„Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. janúar 2024 22:31 Bjarki Már var svekktur á svip þegar fréttamaður spurði út í leik gærkvöldsins. vísir / vilhelm Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. „Maður er svona hálf tómur ennþá að reyna að melta þetta afþví það fór það margt úrskeiðis. Eins og alltaf á þessum stórmótum er lítill tími að velta fyrir sér hlutunum. Nú er bara nýr leikstaður, ný tækifæri, við þurfum að stilla saman strengi og ná saman einum góðum leik svona til að byrja með.“ Hann sagði ærandi þögn hafa verið í búningsherbergi liðsins eftir leik, þaðan var farið upp á hótel og fundað, en menn eru enn skelkaðir eftir skellinn. „Þögnin var aðallega í klefanum í gær. Svo tókum við fund þegar við komum upp á hótel, hvað við getum gert. Eins og ég segi, maður er enn hálf skelkaður eftir þetta. En við verðum bara að rífa okkur í gang, þú getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp og það ætlum við að reyna á morgun.“ Klippa: Bjarki Már svekktur eftir tapið gegn Ungverjum Bjarki var svo spurður hvað honum fyndist vandamálið vera sem héldi liðinu aftur, hann sagði það ekki eitt heldur allt. „Mér finnst þetta vera bara alls staðar, við erum ekki að nýta færin, tæknifeilar, varnarlega getum við gert betur. Ég held að það sé jákvætt að því leytinu til, þetta þarf bara að smella og þá kemur. Alls ekki búið að vera gott hingað til og vonandi breytist það á morgun“ Íslenska liðið er komið til Kölnar og mætir Þýskalandi í fyrsta leik milliriðilsins á morgun. Þjóðverjarnir eru þekkt stærð en Bjarki telur Ísland eiga góðan möguleika. „Þetta eru leikmenn sem maður þekkir vel. Með einn á miðjunni sem ræður för, Juri Knorr, sterkan markmann og heilt yfir gott lið en lið sem við eigum góðan möguleika gegn. “ Að lokum var Bjarki spurður hvernig hugarfar leikmanna væri fyrir leik. „Bara veit það ekki, get ekki svarað því núna“ sagði hann að lokum, spenntur fyrir því að sanna styrk liðsins í átökum morgundagsins. Næsti leikur, fyrsti leikurinn í milliriðli, fer fram á morgun gegn Þýskalandi. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Köln og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
„Maður er svona hálf tómur ennþá að reyna að melta þetta afþví það fór það margt úrskeiðis. Eins og alltaf á þessum stórmótum er lítill tími að velta fyrir sér hlutunum. Nú er bara nýr leikstaður, ný tækifæri, við þurfum að stilla saman strengi og ná saman einum góðum leik svona til að byrja með.“ Hann sagði ærandi þögn hafa verið í búningsherbergi liðsins eftir leik, þaðan var farið upp á hótel og fundað, en menn eru enn skelkaðir eftir skellinn. „Þögnin var aðallega í klefanum í gær. Svo tókum við fund þegar við komum upp á hótel, hvað við getum gert. Eins og ég segi, maður er enn hálf skelkaður eftir þetta. En við verðum bara að rífa okkur í gang, þú getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp og það ætlum við að reyna á morgun.“ Klippa: Bjarki Már svekktur eftir tapið gegn Ungverjum Bjarki var svo spurður hvað honum fyndist vandamálið vera sem héldi liðinu aftur, hann sagði það ekki eitt heldur allt. „Mér finnst þetta vera bara alls staðar, við erum ekki að nýta færin, tæknifeilar, varnarlega getum við gert betur. Ég held að það sé jákvætt að því leytinu til, þetta þarf bara að smella og þá kemur. Alls ekki búið að vera gott hingað til og vonandi breytist það á morgun“ Íslenska liðið er komið til Kölnar og mætir Þýskalandi í fyrsta leik milliriðilsins á morgun. Þjóðverjarnir eru þekkt stærð en Bjarki telur Ísland eiga góðan möguleika. „Þetta eru leikmenn sem maður þekkir vel. Með einn á miðjunni sem ræður för, Juri Knorr, sterkan markmann og heilt yfir gott lið en lið sem við eigum góðan möguleika gegn. “ Að lokum var Bjarki spurður hvernig hugarfar leikmanna væri fyrir leik. „Bara veit það ekki, get ekki svarað því núna“ sagði hann að lokum, spenntur fyrir því að sanna styrk liðsins í átökum morgundagsins. Næsti leikur, fyrsti leikurinn í milliriðli, fer fram á morgun gegn Þýskalandi. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Köln og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira