Gilgo-Beach morðinginn líklega ákærður í fjórða manndrápsmálinu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. janúar 2024 15:48 Rex Heuermann segist ekki sekur. Rex Heuermann á von á fjórðu ákærunni fyrir manndráp en en hann er grunaður um Gilgo-Beach morðin svokölluðu. Áður hafði hann verið ákærður fyrir manndráp þriggja kvenna en líkamsleifar þeirra fundust á svipuðum tíma á Gilgo-ströndinni í New York. Konurnar stunduðu allar vændi. Heuermann hefur neitað sök í málinu. Fjórða ákærðan varðar morðið á Maureen Brainard-Barnes. Lögregluna hafði áður grunað Heuermann um að hafa myrt hana en ekki haft nægilega góð sönnunargögn til að leggja fram ákæru á sama tíma og hann var ákærður fyrir hin þrjú morðin. Á fréttavef NBC er þetta haft eftir manneskju sem þekkir vel til aðstæðna en búist er við því að saksóknari í Suffolk-sýslu muni greina frá ákærunni á morgun en þá mun Heuermann mæta fyrir dóm í Suffolk-sýslu. Lögmaður Heuermann hafði ekki svarað NBC um þessar ásakanir þegar fréttin var birt í gær. Heuermann var handtekinn á heimili sínu í júlí á síðasta ári. Hann var síðar ákærður fyrir morðin á Melissa Barthelemy, Megan Waterman og Amber Lynn Costello en lík þeirra, auk Brainard-Barnes, fundust öll á Gilgo-ströndinni í desember árið 2010 þegar yfirvöld voru að leita að Shannan Gilbert. Tilkynnt hafði verið um hvarf hennar á þessum tíma. Gilbert stundaði vændi eins og hinar fjórar. Líkamsleifar hennar voru fundnar árið 2011 en við leit lögreglu að henni fundust lík ellefu annarra. Meðal þeirra var karlmaður og stúlkubarn. Lögreglan skoðar nú tengsl Heuermann við hin líkin. Heuermann var tengdur við morðin með lífsýni sem lögregla fékk í rusli fyrir utan skrifstofu hans. Lífsýni úr eiginkonu hans, hinni íslensku Ásu Ellerup, fannst einnig á vettvangi. Lögregla telur því að strigi og límband frá heimili þeirra hjóna hafi verið notað þegar konurnar voru myrtar. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18. nóvember 2023 20:32 Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4. ágúst 2023 15:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Konurnar stunduðu allar vændi. Heuermann hefur neitað sök í málinu. Fjórða ákærðan varðar morðið á Maureen Brainard-Barnes. Lögregluna hafði áður grunað Heuermann um að hafa myrt hana en ekki haft nægilega góð sönnunargögn til að leggja fram ákæru á sama tíma og hann var ákærður fyrir hin þrjú morðin. Á fréttavef NBC er þetta haft eftir manneskju sem þekkir vel til aðstæðna en búist er við því að saksóknari í Suffolk-sýslu muni greina frá ákærunni á morgun en þá mun Heuermann mæta fyrir dóm í Suffolk-sýslu. Lögmaður Heuermann hafði ekki svarað NBC um þessar ásakanir þegar fréttin var birt í gær. Heuermann var handtekinn á heimili sínu í júlí á síðasta ári. Hann var síðar ákærður fyrir morðin á Melissa Barthelemy, Megan Waterman og Amber Lynn Costello en lík þeirra, auk Brainard-Barnes, fundust öll á Gilgo-ströndinni í desember árið 2010 þegar yfirvöld voru að leita að Shannan Gilbert. Tilkynnt hafði verið um hvarf hennar á þessum tíma. Gilbert stundaði vændi eins og hinar fjórar. Líkamsleifar hennar voru fundnar árið 2011 en við leit lögreglu að henni fundust lík ellefu annarra. Meðal þeirra var karlmaður og stúlkubarn. Lögreglan skoðar nú tengsl Heuermann við hin líkin. Heuermann var tengdur við morðin með lífsýni sem lögregla fékk í rusli fyrir utan skrifstofu hans. Lífsýni úr eiginkonu hans, hinni íslensku Ásu Ellerup, fannst einnig á vettvangi. Lögregla telur því að strigi og límband frá heimili þeirra hjóna hafi verið notað þegar konurnar voru myrtar.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18. nóvember 2023 20:32 Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4. ágúst 2023 15:31 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Ása Guðbjörg fær 140 milljónir fyrir þátttöku í heimildarmynd Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta raðmorðingjans Rex Heuermann, og uppkomin börn þeirra hafa samþykkt að gerð verði heimildarmynd um þau meðan réttarhöld yfir Heuermann fara fram. 18. nóvember 2023 20:32
Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. 10. nóvember 2023 16:03
Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34
Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31
Báru kennsl á 27 ára gamlar líkamsleifar á Gilgo ströndinni Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað. 4. ágúst 2023 15:31