Besta sætið: „Ég er ekki að sjá eitthvað lið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2024 18:16 Leikmenn Íslands að leik loknum. Vísir/Vilhelm Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, ákvað að skafa ekki af hlutunum þegar hann ræddi sjö marka tap Íslands gegn Ólympíumeisturum Frakklands á EM karla í handbolta í dag. Íslenska liðið mátt síns lítils gegn ógnarsterku liði Frakklands í milliriðli á EM í dag. Lokatölur 39-32 sem þýðir að Ísland hefur tapað þremur leikjum í röð. Þeir Elliði Snær Viðarsson og Haukur Þrastarson sögðu eftir leik að franska liðið hefði einfaldlega verið betra. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson sagði svo að ekkert sem íslenska liðið hefði lagt upp með hefði gengið. Að venju var leikurinn til umræðu í hlaðvarpinu EM í dag. Stefán Árni Pálsson stýrði þætti dagsins. Með honum voru Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson og þá var Rúnar á línunni frá Þýskalandi. Þátturinn byrjaði á því að Rúnar sagði sína skoðun á leik dagsins. „Það er niðurstaðan í þessum leik. Þeir spiluðu allan tímann eins og sá sem valdið hefur og við áttum engin svör, það var deginum ljósara. Þetta var aldrei spennandi og eitthvað lið er gott í að halda fimm marka forystu út leikinn þá eru það Frakkarnir,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Í kvöld voru þeir betri á öllum sviðum, þeir spila bara sinn leik. Við byrjum framarlega en þeir ná að klippa okkur og skilja eftir línumanninn eftir á línunni. Svo þegar það er komið forskot, þó línumaðurinn sé frír þá eru þeir hvort sem er að skjóta yfir okkur. Við erum alltaf að bregðast við í vörninni, erum ekki að beina þeim eitt eða neitt. Erum ekki að taka návígi, þær sækja nánast öll návígin í leiknum, vinna þau flest öll og halda boltanum á lífi.“ Snorri Steinn á hliðarlínunni í dag.Vísir/Vilhelm „Það er eitthvað mikið að. Flóknasta kerfi sem þeir þurftu að spila til að fá mark var hornaleysing með eða án bolta. Þetta var frekar einfalt fyrir þá.“ Stefán Árni spurði hvort Rúnar hefði viljað sjá Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, bregðast við. „Það er alltaf hægt að segja allt eftir á. Maður sá að eini leikmaðurinn okkar sem á eitthvað í líkamlega burði Frakkana er Arnar Freyr (Arnarsson). Við vorum ekki að nýta okkur það að við eigum að vera sneggri en þeir. Vorum ekki að spila þannig handbolta, vorum ekki að setja þá undir pressu. Þeir stjórnuðu leiknum allan tímann og það er áhugavert að það er bekkurinn sem spilar best.“ „Alveg klárlega hægt að nota hann meir og betur,“ sagði Rúnar aðspurður hvort Arnar Freyr ætti að spila meira. Þá var hann spurður út í framhaldið en Ísland mætir Króatíu og Austurríki á næstu dögum. „Mér finnst það (að botninn sé að fara úr þessu hjá íslenska liðinu). Ég er ekki að sjá eitthvað lið. Fannst innkoman hjá Hauki Þrastarsyni, þar kom leikmaður inn á sem ætlaði sér þetta. Hann kom af krafti, hann skoraði mörk og gaf stoðsendingar. Gaf smá nýja vídd. Þetta sér maður ekki hjá öllu liðinu, að menn séu að fara í þetta á fullu.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Íslenska liðið mátt síns lítils gegn ógnarsterku liði Frakklands í milliriðli á EM í dag. Lokatölur 39-32 sem þýðir að Ísland hefur tapað þremur leikjum í röð. Þeir Elliði Snær Viðarsson og Haukur Þrastarson sögðu eftir leik að franska liðið hefði einfaldlega verið betra. Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson sagði svo að ekkert sem íslenska liðið hefði lagt upp með hefði gengið. Að venju var leikurinn til umræðu í hlaðvarpinu EM í dag. Stefán Árni Pálsson stýrði þætti dagsins. Með honum voru Hreiðar Levý Guðmundsson og Bjarni Fritzson og þá var Rúnar á línunni frá Þýskalandi. Þátturinn byrjaði á því að Rúnar sagði sína skoðun á leik dagsins. „Það er niðurstaðan í þessum leik. Þeir spiluðu allan tímann eins og sá sem valdið hefur og við áttum engin svör, það var deginum ljósara. Þetta var aldrei spennandi og eitthvað lið er gott í að halda fimm marka forystu út leikinn þá eru það Frakkarnir,“ sagði Rúnar og hélt áfram. „Í kvöld voru þeir betri á öllum sviðum, þeir spila bara sinn leik. Við byrjum framarlega en þeir ná að klippa okkur og skilja eftir línumanninn eftir á línunni. Svo þegar það er komið forskot, þó línumaðurinn sé frír þá eru þeir hvort sem er að skjóta yfir okkur. Við erum alltaf að bregðast við í vörninni, erum ekki að beina þeim eitt eða neitt. Erum ekki að taka návígi, þær sækja nánast öll návígin í leiknum, vinna þau flest öll og halda boltanum á lífi.“ Snorri Steinn á hliðarlínunni í dag.Vísir/Vilhelm „Það er eitthvað mikið að. Flóknasta kerfi sem þeir þurftu að spila til að fá mark var hornaleysing með eða án bolta. Þetta var frekar einfalt fyrir þá.“ Stefán Árni spurði hvort Rúnar hefði viljað sjá Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, bregðast við. „Það er alltaf hægt að segja allt eftir á. Maður sá að eini leikmaðurinn okkar sem á eitthvað í líkamlega burði Frakkana er Arnar Freyr (Arnarsson). Við vorum ekki að nýta okkur það að við eigum að vera sneggri en þeir. Vorum ekki að spila þannig handbolta, vorum ekki að setja þá undir pressu. Þeir stjórnuðu leiknum allan tímann og það er áhugavert að það er bekkurinn sem spilar best.“ „Alveg klárlega hægt að nota hann meir og betur,“ sagði Rúnar aðspurður hvort Arnar Freyr ætti að spila meira. Þá var hann spurður út í framhaldið en Ísland mætir Króatíu og Austurríki á næstu dögum. „Mér finnst það (að botninn sé að fara úr þessu hjá íslenska liðinu). Ég er ekki að sjá eitthvað lið. Fannst innkoman hjá Hauki Þrastarsyni, þar kom leikmaður inn á sem ætlaði sér þetta. Hann kom af krafti, hann skoraði mörk og gaf stoðsendingar. Gaf smá nýja vídd. Þetta sér maður ekki hjá öllu liðinu, að menn séu að fara í þetta á fullu.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Handbolti EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira