Maður leiksins var klárlega Niclas Füllkrug sem skoraði þrjú mörk í leiknum, þar af tvö úr vítaspyrnu.
Fyrsta markið kom einmitt úr vítaspyrnu strax á 6. mínútu. Nico Schlotterbeck varð svo fyrir því óhappi að setja boltann í eigið net rétt fyrir hálfleik og jafnaði leikinn fyrir VFL Bochum.
Það kom ekki að sök, Füllkrug tók forystuna aftur fyrir Dortmund á 72. mínútu eftir góðan undirbúning Marcel Sabitzer. Füllkrug fullkomnaði svo þrennuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.
Niclas Füllkrug has now scored the same amount of Bundesliga hat-tricks as Erling Haaland and Pierre-Emerick Aubameyang (3).
— Squawka (@Squawka) January 28, 2024
A hat-trick of hat-tricks. 🎩🎩🎩 pic.twitter.com/AixZOWPqLs
Dortmund hefur því náð í 36 stig á tímabilinu og vann sig upp í 4. sæti deildarinnar með þessum sigri, stigi á eftir Stuttgart í 3. sætinu og þremur stigum á undan Leipzig í 5. sætinu.
Það er þó enn nokkuð langt upp á topp, Bayer Leverkusen trónir þar með 49 stig, tveimur stigum á undan Bayern Munchen.