„Við þurfum ekki að stoppa hann“ Atli Arason skrifar 26. janúar 2024 23:00 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni eftir níu stiga sigur á Stjörnunni í 15. umferð Subway-deild karla í kvöld, 97-89. Remy Martin var nær óstöðvandi en hann var með 47% skotnýtingu í 21 skoti utan af velli og 85% nýtingu í 7 vítaskotum. Martin gerði alls 31 stig í leiknum. Remy Martin leiðir lið Keflavíkur bæði í stigum og stoðsendingum á tímabilinuVísir/Bára „Það góða við það er að við þurfum ekki að stoppa hann, nema á æfingum. Hann er frábær leikmaður og frábær liðsfélagi. Hann gerir okkur miklu betri sóknarlega og það sést oft þegar hann fer útaf vellinum að þá verður þetta svolítið hægara hjá okkur og fyrirsjáanlegra. Hann er bara geggjaður,“ sagði Pétur, aðspurður út í Martin. Níu stiga sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að Keflavík er með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni, sem Pétur telur sérstaklega mikilvægt þegar deildin er eins jöfn og raun ber vitni. „Þetta var góður liðssigur, við töpuðum með sex í síðasta leik og núna erum við með innbyrðis á þá sem er jákvætt,“ sagði Pétur áður en hann bætti við. „Þegar það veður talið upp úr kössunum eftir 22 leiki þá getur þetta [innbyrðis] munað um það hvort þú færð heimaleik í 3. sæti eða útileik í 7. sæti. Þannig þetta er gríðarlega mikilvægt“ Pétur var sérstaklega ánægður með varnarleik sinna manna í leiknum. „Varnarlega vorum við að spila þokkalega, við náðum ágætis stoppum á þá oft á köflum. Þeir skoruðu 14 stig í síðasta leikhluta sem er sterkt. Síðan voru menn að spila vel saman sóknarlega. Ég var samt að skoða tölfræðina og þeir ná að taka 47 fráköst og við 31, þannig þeir eru að fá alveg fullt af auka sóknum bara út frá fráköstunum, sem gerir þennan sigur enn þá glæsilegri fyrir okkur.“ Framundan hjá Keflvíkingum er leikur gegn Haukum í 16. umferð. Pétur kveðst afar spenntur fyrir því að fylgjast með einvígi Danero Thomas og Everage Lee Richardson í þeirri viðureign. „Everage er kominn í Hauka og Danero er hjá okkur. Þetta eru tveir leikmenn sem ég hef verið að þjálfa lengi. Þetta verða kannski síðustu leikirnir hjá þessum gaurum og það verður bara geggjað að fá að horfa á þá. Við þurfum að taka þetta sigurhugarfar með okkur inn í Hauka leikinn og þá eigum við möguleika á að vinna þá. Þeir eru hörku góðir og þeir eru að slípa sig saman. Þeir stefna á úrslitakeppnina og þetta verður langt frá því að verða auðveldur leikur fyrir okkur,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum. Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. 26. janúar 2024 22:53 Teitur: Með þvílíkt vopnabúr og finnst gaman að skora Teitur Örlygsson fór yfir það af hverju Remy Martin er svo illviðráðanlegur inn á vellinum en þessi frábæri bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins hefur spilað afar vel að undanförnu. 18. janúar 2024 15:00 Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Remy Martin var nær óstöðvandi en hann var með 47% skotnýtingu í 21 skoti utan af velli og 85% nýtingu í 7 vítaskotum. Martin gerði alls 31 stig í leiknum. Remy Martin leiðir lið Keflavíkur bæði í stigum og stoðsendingum á tímabilinuVísir/Bára „Það góða við það er að við þurfum ekki að stoppa hann, nema á æfingum. Hann er frábær leikmaður og frábær liðsfélagi. Hann gerir okkur miklu betri sóknarlega og það sést oft þegar hann fer útaf vellinum að þá verður þetta svolítið hægara hjá okkur og fyrirsjáanlegra. Hann er bara geggjaður,“ sagði Pétur, aðspurður út í Martin. Níu stiga sigur Keflavíkur í kvöld þýðir að Keflavík er með betri innbyrðis stöðu gegn Stjörnunni, sem Pétur telur sérstaklega mikilvægt þegar deildin er eins jöfn og raun ber vitni. „Þetta var góður liðssigur, við töpuðum með sex í síðasta leik og núna erum við með innbyrðis á þá sem er jákvætt,“ sagði Pétur áður en hann bætti við. „Þegar það veður talið upp úr kössunum eftir 22 leiki þá getur þetta [innbyrðis] munað um það hvort þú færð heimaleik í 3. sæti eða útileik í 7. sæti. Þannig þetta er gríðarlega mikilvægt“ Pétur var sérstaklega ánægður með varnarleik sinna manna í leiknum. „Varnarlega vorum við að spila þokkalega, við náðum ágætis stoppum á þá oft á köflum. Þeir skoruðu 14 stig í síðasta leikhluta sem er sterkt. Síðan voru menn að spila vel saman sóknarlega. Ég var samt að skoða tölfræðina og þeir ná að taka 47 fráköst og við 31, þannig þeir eru að fá alveg fullt af auka sóknum bara út frá fráköstunum, sem gerir þennan sigur enn þá glæsilegri fyrir okkur.“ Framundan hjá Keflvíkingum er leikur gegn Haukum í 16. umferð. Pétur kveðst afar spenntur fyrir því að fylgjast með einvígi Danero Thomas og Everage Lee Richardson í þeirri viðureign. „Everage er kominn í Hauka og Danero er hjá okkur. Þetta eru tveir leikmenn sem ég hef verið að þjálfa lengi. Þetta verða kannski síðustu leikirnir hjá þessum gaurum og það verður bara geggjað að fá að horfa á þá. Við þurfum að taka þetta sigurhugarfar með okkur inn í Hauka leikinn og þá eigum við möguleika á að vinna þá. Þeir eru hörku góðir og þeir eru að slípa sig saman. Þeir stefna á úrslitakeppnina og þetta verður langt frá því að verða auðveldur leikur fyrir okkur,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, að lokum.
Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. 26. janúar 2024 22:53 Teitur: Með þvílíkt vopnabúr og finnst gaman að skora Teitur Örlygsson fór yfir það af hverju Remy Martin er svo illviðráðanlegur inn á vellinum en þessi frábæri bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins hefur spilað afar vel að undanförnu. 18. janúar 2024 15:00 Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Stjarnan 96-87 | Öruggur sigur heimamanna Keflavík vann nokkuð öruggan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í lokaleik fimmtándu umferðar Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 96-87. 26. janúar 2024 22:53
Teitur: Með þvílíkt vopnabúr og finnst gaman að skora Teitur Örlygsson fór yfir það af hverju Remy Martin er svo illviðráðanlegur inn á vellinum en þessi frábæri bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins hefur spilað afar vel að undanförnu. 18. janúar 2024 15:00