„Máttur í sérhverri gjörð, hversu lítil sem hún er“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. janúar 2024 18:12 Gjörningurinn var skipulagður af nemendum við LungA-skólann sem er listaskóli í bænum. aðsend Samstöðuganga með Palestínu var haldin í dag á Seyðisfirði og gengið var frá félagsheimilinu Herðubreið og út fjörðinn að vinnustofum listamanna í gömlu netagerðinni. Einn þátttakandinn, hún Edda Kristín Sigurjónsdóttir, segir ekki ýkja marga hafa tekið þátt en að hver og einn hafi haft mikla nærveru. Fylkingin hafi sent hlýja strauma til Palestínumanna á Gasasvæðinu og Vesturbakkanum. „Kannski voru þetta fjörutíu. Bærinn er hérna að undirbúa sig fyrir þorrablót þannig það er heilmikið í gangi í bænum í kvöld. Ég held að uppistaðan í þessum hópi hafi verið fólk sem tengist LungA-skólanum og svo hinir og þessir,“ segir Edda. Alþjóðlegur hópur tók þátt.Aðsend Edda er með gestavinnustofu í Skaftfelli, listamiðstöðinni á Austurlandi, og hefur dvelur á Seyðisfirði um þessar mundir. Hún segir að eftir gönguna hafi þátttakendur sest í kaffi í gömlu netagerðinni og átt líflegar umræður um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það var óformlegt spjall, engin ræðuhöld eða neitt svoleiðis, en þegar fólk drekkur saman kaffi þá er margt rætt,“ segir Edda. Gjörðir einstaklingsins hafi eitthvað að segja Hún segir að rætt hafi verið hvernig einstaklingar hér á hjörum veraldar geti haft áhrif á heiminn í kringum sig. og að ákvarðanir okkar og hegðun geti skipt máli. „Við töluðum um sniðgöngu og að það geti verið máttur í sérhverri gjörð, hversu lítil sem hún er. Það er margt fólk á jörðinni þannig ef það eru fleiri sem hugsa svoleiðis, þó svo að stóru ákvarðanirnar séu teknar annars staðar, þá geta litlar gjörðir einstaklingsins líka haft eitthvað að segja,“ segir Edda. Gengið var út fjörðinn og að aðstöðu listamanna í netagerðinni gömlu.Aðsend Átök í Ísrael og Palestínu Múlaþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Einn þátttakandinn, hún Edda Kristín Sigurjónsdóttir, segir ekki ýkja marga hafa tekið þátt en að hver og einn hafi haft mikla nærveru. Fylkingin hafi sent hlýja strauma til Palestínumanna á Gasasvæðinu og Vesturbakkanum. „Kannski voru þetta fjörutíu. Bærinn er hérna að undirbúa sig fyrir þorrablót þannig það er heilmikið í gangi í bænum í kvöld. Ég held að uppistaðan í þessum hópi hafi verið fólk sem tengist LungA-skólanum og svo hinir og þessir,“ segir Edda. Alþjóðlegur hópur tók þátt.Aðsend Edda er með gestavinnustofu í Skaftfelli, listamiðstöðinni á Austurlandi, og hefur dvelur á Seyðisfirði um þessar mundir. Hún segir að eftir gönguna hafi þátttakendur sest í kaffi í gömlu netagerðinni og átt líflegar umræður um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það var óformlegt spjall, engin ræðuhöld eða neitt svoleiðis, en þegar fólk drekkur saman kaffi þá er margt rætt,“ segir Edda. Gjörðir einstaklingsins hafi eitthvað að segja Hún segir að rætt hafi verið hvernig einstaklingar hér á hjörum veraldar geti haft áhrif á heiminn í kringum sig. og að ákvarðanir okkar og hegðun geti skipt máli. „Við töluðum um sniðgöngu og að það geti verið máttur í sérhverri gjörð, hversu lítil sem hún er. Það er margt fólk á jörðinni þannig ef það eru fleiri sem hugsa svoleiðis, þó svo að stóru ákvarðanirnar séu teknar annars staðar, þá geta litlar gjörðir einstaklingsins líka haft eitthvað að segja,“ segir Edda. Gengið var út fjörðinn og að aðstöðu listamanna í netagerðinni gömlu.Aðsend
Átök í Ísrael og Palestínu Múlaþing Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira