„Ég verð honum ævinlega þakklátur“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 08:02 Aron Pálmarsson steig mörg fyrstu skref sín á stórglæsilegum atvinnumannsferli undir handleiðslu Alfreðs Gíslasonar. Þeir hittast í Köln í kvöld. Getty/Sascha Steinbach „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. Aron og félagar mættu til Kölnar rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München, og ætla sér að leggja stein í götu Alfreðs og þýska landsliðsins sem er á heimavelli á mótinu. Alfreð er fyrsti þjálfari Arons í atvinnumennskunni en þeir voru saman hjá Kiel árin 2009-2015 og rökuðu hreinlega inn titlum á þeim tíma. „Hann er augljóslega einn besti þjálfari allra tíma og kenndi manni þrælmikið. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir að hafa tekið mig til Kielar,“ segir Aron sem heldur sambandi við Alfreð enn í dag: „Við gerum það, og höfum gert það frá því að ég fór frá honum í Kiel og spilaði með öðrum félagsliðum. Við höldum fínu sambandi.“ Klippa: Aron hrósar Alfreð í hástert „Eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg“ Alfreð er undir mikilli pressu sem þjálfari þýska liðsins og ljóst að ætlast er til þess að hann fagni sigri gegn Íslandi í kvöld. Hvernig finnst Aroni gamli þjálfarinn sinn hafa staðið sig með þýska landsliðið? „Í rauninni frábærlega. Hann hefur lent svolítið í því að menn hafa hætt að gefa kost á sér hjá honum, og svolítið verið í að velja sér mót þar áður, og það er eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg. Mér finnst hann því hafa gert frábæra hluti, og liðið spila nokkuð vel miðað við að Þjóðverjar hafa oft verið með sterkara lið á pappírunum. En síðustu ár hefur alltaf verið erfitt að mæta þeim og liðin hans Alfreðs gefa sig alltaf 110% í þetta, eru þétt og föst fyrir. Það er alltaf erfitt að mæta liðunum hans,“ segir Aron, tilbúinn í mikil læti í Lanxess Arena í kvöld: „Það gera þetta færri betur en Þjóðverjinn í að halda svona mót. Þessi höll er alveg geggjuð, verður troðfull af Þjóðverjum og pressan öll á þeim. Þetta verður æðisleg upplifun sem ég er mjög spenntur fyrir að upplifa.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Aron og félagar mættu til Kölnar rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München, og ætla sér að leggja stein í götu Alfreðs og þýska landsliðsins sem er á heimavelli á mótinu. Alfreð er fyrsti þjálfari Arons í atvinnumennskunni en þeir voru saman hjá Kiel árin 2009-2015 og rökuðu hreinlega inn titlum á þeim tíma. „Hann er augljóslega einn besti þjálfari allra tíma og kenndi manni þrælmikið. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir að hafa tekið mig til Kielar,“ segir Aron sem heldur sambandi við Alfreð enn í dag: „Við gerum það, og höfum gert það frá því að ég fór frá honum í Kiel og spilaði með öðrum félagsliðum. Við höldum fínu sambandi.“ Klippa: Aron hrósar Alfreð í hástert „Eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg“ Alfreð er undir mikilli pressu sem þjálfari þýska liðsins og ljóst að ætlast er til þess að hann fagni sigri gegn Íslandi í kvöld. Hvernig finnst Aroni gamli þjálfarinn sinn hafa staðið sig með þýska landsliðið? „Í rauninni frábærlega. Hann hefur lent svolítið í því að menn hafa hætt að gefa kost á sér hjá honum, og svolítið verið í að velja sér mót þar áður, og það er eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg. Mér finnst hann því hafa gert frábæra hluti, og liðið spila nokkuð vel miðað við að Þjóðverjar hafa oft verið með sterkara lið á pappírunum. En síðustu ár hefur alltaf verið erfitt að mæta þeim og liðin hans Alfreðs gefa sig alltaf 110% í þetta, eru þétt og föst fyrir. Það er alltaf erfitt að mæta liðunum hans,“ segir Aron, tilbúinn í mikil læti í Lanxess Arena í kvöld: „Það gera þetta færri betur en Þjóðverjinn í að halda svona mót. Þessi höll er alveg geggjuð, verður troðfull af Þjóðverjum og pressan öll á þeim. Þetta verður æðisleg upplifun sem ég er mjög spenntur fyrir að upplifa.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira