Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2024 12:15 Snorri Steinn Guðjónsson tekur utan um Bjarka Má Elísson. vísir/vilhelm Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. Ísland vann Króatíu með fimm marka mun, 30-35, í milliriðli 1 á EM í Þýskalandi í gær. Þetta var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti og hann gerir það að verkum að Ísland á enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar merkti breytingu á fasi Snorra frá fyrstu leikjum Íslands á mótinu. „Það er ekkert rosalega óeðlilegt að það hafi tekið smá tíma fyrir Snorra að finna sitt lið, finna réttu blönduna, hvernig eigum við að spila. Líka viðhorfið hjá honum. Hann fór rosalega passívur inn í mótið, rólegur og yfirvegaður á hliðarlínunni og ég skil hann mjög vel,“ sagði Einar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem hann fór yfir Króatíuleikinn ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Hreiðari Levý Guðmundssyni. „Mér finnst miklu meiri stríðsmaður í honum. Hann er fagnandi, sleppir sér meira og er miklu meira inni í leiknum. Mér finnst annar bragur yfir honum.“ Stefán Árni vakti athygli á því að Snorri hefði brýnt raustina í leikhléi í fyrri hálfleiknum í gær. „Hann á ekkert að vera viðkvæmur fyrir því. Hann á bara að vera hann sjálfur. Þó hann blóti í leikhléum eða láta menn heyra það, það er ekkert að því. Hann má alveg sýna ástríðu, vera fúll og sár og vondur. Hann má líka gleðjast og fagna. Mér finnst hann búinn að vaxa rosalega inni í mótinu,“ sagði Einar. „Þrátt fyrir mótlætið og erfiðleikana er hann búinn að sýna hvers konar karakter hann er og fær þjálfari. Við höfum rætt leikmenn sem hafa klárlega stigið upp og snúið við taflinu en það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara Snorra að kenna þegar illa gengur en leikmenn frábærir þegar vel gengur.“ Einari fannst Snorri hitta í mark með ákvörðunum sínum í leiknum gegn Króatíu. „Snorri var frábær í dag [í gær]. Þær breytingar sem hann gerði, áherslubreytingar í vörn og skiptingarnar og allt það, heppnuðust allar. Það er ekki bara heppni. Hann er bara klókur og góður þjálfari og gerði þetta frábærlega í dag,“ sagði Einar. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum í milliriðli 1 á morgun og gæti þurft að vinna að minnsta kosti fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Ísland vann Króatíu með fimm marka mun, 30-35, í milliriðli 1 á EM í Þýskalandi í gær. Þetta var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti og hann gerir það að verkum að Ísland á enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar merkti breytingu á fasi Snorra frá fyrstu leikjum Íslands á mótinu. „Það er ekkert rosalega óeðlilegt að það hafi tekið smá tíma fyrir Snorra að finna sitt lið, finna réttu blönduna, hvernig eigum við að spila. Líka viðhorfið hjá honum. Hann fór rosalega passívur inn í mótið, rólegur og yfirvegaður á hliðarlínunni og ég skil hann mjög vel,“ sagði Einar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem hann fór yfir Króatíuleikinn ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Hreiðari Levý Guðmundssyni. „Mér finnst miklu meiri stríðsmaður í honum. Hann er fagnandi, sleppir sér meira og er miklu meira inni í leiknum. Mér finnst annar bragur yfir honum.“ Stefán Árni vakti athygli á því að Snorri hefði brýnt raustina í leikhléi í fyrri hálfleiknum í gær. „Hann á ekkert að vera viðkvæmur fyrir því. Hann á bara að vera hann sjálfur. Þó hann blóti í leikhléum eða láta menn heyra það, það er ekkert að því. Hann má alveg sýna ástríðu, vera fúll og sár og vondur. Hann má líka gleðjast og fagna. Mér finnst hann búinn að vaxa rosalega inni í mótinu,“ sagði Einar. „Þrátt fyrir mótlætið og erfiðleikana er hann búinn að sýna hvers konar karakter hann er og fær þjálfari. Við höfum rætt leikmenn sem hafa klárlega stigið upp og snúið við taflinu en það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara Snorra að kenna þegar illa gengur en leikmenn frábærir þegar vel gengur.“ Einari fannst Snorri hitta í mark með ákvörðunum sínum í leiknum gegn Króatíu. „Snorri var frábær í dag [í gær]. Þær breytingar sem hann gerði, áherslubreytingar í vörn og skiptingarnar og allt það, heppnuðust allar. Það er ekki bara heppni. Hann er bara klókur og góður þjálfari og gerði þetta frábærlega í dag,“ sagði Einar. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum í milliriðli 1 á morgun og gæti þurft að vinna að minnsta kosti fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30