Við þurfum innflytjendastefnu Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 25. janúar 2024 10:01 Í gær bárust fréttir af því að félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði lagt til hliðar vinnu við innflytjendastefnu, eða “þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks” sem hann stefndi að að leggja fram á vorþinginu. Það er illt. Ísland þarf sárlega á innflytjendastefnu að halda, því hér er þessi málaflokkur í besta falli brotakenndur, þjónusta sem nýir Íslendingar njóta takmörkuð og ekkert mat til af hálfu hins opinbera um hversu marga innflytjendur innviðir landsins okkar þola og hvað þarf að gera til að taka á móti þeim sem hingað vilja flytja. Gallup gerir reglulega umfangsmiklar viðtalskannanir um það hvert fólk vill flytja og býr til lista útfrá niðurstöðum þeirra, svokallaðan “Potential Net Migration Index”. Það er skemmst frá niðurstöðum nýjustu könnunarinnar að segja að Ísland er ofarlega á listanum þegar tillit er tekið til íbúafjölda. Reyndar er Ísland í þriðja sæti listans, á eftir Nýja Sjálandi og Singapúr og ef öllum þeim sem lýstu áhuga á að flytja til Íslands væri gefinn kostur á því myndi íbúum landsins fjölga um 208%. Ef einungis er horft til ungs fólks, eða fólks á aldrinum 15-29 ára, er Ísland efst á listanum og myndi sá aldurshópur hér á landi stækka um 451% ef allir sem óskuðu eftir að flytja til Íslands fengju að gera það. Það er því ljóst að Ísland gæti auðveldlega orðið “innflytjendaland” á borð við Nýja Sjáland, Ástralíu eða Kanada, ef vilji væri til þess. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir okkur. Það hefur greinilega spurst út að hér er gott að búa, þrátt fyrir vetrarmyrkur og viðsjárvert veður. En það vitum við sem hér búum auðvitað. Nú er svo komið að tæp 20% íbúanna eru af erlendu bergi brotin. Flest þeirra eru frá EES löndum á borð við Pólland og okkur þykir vænt um þessa góðu viðbót við þjóðina. Þau sem hingað hafa flutt hafa styrkt efnahagslíf landsins og treyst undirstöður mikilvægra atvinnugreina. En að sama skapi fylgja því áskoranir að taka á móti stórum hópi fólks sem ekki talar tungumál landsins. Þetta vita þau sem starfa í menntakerfinu mæta vel. Það er þessvegna sem það er svo mikilvægt að við Íslendingar mótum okkur innflytjendastefnu. Að við höfum heildræna sýn á það hvernig við tökum á móti þeim sem hingað flytja. Er það markmið okkar, eins og t.d. í Kanada, að þau sem hingað flytja læri íslensku og verði að ákveðnum árum liðnum íslenskir ríkisborgarar? Er okkar markmið að hingað flytji ákveðið hlutfall fólks með t.d. tækni- eða heilbrigðismenntun, sem sár vöntun er á hér? Viljum við verða milljón árið 2070?Við vitum ekki svörin við þessum spurningum því þeim hefur ekki verið svarað. Þetta eru atriði sem innflytjendastefna myndi innibera. Slíka vinnu þarf auðvitað að vinna í breiðri sátt, því hún þarf að standast tímans tönn, þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti t.d. Þess vegna er það miður að sú vinna hafi enn á ný tafist. Hún hefði auðvtiað átt að fara fram fyrir tveimur áratugum, en hún þarf að fara fram eigi síðar en nú. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Innflytjendamál Samfylkingin Flóttafólk á Íslandi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði lagt til hliðar vinnu við innflytjendastefnu, eða “þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks” sem hann stefndi að að leggja fram á vorþinginu. Það er illt. Ísland þarf sárlega á innflytjendastefnu að halda, því hér er þessi málaflokkur í besta falli brotakenndur, þjónusta sem nýir Íslendingar njóta takmörkuð og ekkert mat til af hálfu hins opinbera um hversu marga innflytjendur innviðir landsins okkar þola og hvað þarf að gera til að taka á móti þeim sem hingað vilja flytja. Gallup gerir reglulega umfangsmiklar viðtalskannanir um það hvert fólk vill flytja og býr til lista útfrá niðurstöðum þeirra, svokallaðan “Potential Net Migration Index”. Það er skemmst frá niðurstöðum nýjustu könnunarinnar að segja að Ísland er ofarlega á listanum þegar tillit er tekið til íbúafjölda. Reyndar er Ísland í þriðja sæti listans, á eftir Nýja Sjálandi og Singapúr og ef öllum þeim sem lýstu áhuga á að flytja til Íslands væri gefinn kostur á því myndi íbúum landsins fjölga um 208%. Ef einungis er horft til ungs fólks, eða fólks á aldrinum 15-29 ára, er Ísland efst á listanum og myndi sá aldurshópur hér á landi stækka um 451% ef allir sem óskuðu eftir að flytja til Íslands fengju að gera það. Það er því ljóst að Ísland gæti auðveldlega orðið “innflytjendaland” á borð við Nýja Sjáland, Ástralíu eða Kanada, ef vilji væri til þess. Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir okkur. Það hefur greinilega spurst út að hér er gott að búa, þrátt fyrir vetrarmyrkur og viðsjárvert veður. En það vitum við sem hér búum auðvitað. Nú er svo komið að tæp 20% íbúanna eru af erlendu bergi brotin. Flest þeirra eru frá EES löndum á borð við Pólland og okkur þykir vænt um þessa góðu viðbót við þjóðina. Þau sem hingað hafa flutt hafa styrkt efnahagslíf landsins og treyst undirstöður mikilvægra atvinnugreina. En að sama skapi fylgja því áskoranir að taka á móti stórum hópi fólks sem ekki talar tungumál landsins. Þetta vita þau sem starfa í menntakerfinu mæta vel. Það er þessvegna sem það er svo mikilvægt að við Íslendingar mótum okkur innflytjendastefnu. Að við höfum heildræna sýn á það hvernig við tökum á móti þeim sem hingað flytja. Er það markmið okkar, eins og t.d. í Kanada, að þau sem hingað flytja læri íslensku og verði að ákveðnum árum liðnum íslenskir ríkisborgarar? Er okkar markmið að hingað flytji ákveðið hlutfall fólks með t.d. tækni- eða heilbrigðismenntun, sem sár vöntun er á hér? Viljum við verða milljón árið 2070?Við vitum ekki svörin við þessum spurningum því þeim hefur ekki verið svarað. Þetta eru atriði sem innflytjendastefna myndi innibera. Slíka vinnu þarf auðvitað að vinna í breiðri sátt, því hún þarf að standast tímans tönn, þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti t.d. Þess vegna er það miður að sú vinna hafi enn á ný tafist. Hún hefði auðvtiað átt að fara fram fyrir tveimur áratugum, en hún þarf að fara fram eigi síðar en nú. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun