„Náum ekki að framkvæma neitt af því sem við ætluðum að gera“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2024 16:28 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega svekktur eftir leikinn. Vísir/Vilhelm Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega súr og svekktur eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í handbolta í dag. „Þetta eru bara vonbrigði og léleg frammistaða. Við þurfum ekkert að fara mikið yfir það að varnarleikurinn var náttúrulega vonlaus,“ sagði Snorri að leik loknum. Hann segir að varnarleikurinn hafi verið það sem hafi valdið honum mestum vonbrigðum í dag, enda fékk liðið á sig 39 mörk. „Varnarleikurinn og bara það að við náum ekki að framkvæma neitt af því sem við ætluðum að gera. Og við náum ekki að gera neitt af því sem við vorum að gera á móti Þjóðverjum. Við náðum ekkert í þá og vorum bara að bíða og sjá. Ekkert frumkvæði og það bara vantaði bara einhvern dugnað upp á að við myndum ná up einhverjum varnarleik.“ Þá útilokar Snorri ekki að liðinu hafi skort trú á verkefninu. „Það getur vel verið, en það er erfitt að svara fyrir það núna. Við breytum því samt ekki að við héldum áfram og héldum þessu í leik. Þetta hefði alveg getað verið farið fyrr, en það eru einhverjar glætur þarna. Það getur vel verið að það skorti einhverja trú og auðvitað er hoggið í menn þegar þeir tapa leikjum og þú nærð þér ekki á strik þá er það kannski eðlilegasti hlutur í heimi í íþróttum. En svo er það mitt að reyna að rífa menn í gang.“ Þrátt fyrir tapið voru ljósir punktar í frammistöðu Íslands og ber þar hæst að nefna Óðinn Þór Ríkharpsson í hægra horninu og innkomu Hauks Þrastarsonar í vinstri skyttuna. „Haukur átti frábæra innkomu og Óðinn líka. Haukur er náttúrulega búinn að vera að spila lítið og Óðinn búinn að eiga erfitt uppdráttar. Þeir sýndu bara úr hverju þeir eru gerðir og áttu góða innkomu,“ sagði Snorri að lokum. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Frakkaleik á EM 2024 EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
„Þetta eru bara vonbrigði og léleg frammistaða. Við þurfum ekkert að fara mikið yfir það að varnarleikurinn var náttúrulega vonlaus,“ sagði Snorri að leik loknum. Hann segir að varnarleikurinn hafi verið það sem hafi valdið honum mestum vonbrigðum í dag, enda fékk liðið á sig 39 mörk. „Varnarleikurinn og bara það að við náum ekki að framkvæma neitt af því sem við ætluðum að gera. Og við náum ekki að gera neitt af því sem við vorum að gera á móti Þjóðverjum. Við náðum ekkert í þá og vorum bara að bíða og sjá. Ekkert frumkvæði og það bara vantaði bara einhvern dugnað upp á að við myndum ná up einhverjum varnarleik.“ Þá útilokar Snorri ekki að liðinu hafi skort trú á verkefninu. „Það getur vel verið, en það er erfitt að svara fyrir það núna. Við breytum því samt ekki að við héldum áfram og héldum þessu í leik. Þetta hefði alveg getað verið farið fyrr, en það eru einhverjar glætur þarna. Það getur vel verið að það skorti einhverja trú og auðvitað er hoggið í menn þegar þeir tapa leikjum og þú nærð þér ekki á strik þá er það kannski eðlilegasti hlutur í heimi í íþróttum. En svo er það mitt að reyna að rífa menn í gang.“ Þrátt fyrir tapið voru ljósir punktar í frammistöðu Íslands og ber þar hæst að nefna Óðinn Þór Ríkharpsson í hægra horninu og innkomu Hauks Þrastarsonar í vinstri skyttuna. „Haukur átti frábæra innkomu og Óðinn líka. Haukur er náttúrulega búinn að vera að spila lítið og Óðinn búinn að eiga erfitt uppdráttar. Þeir sýndu bara úr hverju þeir eru gerðir og áttu góða innkomu,“ sagði Snorri að lokum. Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir Frakkaleik á EM 2024
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira