Í heimi þar sem hommar eru taldir þroskaskertir Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 22. janúar 2024 07:01 Ímyndum okkur samfélag þar sem það að vera hommi er ekki viðurkennt (sem raunin er því miður enn víða úti í heimi og hérlendis ennþá stundum). Í þessu samfélagi myndu fáir ráða homma í vinnu eða þurfa að eiga nokkur samskipti við þá. Eiginlega það eina sem almenningur veit er að hommar eru einkennilegir og hegða sér ekki rétt. Hinn stereótýpíski hommi er leikinn af Duster Hoffenman í vinsælu bíómyndinni ,,The Raining Man”. Þar er sýndur fullorðinn maður sem hefur takmarkaða stjórn á því hvernig hann er og þarf mikinn stuðning. Það að vera hommi er bara til sem ,,greining” í þessu samfélagi. Þú getur aðeins sagst vera hommi ef þú ert kominn með hommagreiningu. Sérfræðingar sem eru ekki sjálfir hommar hafa fundið leið til að greina homma. Útbúið hefur verið sérstakt próf og greiningarviðmið eftir því hversu mikið af ákveðnum hommaeinkennum er hægt að greina hjá einstaklingi. Ef sá sem tekur þetta próf viðurkennir fúslega að hann hafi sofið hjá öðrum karlmanni og ætlar sér að gera það aftur skorar hann verulega hátt á þessu hommaprófi. Hann fær þá greininguna ,,dæmigerður hommi” sem er talið mjög alvarlegt. Þessi einstaklingur þarf þá líklega mjög mikinn stuðning í daglegu lífi rétt eins og The Raining Man. Þeir hommar sem eru rosalega góðir í að þykjast vera ekki hommar, eru í vinnu, giftir konu og eiga börn með henni ná kannski greiningarviðmiðinu ,,hommaröskun". Síðan er hægt að vera með ,,Aspergíus-heilkennið” sem dregið er af heiti grísks vísindamanns á fyrri hluta 19. aldar sem gerði tilraunir á ungum hommum. Hann vildi finna það út hvort þeir geta fylgt skipunum. Á þessum tíma ríkti blóðugt stríð á milli Grikklands og Kýpur og vísindamaðurinn var ráðinn til að athuga hvort hægt sé að gera hermenn úr einhverjum af þessum drengjum. Ekki gera okkur einhverfum sama hlutinn og í þessu hræðilega samfélagi sem ég lýsti. Er rétt að tala um stigsmun á einhverfu? Er einhverfurófið ekki bara ,,mannrófið” og búið að setja orðið ,,einhverfa" fyrir framan? Ef ykkur finnst þið þurfa að tala um einhverfuróf þá getum við á nákvæmlega sama máta talað um ,,óeinhverfuróf”. Það eru bókstaflega allir á einhverju rófi. Síðast en ekki síst þá langar mig að taka það fram að hvern einasta dag er fleira og fleira fólk að uppgötva að þeir séu einhverfir eftir að hafa t.d. lesið frásagnir einhverfra eða kynnst öðru einhverfu fólki. Þurfum við virkilega greiningu til þess eins að vera trúað? Hvers vegna megum við ekki skilgreina okkur sjálf? Þykjum við of heimsk? Er ekki hægt að treysta okkur sjálfum til þess rétt eins og samkynhneigðu fólki á Íslandi er almennt treyst til að skilgreina sig sjálft? Ást og friður elsku fólk sem nennir að lesa þetta og sérstakur knús á ykkur minnihlutahópana sem þurfa að berjast fyrir viðurkenningu ❤. Höfundur er einhverfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur samfélag þar sem það að vera hommi er ekki viðurkennt (sem raunin er því miður enn víða úti í heimi og hérlendis ennþá stundum). Í þessu samfélagi myndu fáir ráða homma í vinnu eða þurfa að eiga nokkur samskipti við þá. Eiginlega það eina sem almenningur veit er að hommar eru einkennilegir og hegða sér ekki rétt. Hinn stereótýpíski hommi er leikinn af Duster Hoffenman í vinsælu bíómyndinni ,,The Raining Man”. Þar er sýndur fullorðinn maður sem hefur takmarkaða stjórn á því hvernig hann er og þarf mikinn stuðning. Það að vera hommi er bara til sem ,,greining” í þessu samfélagi. Þú getur aðeins sagst vera hommi ef þú ert kominn með hommagreiningu. Sérfræðingar sem eru ekki sjálfir hommar hafa fundið leið til að greina homma. Útbúið hefur verið sérstakt próf og greiningarviðmið eftir því hversu mikið af ákveðnum hommaeinkennum er hægt að greina hjá einstaklingi. Ef sá sem tekur þetta próf viðurkennir fúslega að hann hafi sofið hjá öðrum karlmanni og ætlar sér að gera það aftur skorar hann verulega hátt á þessu hommaprófi. Hann fær þá greininguna ,,dæmigerður hommi” sem er talið mjög alvarlegt. Þessi einstaklingur þarf þá líklega mjög mikinn stuðning í daglegu lífi rétt eins og The Raining Man. Þeir hommar sem eru rosalega góðir í að þykjast vera ekki hommar, eru í vinnu, giftir konu og eiga börn með henni ná kannski greiningarviðmiðinu ,,hommaröskun". Síðan er hægt að vera með ,,Aspergíus-heilkennið” sem dregið er af heiti grísks vísindamanns á fyrri hluta 19. aldar sem gerði tilraunir á ungum hommum. Hann vildi finna það út hvort þeir geta fylgt skipunum. Á þessum tíma ríkti blóðugt stríð á milli Grikklands og Kýpur og vísindamaðurinn var ráðinn til að athuga hvort hægt sé að gera hermenn úr einhverjum af þessum drengjum. Ekki gera okkur einhverfum sama hlutinn og í þessu hræðilega samfélagi sem ég lýsti. Er rétt að tala um stigsmun á einhverfu? Er einhverfurófið ekki bara ,,mannrófið” og búið að setja orðið ,,einhverfa" fyrir framan? Ef ykkur finnst þið þurfa að tala um einhverfuróf þá getum við á nákvæmlega sama máta talað um ,,óeinhverfuróf”. Það eru bókstaflega allir á einhverju rófi. Síðast en ekki síst þá langar mig að taka það fram að hvern einasta dag er fleira og fleira fólk að uppgötva að þeir séu einhverfir eftir að hafa t.d. lesið frásagnir einhverfra eða kynnst öðru einhverfu fólki. Þurfum við virkilega greiningu til þess eins að vera trúað? Hvers vegna megum við ekki skilgreina okkur sjálf? Þykjum við of heimsk? Er ekki hægt að treysta okkur sjálfum til þess rétt eins og samkynhneigðu fólki á Íslandi er almennt treyst til að skilgreina sig sjálft? Ást og friður elsku fólk sem nennir að lesa þetta og sérstakur knús á ykkur minnihlutahópana sem þurfa að berjast fyrir viðurkenningu ❤. Höfundur er einhverfur.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun