viðarsson sýnir svipuð viðbrögð og hátt í 5.000 Íslendingar í München í kvöld, eftir sigurinn dísæta á Svartfellingum. VÍSIR/VILHELM Síðbúin jólagjöf frá Svartfellingum kom í veg fyrir algjöra martraðarniðurstöðu fyrir íslenska landsliðið á EM í handbolta í kvöld. Strákarnir okkar höfnuðu öllum tækifærum til að hrista mótherjana af sér en lönduðu samt að lokum eins tæpum sigri og hugsast gæti, 31-30. Allt í lagi. Ísland er þá enn taplaust á mótinu, komið með þrjú stig og á leið í lokaslag við Ungverjaland á þriðjudagskvöld upp á að komast í milliriðilinn. Og það er enn séns á að fara þangað með tvö stig í farteskinu. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir þessari stöðu. En mikið svakalega finnst manni íslenska liðið eiga mikið inni. Um tíma í fyrri hálfleik í kvöld hélt maður að verkefnið yrði bara nokkuð þægilegt. Fljótt þriggja marka forskot eins og gegn Serbum, og svo fimm marka forskot, en það hvarf allt of fljótt. Fleiri tækifæri gáfust til að drepa laxinn en alltaf var honum sleppt. Ég skil frábæran markvörð Svartfellinga, Nebojsa Simic, vel að hafa tekið æðiskast undir lok leiksins. Hann var búinn að verja mörg dauðafæri, og loka sérstaklega á hornamenn Íslands, en félagar hans klúðruðu málunum gjörsamlega á ögurstundu. Annan leikinn í röð fékk Ísland hjálparhönd frá mótherjunum í lokin og nýtti sér það. Barði í skilti og blótaði félögunum Í þetta sinn gerðu mótherjarnir vitlausa skiptingu þegar áttatíu sekúndur voru eftir. Hefðu ekki allir brjálast? Simic barði alla vega í skilti og öskraði svo mikið á samherja sína að einn þeirra hunskaðist inn í klefa. Staðan var þá 30-30 og Svartfjallaland á leið í sókn, en í staðinn var boltinn dæmdur af þeim og Íslendingar manni fleiri út leikinn. Það verður að hrósa okkar mönnum fyrir að nýta sér þetta til fulls. Gísli, sem hefur haft svo hægt um sig á mótinu, skoraði sigurmarkið þegar enn var mínúta eftir og með frábærri vörn og markvörslum Björgvins Páls tókst að landa sigrinum. Ég veit ekki hvort hann vill verða forseti en hann tryggði sér örugglega 5.000 atkvæði viðstaddra í München þetta kvöld. Simic var kallaður Súpermann í heimalandinu eftir frammistöðu sína á EM fyrir tveimur árum. Hann er einn besti markvörður þýsku deildarinnar og er ásamt Gísla maðurinn sem Þjóðverjar nota á auglýsingaskilti mótsins hér í München. Ekki að ástæðulausu. Og Simic fór illa með Óðin Þór Ríkharðsson sem kom inn í hópinn og beint í byrjunarliðið í kvöld, því þessi mikli markaskorari klikkaði á þremur skotum snemma leiks. En Simic fór reyndar illa með alla hornamenn íslenska liðsins og á heiðurinn að mun fleiri misheppnuðum skotum Íslands en fjöldi markvarsla segir til um. Samt náði Ísland frumkvæðinu, og komst til dæmis í 7-4 og 10-5. Vel gekk að finna úthvíldan Elliða Snæ á línunni og hann nýtti færin vel í fyrri hálfleik. Snorri reyndi að dreifa álaginu vel á menn, eins og hann verður að gera ef Ísland ætlar langt á þessu móti. Hvort það skipti svona miklu að vera með A-liðið á bekknum, seinni hluta fyrri hálfleiks, veit ég ekki en Svartfellingar átu alla vega fljótt upp forskotið, allt of fljótt. En þeir klúðruðu lokaskoti fyrri hálfleiks og Ísland var 17-15 yfir. Þúsundir Íslendinga studdu frábærlega við liðið þegar mest á reyndi í kvöld.VÍSIR/VILHELM Gísli skoraði sitt fyrsta mark á mótinu snemma í seinni hálfleik, og kom Íslandi í 19-16. Auðvitað eru allir þakklátir fyrir að Gísli skuli yfir höfuð geta verið með, eftir langt og strangt bataferli, en að sama skapi bíður maður eftir meiru frá manninum sem Handball Planet var að útnefna næstbesta leikmann heims á eftir Mathias Gidsel. Gísli skoraði þó tvö af síðustu þremur mörkum Íslands í leiknum og það veitir vonandi á gott fyrir framhaldið. Félagi hans Ómar Ingi komst hins vegar í algjöran ham, sérstaklega í seinni hálfleiknum, og sá meðal annars til þess að þó að Svartfellingar jöfnuðu næði Ísland fljótt aftur þriggja marka forskoti, 25-22. Þarna var mættur sá Ómar sem við þekkjum. Samt tókst stóru og skotföstu skyttunum í liði Svartfjallalands alltaf að hleypa spennu í leikinn á ný, og komast yfir 29-28 þegar skammt var eftir. En þetta reddaðist. Aftur. Vörnin stóðst álagið í lokin og Björgvin Páll tryggði Íslandi ótrúlega sætan sigur. Maður finnur samt ekki fyrir mikilli bjartsýni fyrir framhaldið. Ungverjar eru alltaf leiðinlegir við Íslendinga, og það þarf fleira að ganga upp í spilamennskunni á þriðjudagskvöldið ef partýið á að halda áfram alla leið til Kölnar. Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra? Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Svartfjallaland 31-30 | Björgvin Páll tryggði dramatískan sigur Ísland ætlar ekki að spila neina rólega leiki á Evrópmóti karla í handbolta sem nú fer fram í Þýskalandi. Annan leikinn í röð var boðið upp á háspennuleik en að þessu sinni hafði Ísland betur, með minnsta mun. Lokatölur í Munchen 31-30 Íslandi í vil. 14. janúar 2024 18:35 „Andlega sterkt að vinna leikinn“ „Tvö stig í pokann en aftur, eins og í fyrsta leik, var þetta ekki alveg nægilega gott. Erfitt að setja puttann á hvað það er svona strax eftir leik,“ sagði hornamaðurinn Bjarki Már Elísson eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi á EM í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 14. janúar 2024 19:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Allt í lagi. Ísland er þá enn taplaust á mótinu, komið með þrjú stig og á leið í lokaslag við Ungverjaland á þriðjudagskvöld upp á að komast í milliriðilinn. Og það er enn séns á að fara þangað með tvö stig í farteskinu. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir þessari stöðu. En mikið svakalega finnst manni íslenska liðið eiga mikið inni. Um tíma í fyrri hálfleik í kvöld hélt maður að verkefnið yrði bara nokkuð þægilegt. Fljótt þriggja marka forskot eins og gegn Serbum, og svo fimm marka forskot, en það hvarf allt of fljótt. Fleiri tækifæri gáfust til að drepa laxinn en alltaf var honum sleppt. Ég skil frábæran markvörð Svartfellinga, Nebojsa Simic, vel að hafa tekið æðiskast undir lok leiksins. Hann var búinn að verja mörg dauðafæri, og loka sérstaklega á hornamenn Íslands, en félagar hans klúðruðu málunum gjörsamlega á ögurstundu. Annan leikinn í röð fékk Ísland hjálparhönd frá mótherjunum í lokin og nýtti sér það. Barði í skilti og blótaði félögunum Í þetta sinn gerðu mótherjarnir vitlausa skiptingu þegar áttatíu sekúndur voru eftir. Hefðu ekki allir brjálast? Simic barði alla vega í skilti og öskraði svo mikið á samherja sína að einn þeirra hunskaðist inn í klefa. Staðan var þá 30-30 og Svartfjallaland á leið í sókn, en í staðinn var boltinn dæmdur af þeim og Íslendingar manni fleiri út leikinn. Það verður að hrósa okkar mönnum fyrir að nýta sér þetta til fulls. Gísli, sem hefur haft svo hægt um sig á mótinu, skoraði sigurmarkið þegar enn var mínúta eftir og með frábærri vörn og markvörslum Björgvins Páls tókst að landa sigrinum. Ég veit ekki hvort hann vill verða forseti en hann tryggði sér örugglega 5.000 atkvæði viðstaddra í München þetta kvöld. Simic var kallaður Súpermann í heimalandinu eftir frammistöðu sína á EM fyrir tveimur árum. Hann er einn besti markvörður þýsku deildarinnar og er ásamt Gísla maðurinn sem Þjóðverjar nota á auglýsingaskilti mótsins hér í München. Ekki að ástæðulausu. Og Simic fór illa með Óðin Þór Ríkharðsson sem kom inn í hópinn og beint í byrjunarliðið í kvöld, því þessi mikli markaskorari klikkaði á þremur skotum snemma leiks. En Simic fór reyndar illa með alla hornamenn íslenska liðsins og á heiðurinn að mun fleiri misheppnuðum skotum Íslands en fjöldi markvarsla segir til um. Samt náði Ísland frumkvæðinu, og komst til dæmis í 7-4 og 10-5. Vel gekk að finna úthvíldan Elliða Snæ á línunni og hann nýtti færin vel í fyrri hálfleik. Snorri reyndi að dreifa álaginu vel á menn, eins og hann verður að gera ef Ísland ætlar langt á þessu móti. Hvort það skipti svona miklu að vera með A-liðið á bekknum, seinni hluta fyrri hálfleiks, veit ég ekki en Svartfellingar átu alla vega fljótt upp forskotið, allt of fljótt. En þeir klúðruðu lokaskoti fyrri hálfleiks og Ísland var 17-15 yfir. Þúsundir Íslendinga studdu frábærlega við liðið þegar mest á reyndi í kvöld.VÍSIR/VILHELM Gísli skoraði sitt fyrsta mark á mótinu snemma í seinni hálfleik, og kom Íslandi í 19-16. Auðvitað eru allir þakklátir fyrir að Gísli skuli yfir höfuð geta verið með, eftir langt og strangt bataferli, en að sama skapi bíður maður eftir meiru frá manninum sem Handball Planet var að útnefna næstbesta leikmann heims á eftir Mathias Gidsel. Gísli skoraði þó tvö af síðustu þremur mörkum Íslands í leiknum og það veitir vonandi á gott fyrir framhaldið. Félagi hans Ómar Ingi komst hins vegar í algjöran ham, sérstaklega í seinni hálfleiknum, og sá meðal annars til þess að þó að Svartfellingar jöfnuðu næði Ísland fljótt aftur þriggja marka forskoti, 25-22. Þarna var mættur sá Ómar sem við þekkjum. Samt tókst stóru og skotföstu skyttunum í liði Svartfjallalands alltaf að hleypa spennu í leikinn á ný, og komast yfir 29-28 þegar skammt var eftir. En þetta reddaðist. Aftur. Vörnin stóðst álagið í lokin og Björgvin Páll tryggði Íslandi ótrúlega sætan sigur. Maður finnur samt ekki fyrir mikilli bjartsýni fyrir framhaldið. Ungverjar eru alltaf leiðinlegir við Íslendinga, og það þarf fleira að ganga upp í spilamennskunni á þriðjudagskvöldið ef partýið á að halda áfram alla leið til Kölnar. Hvenær kviknar á liðinu hans Snorra?
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Svartfjallaland 31-30 | Björgvin Páll tryggði dramatískan sigur Ísland ætlar ekki að spila neina rólega leiki á Evrópmóti karla í handbolta sem nú fer fram í Þýskalandi. Annan leikinn í röð var boðið upp á háspennuleik en að þessu sinni hafði Ísland betur, með minnsta mun. Lokatölur í Munchen 31-30 Íslandi í vil. 14. janúar 2024 18:35 „Andlega sterkt að vinna leikinn“ „Tvö stig í pokann en aftur, eins og í fyrsta leik, var þetta ekki alveg nægilega gott. Erfitt að setja puttann á hvað það er svona strax eftir leik,“ sagði hornamaðurinn Bjarki Már Elísson eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi á EM í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 14. janúar 2024 19:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Svartfjallaland 31-30 | Björgvin Páll tryggði dramatískan sigur Ísland ætlar ekki að spila neina rólega leiki á Evrópmóti karla í handbolta sem nú fer fram í Þýskalandi. Annan leikinn í röð var boðið upp á háspennuleik en að þessu sinni hafði Ísland betur, með minnsta mun. Lokatölur í Munchen 31-30 Íslandi í vil. 14. janúar 2024 18:35
„Andlega sterkt að vinna leikinn“ „Tvö stig í pokann en aftur, eins og í fyrsta leik, var þetta ekki alveg nægilega gott. Erfitt að setja puttann á hvað það er svona strax eftir leik,“ sagði hornamaðurinn Bjarki Már Elísson eftir sigur Íslands á Svartfjallalandi á EM í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 14. janúar 2024 19:30