„Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. janúar 2024 22:10 Pavel var ekki kátur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls töpuðu sínum fjórða leik í röð í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið lá á útivelli gegn Val, lokatölur í N1-höllinni 90-79. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, eyddi drjúgum tíma með liði sínu inni í klefa áður en hann kom í viðtal og var því búinn að hafa smá tíma til að leggja mat á það hvað klikkaði í kvöld. „Það var margt, leikskipulagslega séð. En fyrst og fremst það sem klúðraði þessum leik er skortur á sjálfstrausti; einstaklings, sem lið, sem hópur, þá skortir trúna og skilning á hvað við erum og hvað þeir geta sem einstaklingar og sem lið. Það var, og er, stærsta vandamálið okkar núna.“ Stólarnir áttu mörg áhlaup í leiknum en náðu aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Pavel sagði að hans menn væru einfaldlega illa þjakaðir af skorti á sjálfstrausti. „Í hvert einasta skipti sem þetta áhlaup kom hjá okkur þá er það sama. Það breytist ekkert mikið hjá Val eða okkar andstæðingum. Það er eins og við bara hreinlega trúum því ekki sjálfir að við getum klárað. Það er eins og við trúum því ekki „Heyrðu við getum bara haldið áfram að gera þetta!“ og í það minnsta þá gert þetta að einhverjum alvöru leik.“ „Frá mínu sjónarhorni þá trúði ég ekki alveg strákunum þegar þetta er að gerast. Þetta endurspeglast allt í þessu sjálfstrausti sem okkur skortir núna. „Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið.“ Spurður að því hvort það yrðu mögulega þung skref að mæta í kaupfélagið á Sauðárkróki á morgun játti Pavel því en sagði pressuna einfaldlega vera hluti af starfinu. „Já, eflaust. Það er náttúrulega bara það sem fylgir því að þjálfa Tindastól, þú þarft bara að „díla“ við það. Það er bara hluti af þessu. Stór hluti af mínu starfi. Það er bara mitt verk núna að rífa sjálfstraustið upp, bæði hjá þessum leikmönnum, hjá liðinu, öllum í kringum þetta.“ Pavel er þó ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát, það sé einfaldlega ekkert annað í stöðunni en að ná vopnum sínum á ný og kæta Skagfirðinga alla. Ég hef sagt þetta áður og ég segi það aftur að við eigum bara ekki annarra kosta völ en að halda áfram og reyna að komast á þann stað að okkur líði vel með sjálfa okkur. Ef okkur líður vel með sjálfa okkur þá spilum við vel. Þá vinnum við og þá er kaupfélagið ánægt líka!“ Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, eyddi drjúgum tíma með liði sínu inni í klefa áður en hann kom í viðtal og var því búinn að hafa smá tíma til að leggja mat á það hvað klikkaði í kvöld. „Það var margt, leikskipulagslega séð. En fyrst og fremst það sem klúðraði þessum leik er skortur á sjálfstrausti; einstaklings, sem lið, sem hópur, þá skortir trúna og skilning á hvað við erum og hvað þeir geta sem einstaklingar og sem lið. Það var, og er, stærsta vandamálið okkar núna.“ Stólarnir áttu mörg áhlaup í leiknum en náðu aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Pavel sagði að hans menn væru einfaldlega illa þjakaðir af skorti á sjálfstrausti. „Í hvert einasta skipti sem þetta áhlaup kom hjá okkur þá er það sama. Það breytist ekkert mikið hjá Val eða okkar andstæðingum. Það er eins og við bara hreinlega trúum því ekki sjálfir að við getum klárað. Það er eins og við trúum því ekki „Heyrðu við getum bara haldið áfram að gera þetta!“ og í það minnsta þá gert þetta að einhverjum alvöru leik.“ „Frá mínu sjónarhorni þá trúði ég ekki alveg strákunum þegar þetta er að gerast. Þetta endurspeglast allt í þessu sjálfstrausti sem okkur skortir núna. „Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið.“ Spurður að því hvort það yrðu mögulega þung skref að mæta í kaupfélagið á Sauðárkróki á morgun játti Pavel því en sagði pressuna einfaldlega vera hluti af starfinu. „Já, eflaust. Það er náttúrulega bara það sem fylgir því að þjálfa Tindastól, þú þarft bara að „díla“ við það. Það er bara hluti af þessu. Stór hluti af mínu starfi. Það er bara mitt verk núna að rífa sjálfstraustið upp, bæði hjá þessum leikmönnum, hjá liðinu, öllum í kringum þetta.“ Pavel er þó ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát, það sé einfaldlega ekkert annað í stöðunni en að ná vopnum sínum á ný og kæta Skagfirðinga alla. Ég hef sagt þetta áður og ég segi það aftur að við eigum bara ekki annarra kosta völ en að halda áfram og reyna að komast á þann stað að okkur líði vel með sjálfa okkur. Ef okkur líður vel með sjálfa okkur þá spilum við vel. Þá vinnum við og þá er kaupfélagið ánægt líka!“
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira