Fegurðin við vörn Valsliðsins á móti Remy Martin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 16:20 Remy Martin komst lítið áleiðis á móti Valsvörninni. Vísir/Hulda Margrét Remy Martin hefur farið á kostum með Keflavíkurliðinu í vetur en hann lenti á vegg í síðasta leik. Vegg af vakandi Valsmönnum. Subway Körfuboltakvöld tók fyrir varnarleik Valsmanna í síðasta þætti sínum en það er einkum hann sem skilar Hliðarendaliðinu í efsta sæti Subway deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Valsliðið átti ekki í miklum vandræðum í 23 stiga sigri á Keflavík þar sem gestirnir úr Keflavík voru í miklum vandræðum fram eftir leik. „Við ætlum að skoða frábæran varnarleik Valsmanna gegn Keflvíkingum en þeir ná upp mjög miklu forskoti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég sá bara Valsvörnina upp á sitt besta. Það er greinilega mikil áhersla lögð á það að stoppa Remy Martin. Það eru bara þrír leikmenn sem bíða eftir honum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Keflavík náði ekki að finna út úr þessu og Valsmenn voru að treysta á það að Remy myndi ekki gefa réttu sendinguna. Hann náði að gera það nokkrum sinnum en ekki alltaf,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Vörn Valsmanna á móti Remy Martin Þeir fóru yfir nokkrar klippur með því hvernig Valsliðið dekkaði Martin í leiknum. „Þetta er lýjandi fyrir Remy en fegurðin við þetta er að það er eins og það sé strengur á milli þeirra. Þetta er einhver teygja og þegar einn hreyfir sig þá er veika hliðin að hreyfa sig. Þeir hreyfast í takti og allir tilbúnir. Um leið og Remy lyftir boltanum og er að fara að gefa hann þá fara allir út aftur. Þetta er bara gullfalleg vörn en að sama skapi á Keflavík að geta fundið lausn við þessu,“ sagði Helgi. Hann segir að Valsmenn hafi mögulega fundið lausnina á móti einum hættulegasta sóknarmanni deildarinnar. „Svona eiga liðin eftir að spila á móti Remy. Þau eiga eftir að neyða hann í það að taka réttar ákvarðanir, aftur og aftur og aftur. Lykillinn að góðri vörn á móti Keflavík er síðan að nógu agaður þegar hinir eru að hitta líka,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Næsti leikur Valsmanna er á móti Tindastól í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan 19.05. Subway-deild karla Valur Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld tók fyrir varnarleik Valsmanna í síðasta þætti sínum en það er einkum hann sem skilar Hliðarendaliðinu í efsta sæti Subway deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Valsliðið átti ekki í miklum vandræðum í 23 stiga sigri á Keflavík þar sem gestirnir úr Keflavík voru í miklum vandræðum fram eftir leik. „Við ætlum að skoða frábæran varnarleik Valsmanna gegn Keflvíkingum en þeir ná upp mjög miklu forskoti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Ég sá bara Valsvörnina upp á sitt besta. Það er greinilega mikil áhersla lögð á það að stoppa Remy Martin. Það eru bara þrír leikmenn sem bíða eftir honum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Keflavík náði ekki að finna út úr þessu og Valsmenn voru að treysta á það að Remy myndi ekki gefa réttu sendinguna. Hann náði að gera það nokkrum sinnum en ekki alltaf,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Vörn Valsmanna á móti Remy Martin Þeir fóru yfir nokkrar klippur með því hvernig Valsliðið dekkaði Martin í leiknum. „Þetta er lýjandi fyrir Remy en fegurðin við þetta er að það er eins og það sé strengur á milli þeirra. Þetta er einhver teygja og þegar einn hreyfir sig þá er veika hliðin að hreyfa sig. Þeir hreyfast í takti og allir tilbúnir. Um leið og Remy lyftir boltanum og er að fara að gefa hann þá fara allir út aftur. Þetta er bara gullfalleg vörn en að sama skapi á Keflavík að geta fundið lausn við þessu,“ sagði Helgi. Hann segir að Valsmenn hafi mögulega fundið lausnina á móti einum hættulegasta sóknarmanni deildarinnar. „Svona eiga liðin eftir að spila á móti Remy. Þau eiga eftir að neyða hann í það að taka réttar ákvarðanir, aftur og aftur og aftur. Lykillinn að góðri vörn á móti Keflavík er síðan að nógu agaður þegar hinir eru að hitta líka,“ sagði Helgi. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Næsti leikur Valsmanna er á móti Tindastól í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan 19.05.
Subway-deild karla Valur Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira