Við þurfum innflytjendastefnu Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 25. janúar 2024 10:01 Í gær bárust fréttir af því að félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði lagt til hliðar vinnu við innflytjendastefnu, eða “þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks” sem hann stefndi að að leggja fram á vorþinginu. Það er illt. Ísland þarf sárlega á innflytjendastefnu að halda, því hér er þessi málaflokkur í besta falli brotakenndur, þjónusta sem nýir Íslendingar njóta takmörkuð og ekkert mat til af hálfu hins opinbera um hversu marga innflytjendur innviðir landsins okkar þola og hvað þarf að gera til að taka á móti þeim sem hingað vilja flytja. Gallup gerir reglulega umfangsmiklar viðtalskannanir um það hvert fólk vill flytja og býr til lista útfrá niðurstöðum þeirra, svokallaðan “Potential Net Migration Index”. Það er skemmst frá niðurstöðum nýjustu könnunarinnar að segja að Ísland er ofarlega á listanum þegar tillit er tekið til íbúafjölda. Reyndar er Ísland í þriðja sæti listans, á eftir Nýja Sjálandi og Singapúr og ef öllum þeim sem lýstu áhuga á að flytja til Íslands væri gefinn kostur á því myndi íbúum landsins fjölga um 208%. Ef einungis er horft til ungs fólks, eða fólks á aldrinum 15-29 ára, er Ísland efst á listanum og myndi sá aldurshópur hér á landi stækka um 451% ef allir sem óskuðu eftir að flytja til Íslands fengju að gera það. Það er því ljóst að Ísland gæti auðveldlega orðið “innflytjendaland” á borð við Nýja Sjáland, Ástralíu eða Kanada, ef vilji væri til þess. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir okkur. Það hefur greinilega spurst út að hér er gott að búa, þrátt fyrir vetrarmyrkur og viðsjárvert veður. En það vitum við sem hér búum auðvitað. Nú er svo komið að tæp 20% íbúanna eru af erlendu bergi brotin. Flest þeirra eru frá EES löndum á borð við Pólland og okkur þykir vænt um þessa góðu viðbót við þjóðina. Þau sem hingað hafa flutt hafa styrkt efnahagslíf landsins og treyst undirstöður mikilvægra atvinnugreina. En að sama skapi fylgja því áskoranir að taka á móti stórum hópi fólks sem ekki talar tungumál landsins. Þetta vita þau sem starfa í menntakerfinu mæta vel. Það er þessvegna sem það er svo mikilvægt að við Íslendingar mótum okkur innflytjendastefnu. Að við höfum heildræna sýn á það hvernig við tökum á móti þeim sem hingað flytja. Er það markmið okkar, eins og t.d. í Kanada, að þau sem hingað flytja læri íslensku og verði að ákveðnum árum liðnum íslenskir ríkisborgarar? Er okkar markmið að hingað flytji ákveðið hlutfall fólks með t.d. tækni- eða heilbrigðismenntun, sem sár vöntun er á hér? Viljum við verða milljón árið 2070?Við vitum ekki svörin við þessum spurningum því þeim hefur ekki verið svarað. Þetta eru atriði sem innflytjendastefna myndi innibera. Slíka vinnu þarf auðvitað að vinna í breiðri sátt, því hún þarf að standast tímans tönn, þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti t.d. Þess vegna er það miður að sú vinna hafi enn á ný tafist. Hún hefði auðvtiað átt að fara fram fyrir tveimur áratugum, en hún þarf að fara fram eigi síðar en nú. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Innflytjendamál Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði lagt til hliðar vinnu við innflytjendastefnu, eða “þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks” sem hann stefndi að að leggja fram á vorþinginu. Það er illt. Ísland þarf sárlega á innflytjendastefnu að halda, því hér er þessi málaflokkur í besta falli brotakenndur, þjónusta sem nýir Íslendingar njóta takmörkuð og ekkert mat til af hálfu hins opinbera um hversu marga innflytjendur innviðir landsins okkar þola og hvað þarf að gera til að taka á móti þeim sem hingað vilja flytja. Gallup gerir reglulega umfangsmiklar viðtalskannanir um það hvert fólk vill flytja og býr til lista útfrá niðurstöðum þeirra, svokallaðan “Potential Net Migration Index”. Það er skemmst frá niðurstöðum nýjustu könnunarinnar að segja að Ísland er ofarlega á listanum þegar tillit er tekið til íbúafjölda. Reyndar er Ísland í þriðja sæti listans, á eftir Nýja Sjálandi og Singapúr og ef öllum þeim sem lýstu áhuga á að flytja til Íslands væri gefinn kostur á því myndi íbúum landsins fjölga um 208%. Ef einungis er horft til ungs fólks, eða fólks á aldrinum 15-29 ára, er Ísland efst á listanum og myndi sá aldurshópur hér á landi stækka um 451% ef allir sem óskuðu eftir að flytja til Íslands fengju að gera það. Það er því ljóst að Ísland gæti auðveldlega orðið “innflytjendaland” á borð við Nýja Sjáland, Ástralíu eða Kanada, ef vilji væri til þess. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir okkur. Það hefur greinilega spurst út að hér er gott að búa, þrátt fyrir vetrarmyrkur og viðsjárvert veður. En það vitum við sem hér búum auðvitað. Nú er svo komið að tæp 20% íbúanna eru af erlendu bergi brotin. Flest þeirra eru frá EES löndum á borð við Pólland og okkur þykir vænt um þessa góðu viðbót við þjóðina. Þau sem hingað hafa flutt hafa styrkt efnahagslíf landsins og treyst undirstöður mikilvægra atvinnugreina. En að sama skapi fylgja því áskoranir að taka á móti stórum hópi fólks sem ekki talar tungumál landsins. Þetta vita þau sem starfa í menntakerfinu mæta vel. Það er þessvegna sem það er svo mikilvægt að við Íslendingar mótum okkur innflytjendastefnu. Að við höfum heildræna sýn á það hvernig við tökum á móti þeim sem hingað flytja. Er það markmið okkar, eins og t.d. í Kanada, að þau sem hingað flytja læri íslensku og verði að ákveðnum árum liðnum íslenskir ríkisborgarar? Er okkar markmið að hingað flytji ákveðið hlutfall fólks með t.d. tækni- eða heilbrigðismenntun, sem sár vöntun er á hér? Viljum við verða milljón árið 2070?Við vitum ekki svörin við þessum spurningum því þeim hefur ekki verið svarað. Þetta eru atriði sem innflytjendastefna myndi innibera. Slíka vinnu þarf auðvitað að vinna í breiðri sátt, því hún þarf að standast tímans tönn, þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti t.d. Þess vegna er það miður að sú vinna hafi enn á ný tafist. Hún hefði auðvtiað átt að fara fram fyrir tveimur áratugum, en hún þarf að fara fram eigi síðar en nú. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun