Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2024 17:01 Bashar Murad keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins. Vísir/Vilhelm Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. Öruggar heimildir fréttastofu herma að hann muni stíga á svið í söngvakeppninni, sem hefst 17. febrúar næstkomandi á RÚV. Keppendurnir verða kynntir til leiks næstkomandi laugardag, 27. janúar, og ríkir mikil leynd um hverjir taka þátt eins og hefð segir til um. Þó ríkir ekki meiri leynd en svo um málið að nýlega tók Unnsteinn Manuel Stefánsson, einn kynna Söngvakeppninnar, viðtal við Bashar Murad í Vesturbæjarlauginni. Heyrðist Murad segja frá því að hann væri á landinu vegna háleynilegs verkefnis, sem hann gæti ekki greint nánar frá að svo stöddu. Murad hefur nokkur tengsl við íslenska Eurovision-menningu en hann gaf út lag með Eurovision-keppendunum í Hatara í kjölfar keppnisferðar þeirra í Tel Aviv. Eins og frægt er orðið keppti Hatari fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv árið 2019 með laginu Hatrið mun sigra. Lagið og atriðið eitt og sér vakti mikla athygli en ekki síst gjörningur Hatara á úrslitakvöldinu, þegar sveitin dró fram palestínska fánann í beinni útsendingu til að sýna Palestínumönnum stuðning. Aðeins nokkrum dögum eftir úrslitakvöldið í Tel Aviv gaf Hatari út nýtt lag með palestínska popplistamanninum Bashar Murad. Lagið heitir Klefi/Samed (صامد). Murad er hingsegin listamaður og býr í austurhluta Jerúsalem. Í umfjöllun fréttastofu um útgáfu lagsins á sínum tíma segir að hann semji bæði lög og texta og reyni með list sinn að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem sífellt sé dregin upp af Palestínumönnum. Í viðtali sem Murad veitti fréttastofu eftir útgáfu lagsins sagði hann mikilvægt fyrir fólk að heyra hvernig lífi Palestínumenn lifi. Hversdagslegt líf þeirra sé bæði venjulegt og óvenjulegt á sama tíma. Þá hafi komið honum á óvart hversu vel Íslendingar eru að sér í málefnum Palestínumanna. Þess má geta að í reglum Söngvakeppninnar er sett það skilyrði að öll lög skuli flutt á íslensku í forkeppninni en að þau lög sem komist áfram í úrslitin skuli flutt á því tungumáli sem höfundur hyggist flytja lagið á í Eurovision. Murad er eini keppandinn sem vitað er um en alls taka tíu þátt í Söngvakeppninni - fimm í fyrri undankeppninni og fimm í þeirri seinni. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri keppninnar, segir í samtali við fréttastofu að einn af þeim tíu, sem var valinn til að taka þátt, hafi afþakkað boðið í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það taki tíu þátt svo einhverjum hefur verið boðið að fylla í skarðið. Bashar Murad svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu um þátttöku hans í keppninni í dag. Þá vildi Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri keppninnar, ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tónlist Palestína Tengdar fréttir Grunar að palestínskur söngvari keppi í Söngvakeppninni Tónlistarkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur grunar að palestínskur tónlistarmaður taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Það sé ástæða þess að Ríkisútvarpið ætli ekki að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en niðurstöður Söngvakeppninnar liggja fyrir. Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad hefur verið nefndur sem keppandi. 24. janúar 2024 13:55 Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24. janúar 2024 11:12 Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Öruggar heimildir fréttastofu herma að hann muni stíga á svið í söngvakeppninni, sem hefst 17. febrúar næstkomandi á RÚV. Keppendurnir verða kynntir til leiks næstkomandi laugardag, 27. janúar, og ríkir mikil leynd um hverjir taka þátt eins og hefð segir til um. Þó ríkir ekki meiri leynd en svo um málið að nýlega tók Unnsteinn Manuel Stefánsson, einn kynna Söngvakeppninnar, viðtal við Bashar Murad í Vesturbæjarlauginni. Heyrðist Murad segja frá því að hann væri á landinu vegna háleynilegs verkefnis, sem hann gæti ekki greint nánar frá að svo stöddu. Murad hefur nokkur tengsl við íslenska Eurovision-menningu en hann gaf út lag með Eurovision-keppendunum í Hatara í kjölfar keppnisferðar þeirra í Tel Aviv. Eins og frægt er orðið keppti Hatari fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv árið 2019 með laginu Hatrið mun sigra. Lagið og atriðið eitt og sér vakti mikla athygli en ekki síst gjörningur Hatara á úrslitakvöldinu, þegar sveitin dró fram palestínska fánann í beinni útsendingu til að sýna Palestínumönnum stuðning. Aðeins nokkrum dögum eftir úrslitakvöldið í Tel Aviv gaf Hatari út nýtt lag með palestínska popplistamanninum Bashar Murad. Lagið heitir Klefi/Samed (صامد). Murad er hingsegin listamaður og býr í austurhluta Jerúsalem. Í umfjöllun fréttastofu um útgáfu lagsins á sínum tíma segir að hann semji bæði lög og texta og reyni með list sinn að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem sífellt sé dregin upp af Palestínumönnum. Í viðtali sem Murad veitti fréttastofu eftir útgáfu lagsins sagði hann mikilvægt fyrir fólk að heyra hvernig lífi Palestínumenn lifi. Hversdagslegt líf þeirra sé bæði venjulegt og óvenjulegt á sama tíma. Þá hafi komið honum á óvart hversu vel Íslendingar eru að sér í málefnum Palestínumanna. Þess má geta að í reglum Söngvakeppninnar er sett það skilyrði að öll lög skuli flutt á íslensku í forkeppninni en að þau lög sem komist áfram í úrslitin skuli flutt á því tungumáli sem höfundur hyggist flytja lagið á í Eurovision. Murad er eini keppandinn sem vitað er um en alls taka tíu þátt í Söngvakeppninni - fimm í fyrri undankeppninni og fimm í þeirri seinni. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri keppninnar, segir í samtali við fréttastofu að einn af þeim tíu, sem var valinn til að taka þátt, hafi afþakkað boðið í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það taki tíu þátt svo einhverjum hefur verið boðið að fylla í skarðið. Bashar Murad svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu um þátttöku hans í keppninni í dag. Þá vildi Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri keppninnar, ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu.
Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Tónlist Palestína Tengdar fréttir Grunar að palestínskur söngvari keppi í Söngvakeppninni Tónlistarkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur grunar að palestínskur tónlistarmaður taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Það sé ástæða þess að Ríkisútvarpið ætli ekki að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en niðurstöður Söngvakeppninnar liggja fyrir. Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad hefur verið nefndur sem keppandi. 24. janúar 2024 13:55 Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24. janúar 2024 11:12 Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Grunar að palestínskur söngvari keppi í Söngvakeppninni Tónlistarkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur grunar að palestínskur tónlistarmaður taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Það sé ástæða þess að Ríkisútvarpið ætli ekki að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en niðurstöður Söngvakeppninnar liggja fyrir. Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad hefur verið nefndur sem keppandi. 24. janúar 2024 13:55
Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24. janúar 2024 11:12
Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00