Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Reynsluboltarnir með stórleik Íþróttadeild Vísis skrifar 22. janúar 2024 16:54 Björgvin Páll Gústavsson varði fimmtán skot og skoraði eitt mark í sigrinum sögulega á Króatíu. vísir/vilhelm Íslendingar unnu Króata í fyrsta sinn á stórmóti þegar þeir sigruðu þá, 30-35, í milliriðli 1 á Evrópumótinu í Þýskalandi. Margir leikmanna Íslands áttu stórleik í Köln í dag. Leikurinn var afar sveiflukenndur. Króatar komust mest fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik, 8-4, og leiddu með tveimur mörkum að honum loknum, 18-16. Íslendingar spiluðu hins vegar frábærlega í seinni hálfleik; vörnin var gríðarlega öflug, Björgvin Páll Gústavsson sýndi sínar bestu hliðar í markinu, sóknarleikurinn gekk smurt fyrir sig og hraðaupphlaupin skiluðu mörgum mörkum. Ísland breytti stöðunni úr 25-25 í 25-31 á sex mínútna kafla og vann svo leikinn með fimm marka mun, 30-35. Íslendingar eiga því enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna í París. Til að sá draumur rætist þarf Ísland að vinna Austurríki í lokaumferð milliriðilsins á miðvikudaginn og Austurríkismenn að tapa fyrir Frökkum í dag. Reyndustu leikmenn íslenska liðsins sýndu úr hverju þeir eru gerðir í leiknum í dag. Björgvin og Aron Pálmarsson voru framúrskarandi góðir og Bjarki Már Elísson var stórkostlegur í seinni hálfleik eftir að hafa klúðrað þremur skotum í röð seinni hluta fyrri hálfleiks. Í hinu horninu skoraði Óðinn Þór Ríkharðsson sex mörk úr sex skotum, annan leikinn í röð, og Haukur Þrastarson átti aftur frábæra innkomu. Viggó Kristjánsson var góður í seinni hálfleik, varnarleikurinn hjá Elvari Erni Jónssyni var til fyrirmyndar og svo mætti áfram telja. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Króatíu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 1 (0 varin skot - 8:02 mín.) Byrjaði í markinu en varði ekkert. Vörnin var slök en Viktor fékk ekkert við ráðið. Á enn of marga svona leiki. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 5 (8 mörk - 60:00 mín.) Skoraði úr fyrstu þremur skotunum sínum en klikkaði svo á þremur dauðafærum í röð. En sýndi mikinn andlegan styrk í seinni hálfleik þar sem hann skoraði úr öllum fimm skotunum sínum. Alvöru leikmenn svara svona fyrir sig. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 6 (6 mörk - 43:27 mín.) Besti landsleikur fyrirliðans síðan gegn Danmörku í fyrsta leik á EM 2020. Aron spilaði frábærlega í dag; sterkur í vörninni og skoraði úr fyrstu sex skotunum sínum. Stýrði sókninni eins og snillingur í seinni hálfleik og gaf fjórar stoðsendingar. Dró vagninn eins og sönnum fyrirliða sæmir. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (3 mörk - 5:38 mín.) Byrjaði leikinn af krafti og skoraði þrjú mörk. Meiddist hins vegar þegar hann skoraði þriðja markið og kom ekki meira við sögu eftir það. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (4 mörk - 50:15 mín.) Átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og náði ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunni gegn Frakklandi. En steig upp í seinni hálfleik. Spilaði þá allan tímann og var sterkur á báðum endum vallarins. Lék sérstaklega vel þegar Ísland byggði upp forskotið í seinni hálfleik. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 5 (6 mörk - 57:54 mín.) Frábær frammistaða hjá Óðni, annan leikinn í röð. Skoraði sex mörk úr sex skotum og sitt venjulega aftur-fyrir-bak mark. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 1 (0 mörk - 10:50 mín.) Var of bráður og fékk rautt spjald fyrir að slá Zvonimir Srna. Slæm ákvörðun hjá Ými en sem betur fer kom hún ekki að sök. Elvar Örn Jónsson, varnarmaður - 4 (1 mark - 43:25 mín.) Fann sig ekki alveg í fyrri hálfleik og tapaði boltanum meðal annars tvisvar sinnum klaufalega. En varnarframmistaða Elvars í seinni hálfleik var ekkert minna en stórkostleg. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 6 (15 varin skot - 50:22 mín.) Frábær frammistaða hjá okkar reyndasta manni. Kom inn á fyrir Viktor eftir um tíu mínútur og varði vel eftir það, alls fimmtán skot, eða 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Skoraði auk þess eitt mark. Skrifaði enn einn kaflann í langa og glæsilega landsliðsbók sína. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (2 mörk - 30:49 mín.) Byrjaði ekki inn á þrátt fyrir góða frammistöðu gegn Frökkum. En kom sterkur inn í dag. Skoraði tvö mörk og var gríðarlega öflugur í vörninni í seinni hálfleik. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 3 (1 mark - 5:24 mín.) Skoraði og gaf stoðsendingu í fyrstu tveimur sóknunum sínum á mótinu. Gerði sig síðan sekan um nokkur mistök. Spilaði ekkert í seinni hálfleik en sýndi að hann getur nýst íslenska liðinu. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi 5 (3 mörk - 19:52 mín.) Aftur frábær frammistaða hjá Hauki. Kom inn á í fyrri hálfleik og klikkaði þá á tveimur skotum sem voru bæði tekin í neyð. Kom aftur inn á í seinni hálfleik og spilaði þá eins og engill. Skoraði þrjú mörk, þar af tvö með sínum víðfrægu undirhandarskotum, og gaf fimm stoðsendingar. Þvílík búbót fyrir íslenska landsliðið að hafa endurheimt þennan gullmola. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 3 (1 mark - 24:17 mín.) Brenndi af tveimur dauðafærum og tapaði boltanum einu sinni en hjálpaði mikið til í vörninni. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður 3 - (0 mörk - 9:45 mín.) Kom með fína innkomu og vörnin lagaðist fyrstu mínúturnar eftir að hann kom inn á. Framtíðarmaður í vörn íslenska liðsins. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - spilaði ekkert Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - spilaði ekkert Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 5 Þurfti heldur betur að vinna fyrir kaupinu sínu í dag. Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon gátu ekki spilað vegna meiðsla og snemma leiks hrukku þeir Ýmir og Gísli úr skaftinu. En Snorri spilaði vel úr sínum spilum í dag. Þetta var frammistaðan sem við erum búin að bíða eftir allt mótið. Og seinni hálfleikurinn var algjörlega framúrskarandi af Íslands hálfu. Vörnin var sterk, markvarslan stöðug og góð, sóknin örugg og loksins komu mörk úr hraðaupphlaupum, alls ellefu. Þetta var stór dagur fyrir Snorra og kannski dagurinn þar sem allt snerist. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Leikurinn var afar sveiflukenndur. Króatar komust mest fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik, 8-4, og leiddu með tveimur mörkum að honum loknum, 18-16. Íslendingar spiluðu hins vegar frábærlega í seinni hálfleik; vörnin var gríðarlega öflug, Björgvin Páll Gústavsson sýndi sínar bestu hliðar í markinu, sóknarleikurinn gekk smurt fyrir sig og hraðaupphlaupin skiluðu mörgum mörkum. Ísland breytti stöðunni úr 25-25 í 25-31 á sex mínútna kafla og vann svo leikinn með fimm marka mun, 30-35. Íslendingar eiga því enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna í París. Til að sá draumur rætist þarf Ísland að vinna Austurríki í lokaumferð milliriðilsins á miðvikudaginn og Austurríkismenn að tapa fyrir Frökkum í dag. Reyndustu leikmenn íslenska liðsins sýndu úr hverju þeir eru gerðir í leiknum í dag. Björgvin og Aron Pálmarsson voru framúrskarandi góðir og Bjarki Már Elísson var stórkostlegur í seinni hálfleik eftir að hafa klúðrað þremur skotum í röð seinni hluta fyrri hálfleiks. Í hinu horninu skoraði Óðinn Þór Ríkharðsson sex mörk úr sex skotum, annan leikinn í röð, og Haukur Þrastarson átti aftur frábæra innkomu. Viggó Kristjánsson var góður í seinni hálfleik, varnarleikurinn hjá Elvari Erni Jónssyni var til fyrirmyndar og svo mætti áfram telja. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Króatíu:- Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 1 (0 varin skot - 8:02 mín.) Byrjaði í markinu en varði ekkert. Vörnin var slök en Viktor fékk ekkert við ráðið. Á enn of marga svona leiki. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 5 (8 mörk - 60:00 mín.) Skoraði úr fyrstu þremur skotunum sínum en klikkaði svo á þremur dauðafærum í röð. En sýndi mikinn andlegan styrk í seinni hálfleik þar sem hann skoraði úr öllum fimm skotunum sínum. Alvöru leikmenn svara svona fyrir sig. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 6 (6 mörk - 43:27 mín.) Besti landsleikur fyrirliðans síðan gegn Danmörku í fyrsta leik á EM 2020. Aron spilaði frábærlega í dag; sterkur í vörninni og skoraði úr fyrstu sex skotunum sínum. Stýrði sókninni eins og snillingur í seinni hálfleik og gaf fjórar stoðsendingar. Dró vagninn eins og sönnum fyrirliða sæmir. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 4 (3 mörk - 5:38 mín.) Byrjaði leikinn af krafti og skoraði þrjú mörk. Meiddist hins vegar þegar hann skoraði þriðja markið og kom ekki meira við sögu eftir það. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (4 mörk - 50:15 mín.) Átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og náði ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunni gegn Frakklandi. En steig upp í seinni hálfleik. Spilaði þá allan tímann og var sterkur á báðum endum vallarins. Lék sérstaklega vel þegar Ísland byggði upp forskotið í seinni hálfleik. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 5 (6 mörk - 57:54 mín.) Frábær frammistaða hjá Óðni, annan leikinn í röð. Skoraði sex mörk úr sex skotum og sitt venjulega aftur-fyrir-bak mark. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 1 (0 mörk - 10:50 mín.) Var of bráður og fékk rautt spjald fyrir að slá Zvonimir Srna. Slæm ákvörðun hjá Ými en sem betur fer kom hún ekki að sök. Elvar Örn Jónsson, varnarmaður - 4 (1 mark - 43:25 mín.) Fann sig ekki alveg í fyrri hálfleik og tapaði boltanum meðal annars tvisvar sinnum klaufalega. En varnarframmistaða Elvars í seinni hálfleik var ekkert minna en stórkostleg. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 6 (15 varin skot - 50:22 mín.) Frábær frammistaða hjá okkar reyndasta manni. Kom inn á fyrir Viktor eftir um tíu mínútur og varði vel eftir það, alls fimmtán skot, eða 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Skoraði auk þess eitt mark. Skrifaði enn einn kaflann í langa og glæsilega landsliðsbók sína. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (2 mörk - 30:49 mín.) Byrjaði ekki inn á þrátt fyrir góða frammistöðu gegn Frökkum. En kom sterkur inn í dag. Skoraði tvö mörk og var gríðarlega öflugur í vörninni í seinni hálfleik. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 3 (1 mark - 5:24 mín.) Skoraði og gaf stoðsendingu í fyrstu tveimur sóknunum sínum á mótinu. Gerði sig síðan sekan um nokkur mistök. Spilaði ekkert í seinni hálfleik en sýndi að hann getur nýst íslenska liðinu. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi 5 (3 mörk - 19:52 mín.) Aftur frábær frammistaða hjá Hauki. Kom inn á í fyrri hálfleik og klikkaði þá á tveimur skotum sem voru bæði tekin í neyð. Kom aftur inn á í seinni hálfleik og spilaði þá eins og engill. Skoraði þrjú mörk, þar af tvö með sínum víðfrægu undirhandarskotum, og gaf fimm stoðsendingar. Þvílík búbót fyrir íslenska landsliðið að hafa endurheimt þennan gullmola. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 3 (1 mark - 24:17 mín.) Brenndi af tveimur dauðafærum og tapaði boltanum einu sinni en hjálpaði mikið til í vörninni. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður 3 - (0 mörk - 9:45 mín.) Kom með fína innkomu og vörnin lagaðist fyrstu mínúturnar eftir að hann kom inn á. Framtíðarmaður í vörn íslenska liðsins. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - spilaði ekkert Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - spilaði ekkert Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 5 Þurfti heldur betur að vinna fyrir kaupinu sínu í dag. Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon gátu ekki spilað vegna meiðsla og snemma leiks hrukku þeir Ýmir og Gísli úr skaftinu. En Snorri spilaði vel úr sínum spilum í dag. Þetta var frammistaðan sem við erum búin að bíða eftir allt mótið. Og seinni hálfleikurinn var algjörlega framúrskarandi af Íslands hálfu. Vörnin var sterk, markvarslan stöðug og góð, sóknin örugg og loksins komu mörk úr hraðaupphlaupum, alls ellefu. Þetta var stór dagur fyrir Snorra og kannski dagurinn þar sem allt snerist. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti