„Góður leikur í dag gæti sprengt þetta allt upp“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson hefur reynt að efla trú leikmanna eftir tapið slæma gegn Ungverjum. VÍSIR/VILHELM „Núna er það mitt að rífa drengina í gang og fá menn til að trúa á þetta aftur. Finna það að það er eitthvað þarna sem við þurfum bara aðeins að losa um,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fyrir leikinn við Þýskaland á EM í kvöld. Vonbrigðin voru mikil hjá íslenska liðinu eftir tapið slæma gegn Ungverjum á þriðjudaginn. Hópurinn ferðaðist frá München til Kölnar í gær og hefur vonandi hrist af sér svekkelsið í leiðinni því fram undan er afar erfið viðureign við heimamenn, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. „Ég er ekki að breyta of mikið út af vananum. Ég fer bara mínar leiðir og reyni að vera trúr sjálfum mér. Finna geimplan sem ég hef trú á og matreiða það ofan í drengina. Auðvitað vantar upp á frammistöðu. Við eigum fullt inni og það er fullt af gaurum sem eiga eitthvað inni. Það er mitt að vekja þá og kveikja á því,“ segir Snorri. Upphafsstaðan í milliriðli 1. Spilaðir verða þrír leikir í dag og á Ísland lokaleikinn, við Þýskaland. „Ég finn að þetta er að koma hjá mér eftir þungan sólahring, og ég hef bullandi trú á að við getum snúið við blaðinu. Það eru möguleikar í stöðunni og góður leikur [í dag] gæti sprengt þetta allt upp,“ segir Snorri en bæði Ísland og Þýskaland koma stigalaus inn í milliriðil 1. Klippa: Snorri vongóður um að stíflan bresti í dag „Verður sturluð stemning“ Aðspurður hvort hann ætli að breyta leikplani liðsins í ljósi þess hvernig fór gegn Ungverjum segir Snorri: „Auðvitað eru alltaf einhverjar áherslubreytingar á milli leikja en þegar það er dagur á milli leikja, og engin æfing, þá ertu ekkert að umturna geimplaninu sem þú ert búinn að þróa. Ég trúi því að við getum bara gert hlutina betur. Við eigum að geta gert helling af hlutum betur. Um það snúast fundirnir og tíminn fram að leik – að finna út hvað við getum gert betur.“ Ljóst er að Íslendingar verða í miklum minnihluta í kvöld gegn á að giska 20 þúsund Þjóðverjum, í hinni glæsilegu Lanxess-höll, og Snorri er spenntur fyrir kvöldinu. „Þeir sem hafa spilað við Þjóðverja á þeirra heimavelli vita að það er bara geggjað. Það verður sturluð stemning og forréttindi að fá að spila við þá. Auðvitað verður það erfitt, og margt sem við þurfum að glíma við. Auðvitað greinum við það en þetta snýst mikið núna um að gera okkar hluti betur, og losa um þessa stíflu sem ég held að sé þarna. Þá held ég að við séum bara í fínum málum.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Vonbrigðin voru mikil hjá íslenska liðinu eftir tapið slæma gegn Ungverjum á þriðjudaginn. Hópurinn ferðaðist frá München til Kölnar í gær og hefur vonandi hrist af sér svekkelsið í leiðinni því fram undan er afar erfið viðureign við heimamenn, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. „Ég er ekki að breyta of mikið út af vananum. Ég fer bara mínar leiðir og reyni að vera trúr sjálfum mér. Finna geimplan sem ég hef trú á og matreiða það ofan í drengina. Auðvitað vantar upp á frammistöðu. Við eigum fullt inni og það er fullt af gaurum sem eiga eitthvað inni. Það er mitt að vekja þá og kveikja á því,“ segir Snorri. Upphafsstaðan í milliriðli 1. Spilaðir verða þrír leikir í dag og á Ísland lokaleikinn, við Þýskaland. „Ég finn að þetta er að koma hjá mér eftir þungan sólahring, og ég hef bullandi trú á að við getum snúið við blaðinu. Það eru möguleikar í stöðunni og góður leikur [í dag] gæti sprengt þetta allt upp,“ segir Snorri en bæði Ísland og Þýskaland koma stigalaus inn í milliriðil 1. Klippa: Snorri vongóður um að stíflan bresti í dag „Verður sturluð stemning“ Aðspurður hvort hann ætli að breyta leikplani liðsins í ljósi þess hvernig fór gegn Ungverjum segir Snorri: „Auðvitað eru alltaf einhverjar áherslubreytingar á milli leikja en þegar það er dagur á milli leikja, og engin æfing, þá ertu ekkert að umturna geimplaninu sem þú ert búinn að þróa. Ég trúi því að við getum bara gert hlutina betur. Við eigum að geta gert helling af hlutum betur. Um það snúast fundirnir og tíminn fram að leik – að finna út hvað við getum gert betur.“ Ljóst er að Íslendingar verða í miklum minnihluta í kvöld gegn á að giska 20 þúsund Þjóðverjum, í hinni glæsilegu Lanxess-höll, og Snorri er spenntur fyrir kvöldinu. „Þeir sem hafa spilað við Þjóðverja á þeirra heimavelli vita að það er bara geggjað. Það verður sturluð stemning og forréttindi að fá að spila við þá. Auðvitað verður það erfitt, og margt sem við þurfum að glíma við. Auðvitað greinum við það en þetta snýst mikið núna um að gera okkar hluti betur, og losa um þessa stíflu sem ég held að sé þarna. Þá held ég að við séum bara í fínum málum.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31
„Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02
„Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31