Giannis og Lillard í stuði í sigri Milwaukee Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 09:31 Giannis Antetokounmpo og Damian Lillard voru potturinn og pannan í sóknarleik Milwaukee Bucks í nótt, eins og svo oft áður. Gregory Shamus/Getty Images Milwaukee Bucks lenti óvænt í nokkrum vandræðum með slakasta lið NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt, Detroit Pistons. Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo sáu þó til þess að liðið vann sex stiga sigur, 135-141. Jafnræði ríkti með liðunum stærstan hluta leiksins, en fimm sinnum var jafnt og fimm sinnum skiptust liðin á forystunni. Það voru svo heimamenn í Detroit Pistons sem leiddu með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta, 38-34, en gestirnir höfðu þó nauma forystu þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 67-70. Áfram var nokkuð jafnt á öllum tölum í síðari hálfleik og varð munurinn á liðunum aldrei meiri en ellefu stig. Gestirnir frá Milwaukee juku forskot sitt lítillega í þriðja leikhluta áður en þeir héldu út í lokaleikhlutanum og unnu að lokum sex stiga sigur 135-141. Damian Lillard var potturinn og pannan í sóknarleik Milwaukee-liðsins með 45 stig og ellefu stoðsendingar, ásamt því að taka sex fráköst. Giannis Antetokounmpo kom þar á eftir með 31 stig og tíu fráköst. Í liði Detroit Pistons var Alec Burks atkvæðamestur með 33 stig af bekknum. Milwaukee Bucks situr í öðru sæti Austurdeildar NBA-deildarinnar með 29 sigra og 13 töp, en Detroit Pistons situr sem fastast á botninum með fjóra sigra og heil 38 töp. 🏀 SATURDAY'S FINAL SCORES 🏀Dame becomes the first @Bucks player ever with 40+ PTS, 10+ AST and 5+ 3PM as they win in Detroit!Giannis: 31 PTS, 10 REB, 9 ASTBrook Lopez: 19 PTS, 10 REB, 3 BLKAlec Burks: 33 PTSAusar Thompson: 22 PTS (career high) pic.twitter.com/isYD0jop5c— NBA (@NBA) January 20, 2024 Úrslit næturinnar Milwaukee Bucks 141-135 Detroit Pistons San Antonio Spurs131-127 Washington Wizards Philadelphia 76ers 97-89 Charlotte Hornets Toronto Raptors 100-126 New York Knicks Cleveland Cavaliers 116-95 Atlanta Hawks Oklahoma City Thunder 102-97 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 126-127 Houston Rockets Memphis Grizzlies 96-125 Chicago Bulls NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Jafnræði ríkti með liðunum stærstan hluta leiksins, en fimm sinnum var jafnt og fimm sinnum skiptust liðin á forystunni. Það voru svo heimamenn í Detroit Pistons sem leiddu með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta, 38-34, en gestirnir höfðu þó nauma forystu þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja, staðan 67-70. Áfram var nokkuð jafnt á öllum tölum í síðari hálfleik og varð munurinn á liðunum aldrei meiri en ellefu stig. Gestirnir frá Milwaukee juku forskot sitt lítillega í þriðja leikhluta áður en þeir héldu út í lokaleikhlutanum og unnu að lokum sex stiga sigur 135-141. Damian Lillard var potturinn og pannan í sóknarleik Milwaukee-liðsins með 45 stig og ellefu stoðsendingar, ásamt því að taka sex fráköst. Giannis Antetokounmpo kom þar á eftir með 31 stig og tíu fráköst. Í liði Detroit Pistons var Alec Burks atkvæðamestur með 33 stig af bekknum. Milwaukee Bucks situr í öðru sæti Austurdeildar NBA-deildarinnar með 29 sigra og 13 töp, en Detroit Pistons situr sem fastast á botninum með fjóra sigra og heil 38 töp. 🏀 SATURDAY'S FINAL SCORES 🏀Dame becomes the first @Bucks player ever with 40+ PTS, 10+ AST and 5+ 3PM as they win in Detroit!Giannis: 31 PTS, 10 REB, 9 ASTBrook Lopez: 19 PTS, 10 REB, 3 BLKAlec Burks: 33 PTSAusar Thompson: 22 PTS (career high) pic.twitter.com/isYD0jop5c— NBA (@NBA) January 20, 2024 Úrslit næturinnar Milwaukee Bucks 141-135 Detroit Pistons San Antonio Spurs131-127 Washington Wizards Philadelphia 76ers 97-89 Charlotte Hornets Toronto Raptors 100-126 New York Knicks Cleveland Cavaliers 116-95 Atlanta Hawks Oklahoma City Thunder 102-97 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 126-127 Houston Rockets Memphis Grizzlies 96-125 Chicago Bulls
Milwaukee Bucks 141-135 Detroit Pistons San Antonio Spurs131-127 Washington Wizards Philadelphia 76ers 97-89 Charlotte Hornets Toronto Raptors 100-126 New York Knicks Cleveland Cavaliers 116-95 Atlanta Hawks Oklahoma City Thunder 102-97 Minnesota Timberwolves Utah Jazz 126-127 Houston Rockets Memphis Grizzlies 96-125 Chicago Bulls
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti