Viktor með tárin í augunum eftir leik: „Þetta er ógeðslega svekkjandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2024 17:02 Viktor Gísli Hallgrímsson átti erfitt með sig í leikslok. Vísir/Vilhelm Viktor Gísli Hallgrímsson varði frábærlega í fyrri hálfleiknum á móti Austurríki en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari. Þrátt fyrir tveggja marka sigur var íslenski markvörðurinn með tárin í augunum eftir leikinn. Íslenska liðið þurfti fimm marka sigur en þarf nú að treysta á Ungverja seinna í kvöld ætli liðið að eiga möguleika á því að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í París. Viktor var í talsverðu tilfinningalegu uppnámi eftir leikinn þegar hann kom í viðtal. „Ég er leiður og svekktur út í sjálfan mig. Þetta er allt að ‚hitta' mann núna. Hvað maður hefði getað gert betur sjálfur til þess að ná betri árangri,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Íslenska liðið ætlaði sér stærri hluti á mótinu og strákarnir tóku þetta allt saman vel inn á sig. Ísland var 14-8 yfir í hálfleik en svo hrundi allt í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta er ógeðslega svekkjandi og ég skil ekki alveg hvernig þetta gerist. Við mætum ekki til leiks í seinni hálfleik. Það gerist allt of oft á mótinu, sérstaklega í seinni hlutanum þar sem við erum ekki tilbúnir í þetta. Þeir refsa okkur fyrir það og þá missum við mómentum og þá er þetta svo erfitt,“ sagði Viktor. Klippa: Viðtal við Viktor Gísla eftir Austurríkisleikinn Liðið hefur ekki náð taktinum og það er augljóslega erfitt að kyngja því. „Mér finnst við ná þessum takti upp næstum því í hverjum einasta leik. Við náum bara ekki að halda það út. Það koma tvö til þrjú léleg móment og mómentumið fer og við eigum erfitt með að snúa því við aftur,“ sagði Viktor. „Að þurfa að gera það fjórum, fimm sinnum í leik er helvíti, helvíti erfitt,“ sagði Viktor. Er niðurstaðan á þessu móti því vonbrigði? „Já mér finnst það. Pressan sem ég er með á sjálfum mér og allir í liðinu sem vildu ná betri árangri á þessu móti. Sýna betri frammistöðu og stöðugri frammistöðu. Ég held að allir séu sammála því að við náðum því ekki upp. Það er þungur biti að kyngja,“ sagði Viktor. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Sjá meira
Íslenska liðið þurfti fimm marka sigur en þarf nú að treysta á Ungverja seinna í kvöld ætli liðið að eiga möguleika á því að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í París. Viktor var í talsverðu tilfinningalegu uppnámi eftir leikinn þegar hann kom í viðtal. „Ég er leiður og svekktur út í sjálfan mig. Þetta er allt að ‚hitta' mann núna. Hvað maður hefði getað gert betur sjálfur til þess að ná betri árangri,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. Íslenska liðið ætlaði sér stærri hluti á mótinu og strákarnir tóku þetta allt saman vel inn á sig. Ísland var 14-8 yfir í hálfleik en svo hrundi allt í upphafi seinni hálfleiks. „Þetta er ógeðslega svekkjandi og ég skil ekki alveg hvernig þetta gerist. Við mætum ekki til leiks í seinni hálfleik. Það gerist allt of oft á mótinu, sérstaklega í seinni hlutanum þar sem við erum ekki tilbúnir í þetta. Þeir refsa okkur fyrir það og þá missum við mómentum og þá er þetta svo erfitt,“ sagði Viktor. Klippa: Viðtal við Viktor Gísla eftir Austurríkisleikinn Liðið hefur ekki náð taktinum og það er augljóslega erfitt að kyngja því. „Mér finnst við ná þessum takti upp næstum því í hverjum einasta leik. Við náum bara ekki að halda það út. Það koma tvö til þrjú léleg móment og mómentumið fer og við eigum erfitt með að snúa því við aftur,“ sagði Viktor. „Að þurfa að gera það fjórum, fimm sinnum í leik er helvíti, helvíti erfitt,“ sagði Viktor. Er niðurstaðan á þessu móti því vonbrigði? „Já mér finnst það. Pressan sem ég er með á sjálfum mér og allir í liðinu sem vildu ná betri árangri á þessu móti. Sýna betri frammistöðu og stöðugri frammistöðu. Ég held að allir séu sammála því að við náðum því ekki upp. Það er þungur biti að kyngja,“ sagði Viktor.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti