Fordómar yfirvalda gagnvart kannabisplöntunni Gunnar Dan Wiium skrifar 23. janúar 2024 17:01 Hafið þið ekki séð svona Voltaren auglýsingar sem halda fram gagnsemi hvað varðar verkjastillingu og bólguminnkun. Með fylgir myndrænt efni af sárþjáðri manneskju sem brosir svo sínu breiðasta eftir að hafa smurt á sig gelið. Voltaren er selt út í búð, flutt inn af einhverjum heildsala, heildsalinn má auglýsa og söluaðilinn má auglýsa. Ekkert smátt letur hvað varðar rannsóknir eða neitt, „Voltaren Gel er notað við staðbundnum bólgum, bara frábært efni og verkjastillandi, frábært, vei” Melatónín er hormón sem hjálpar líkamanum að stilla dægurklukkuna og eykst í líkamanum þegar tekur að rökkva, knýr fram svefnþörf og stuðlar að þreytu og ró. Melatónín er nú auglýst og selt þó svo að tekið er skýrt fram að Melatónín sé eingöngu ætlað fullorðnum. Með aukinni skjánotkun barna og unglinga ásamt neyslu orkudrykkja og samhliða mikillar aukningar á notkun lyfja við ADHD hefur neysla barna á Melatónín stóraukist. Sem sagt, Paracetamol og Ibuprofen, Melatónín og Nikótín svo eitthvað sé nefnt. Allt efni sem eru flutt inn til landsins af heildsölum og auglýst og seld. Gagnsemi þessara efna er haldin fram undir þeim formerkjum að rannsóknir sýna sem og persónulegar reynslur notaðar til að sýna fram á virkni þessara efna í söluvænlegum tilgangi. Nú hefur Neytendastofa sektað tvo innflytjendur og söluaðila fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Neytendastofa fann að fullyrðingum þessara aðila sem birtar voru ýmist á samfélagsmiðlum og heimasíðum þessara fyrirtækja um gagnsemi kannabínóðans CBD. Meðal annars var því haldið fram af þessum innflutningsaðilum að „rannsóknir sýndu“ sem og að reynslusögum þeirra sem hafa hlotið bót meina sinna með notkun kannabínóðans CBD. Fullyrðingar annars innflutningsaðilans gengu út á að um væri að ræða hampvörur sem innihéldu kannabínóða sem rannsóknir sýndu að bætti húðheilsu einstaklinga á marga vegu og gagnaðist vel við verkjum sem leiði til betri svefns og einbeitingu. Fullyrðing sem sem hægt er að styðja með niðurstöðum ótal rannsókna sem gerðar hafa verið á kannabis síðustu áratugi sem og beinni reynslu ótal margra sem hlotið hafa bót meina sinna með notkun þessara efna og reynslan lýgur ekki. Einnig taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni CBD varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Mér tekst ekki að vefja hausnum á mér í kringum þessa niðurstöðu Neytendastofu, hún sem sagt gagnrýnir innflytjanda fyrir að gefa í skyn að efnin hafi lyfjavirkni en á sama tíma hefur Lyfjastofnun skilgreint CBD sem lyfjaefni... Hvernig á að vera hægt að skilja þetta? Áður en ég fer aðeins í ECS kerfið í þessum pistli langar mig að segja að málefni kannabínóða á Íslandi er algjört villta vestrið. Villta vestrið er ekki innflutningsaðilar eða söluaðilar heldur óskilvirkni hins opinbera hvað varðar skilgreiningar og ósamkvæmni framkvæmda og viðbragða. Kerfið sem virðist berjast kerfisbundið gegn innflutning og notkun kannabínóða eins og CBD talar ekki saman og ákvarðanir eru teknar eftir dúk og disk í trássi við lög og reglur algjörlega bara eftir því hver er á vakt þann daginn. Vörur innflutningsaðila hafa verið gerðar upptækar og innflytjendur hafa þurft að sæta stöðu grunaðra í rannsókn um innflutning fíkniefna en vita það ekki fyrr en tilkynning berst um mál voru felld niður, mál sem viðkomandi ekki vissu einu sinni að voru mál. Vörur fyrir hundruð þúsunda hafa horfið hjá lögreglu og tollayfirvöldum eftir að hafa verið gerðar upptækar en stundum skilað aftur eftir gríðarlega eftirgrennslan og þá komnar yfir síðasta söludag og nánst orðnar verðlausar. Og við erum að tala um vörur sem eru löglegar til innflutnings og sölu hér á landi en einhversstaðar situr Skúli fúli og honum finnst eitthvað um eitthvað og því er bara eitthvað gert, bla. En yfir í léttari tóna því auðvitað snúa fordómar fólksins og yfirvalda gegn kannabis auðvitað bara um fáfræði og reynsluleysi. Og því ætla ég aðeins að stikla á stóru í von um að fólk opni augun fyrir gagnsemi þessara efna og átti sig á því að rannsóknir skipta eins og sagt hefur þúsundum ef ekki tugþúsunda. Hvað varðar kannabis þá er kannski best að útskýra kerfið sem kallast á ensku Endocannabinoid system, skammstafast sem ECS. Á íslensku myndi það þýðast sem Endokannabínóðakerfið og því skammstafast sem EKK. Kerfið sem um ræðir er flókið merkjakerfi frá frumunum sem samanstendur af endókannabínóðum, ensímum og kannabínóða-móttökurum, sem hafa stjórn á ýmissi starfsemi í mannslíkamanum. Ber að nefna í þessu samhengi hjálp við svefn, lund, matarlyst og meltingu, minni, bólgumyndun, húðvandamál, endurheimt og frjósemi. Þessar flóknu tengingar finnast í heilanum, vefjum og kirtlum og í öllum aðal líffærum okkar. Kerfið var uppgötvað af tékkneskum vísindamanni árið 1992 í Ísrael og við þessa uppgötvun komust vísindamenn að því að líkaminn framleiðir sína eigin kannabínóða í margvíslegum tilgangi sem kerfið, ECS er hannað til að taka á móti. CBD og aðrir kannabínóðar hafa mikil heilsufarsleg áhrif á fólk sem þjáist af hinum og þessum kvillum. Allt frá alvarlega flogaveikum einstaklingum, parkinson og krabbameinssjúklingum niður í skilvirkari endurheimt íþróttafólks sökum sterks mótvægis við bólgumyndun í líkamanum. Listinn er orðin langur af fólki hér á landi sem hefur hlotið bót meina sinna og er því komin reynsla af notkun kannabínóð sem styður þessar fullyrðingar hér að ofan. Af hverju eru stofnanir á Íslandi svona lyfjaóðar? Af hverju má almenningur ekki nota náttúrulega lausnir í stað lyfja eins og CBD, THC eða aðra náttúrulegra kannabínóða? Sífellt er því haldið fram af yfirvöldum og sérfræðingum í heilbrigðisgeiranum að engar rannsóknir séu til á CBD eða öðrum kannabínóðum en ef leitað er á PubMed sem er heimasíða sem heldur utanum birtar rannsóknir þá koma upp 35.471 leitarniðurstöður. Spurningin hér í lokin er kannski eitthvað á þessa leið. Er lyfjaiðnaðurinn í samvinnu við yfirvöld að þróa, framleiða og selja raunverulegar lausnir við kvillum fólks eða er iðnaðurinn með það að leiðarljósi að búa sér til viðskiptavini? Þeir sem vilja kynna sér málefni Hampsins og Kannabis á Íslandi er bent á https://www.hampfelagid.is þar sem hægt er að skrá sig í félagið og láta sér málið varða. Höfundur starfar sem búðarkall, umboðsmaður, stjórnarmaður Hampfélagsins og þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins og Hampkastsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hafið þið ekki séð svona Voltaren auglýsingar sem halda fram gagnsemi hvað varðar verkjastillingu og bólguminnkun. Með fylgir myndrænt efni af sárþjáðri manneskju sem brosir svo sínu breiðasta eftir að hafa smurt á sig gelið. Voltaren er selt út í búð, flutt inn af einhverjum heildsala, heildsalinn má auglýsa og söluaðilinn má auglýsa. Ekkert smátt letur hvað varðar rannsóknir eða neitt, „Voltaren Gel er notað við staðbundnum bólgum, bara frábært efni og verkjastillandi, frábært, vei” Melatónín er hormón sem hjálpar líkamanum að stilla dægurklukkuna og eykst í líkamanum þegar tekur að rökkva, knýr fram svefnþörf og stuðlar að þreytu og ró. Melatónín er nú auglýst og selt þó svo að tekið er skýrt fram að Melatónín sé eingöngu ætlað fullorðnum. Með aukinni skjánotkun barna og unglinga ásamt neyslu orkudrykkja og samhliða mikillar aukningar á notkun lyfja við ADHD hefur neysla barna á Melatónín stóraukist. Sem sagt, Paracetamol og Ibuprofen, Melatónín og Nikótín svo eitthvað sé nefnt. Allt efni sem eru flutt inn til landsins af heildsölum og auglýst og seld. Gagnsemi þessara efna er haldin fram undir þeim formerkjum að rannsóknir sýna sem og persónulegar reynslur notaðar til að sýna fram á virkni þessara efna í söluvænlegum tilgangi. Nú hefur Neytendastofa sektað tvo innflytjendur og söluaðila fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Neytendastofa fann að fullyrðingum þessara aðila sem birtar voru ýmist á samfélagsmiðlum og heimasíðum þessara fyrirtækja um gagnsemi kannabínóðans CBD. Meðal annars var því haldið fram af þessum innflutningsaðilum að „rannsóknir sýndu“ sem og að reynslusögum þeirra sem hafa hlotið bót meina sinna með notkun kannabínóðans CBD. Fullyrðingar annars innflutningsaðilans gengu út á að um væri að ræða hampvörur sem innihéldu kannabínóða sem rannsóknir sýndu að bætti húðheilsu einstaklinga á marga vegu og gagnaðist vel við verkjum sem leiði til betri svefns og einbeitingu. Fullyrðing sem sem hægt er að styðja með niðurstöðum ótal rannsókna sem gerðar hafa verið á kannabis síðustu áratugi sem og beinni reynslu ótal margra sem hlotið hafa bót meina sinna með notkun þessara efna og reynslan lýgur ekki. Einnig taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni CBD varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Mér tekst ekki að vefja hausnum á mér í kringum þessa niðurstöðu Neytendastofu, hún sem sagt gagnrýnir innflytjanda fyrir að gefa í skyn að efnin hafi lyfjavirkni en á sama tíma hefur Lyfjastofnun skilgreint CBD sem lyfjaefni... Hvernig á að vera hægt að skilja þetta? Áður en ég fer aðeins í ECS kerfið í þessum pistli langar mig að segja að málefni kannabínóða á Íslandi er algjört villta vestrið. Villta vestrið er ekki innflutningsaðilar eða söluaðilar heldur óskilvirkni hins opinbera hvað varðar skilgreiningar og ósamkvæmni framkvæmda og viðbragða. Kerfið sem virðist berjast kerfisbundið gegn innflutning og notkun kannabínóða eins og CBD talar ekki saman og ákvarðanir eru teknar eftir dúk og disk í trássi við lög og reglur algjörlega bara eftir því hver er á vakt þann daginn. Vörur innflutningsaðila hafa verið gerðar upptækar og innflytjendur hafa þurft að sæta stöðu grunaðra í rannsókn um innflutning fíkniefna en vita það ekki fyrr en tilkynning berst um mál voru felld niður, mál sem viðkomandi ekki vissu einu sinni að voru mál. Vörur fyrir hundruð þúsunda hafa horfið hjá lögreglu og tollayfirvöldum eftir að hafa verið gerðar upptækar en stundum skilað aftur eftir gríðarlega eftirgrennslan og þá komnar yfir síðasta söludag og nánst orðnar verðlausar. Og við erum að tala um vörur sem eru löglegar til innflutnings og sölu hér á landi en einhversstaðar situr Skúli fúli og honum finnst eitthvað um eitthvað og því er bara eitthvað gert, bla. En yfir í léttari tóna því auðvitað snúa fordómar fólksins og yfirvalda gegn kannabis auðvitað bara um fáfræði og reynsluleysi. Og því ætla ég aðeins að stikla á stóru í von um að fólk opni augun fyrir gagnsemi þessara efna og átti sig á því að rannsóknir skipta eins og sagt hefur þúsundum ef ekki tugþúsunda. Hvað varðar kannabis þá er kannski best að útskýra kerfið sem kallast á ensku Endocannabinoid system, skammstafast sem ECS. Á íslensku myndi það þýðast sem Endokannabínóðakerfið og því skammstafast sem EKK. Kerfið sem um ræðir er flókið merkjakerfi frá frumunum sem samanstendur af endókannabínóðum, ensímum og kannabínóða-móttökurum, sem hafa stjórn á ýmissi starfsemi í mannslíkamanum. Ber að nefna í þessu samhengi hjálp við svefn, lund, matarlyst og meltingu, minni, bólgumyndun, húðvandamál, endurheimt og frjósemi. Þessar flóknu tengingar finnast í heilanum, vefjum og kirtlum og í öllum aðal líffærum okkar. Kerfið var uppgötvað af tékkneskum vísindamanni árið 1992 í Ísrael og við þessa uppgötvun komust vísindamenn að því að líkaminn framleiðir sína eigin kannabínóða í margvíslegum tilgangi sem kerfið, ECS er hannað til að taka á móti. CBD og aðrir kannabínóðar hafa mikil heilsufarsleg áhrif á fólk sem þjáist af hinum og þessum kvillum. Allt frá alvarlega flogaveikum einstaklingum, parkinson og krabbameinssjúklingum niður í skilvirkari endurheimt íþróttafólks sökum sterks mótvægis við bólgumyndun í líkamanum. Listinn er orðin langur af fólki hér á landi sem hefur hlotið bót meina sinna og er því komin reynsla af notkun kannabínóð sem styður þessar fullyrðingar hér að ofan. Af hverju eru stofnanir á Íslandi svona lyfjaóðar? Af hverju má almenningur ekki nota náttúrulega lausnir í stað lyfja eins og CBD, THC eða aðra náttúrulegra kannabínóða? Sífellt er því haldið fram af yfirvöldum og sérfræðingum í heilbrigðisgeiranum að engar rannsóknir séu til á CBD eða öðrum kannabínóðum en ef leitað er á PubMed sem er heimasíða sem heldur utanum birtar rannsóknir þá koma upp 35.471 leitarniðurstöður. Spurningin hér í lokin er kannski eitthvað á þessa leið. Er lyfjaiðnaðurinn í samvinnu við yfirvöld að þróa, framleiða og selja raunverulegar lausnir við kvillum fólks eða er iðnaðurinn með það að leiðarljósi að búa sér til viðskiptavini? Þeir sem vilja kynna sér málefni Hampsins og Kannabis á Íslandi er bent á https://www.hampfelagid.is þar sem hægt er að skrá sig í félagið og láta sér málið varða. Höfundur starfar sem búðarkall, umboðsmaður, stjórnarmaður Hampfélagsins og þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins og Hampkastsins.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar