Laun hækkað um tíu prósent en kaupmáttur aðeins eitt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2024 18:25 Laun hafa haldið í við verðlagið, en ekki mikið meira en það. Vísir/Vilhelm Launavísitala hækkaði um 9,8 prósent á milli áranna 2022 og 2023 en kaupmáttur launa jókst um eitt prósent á sama tíma. Síðustu ár hafa laun sölu- og afgreiðslufólks hækkað mest en laun stjórnenda og sérfræðinga minnst. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem birt var í dag, og unnin af starfsfólki hagfræðideildar bankans. Þar segir að launavísitalan hafi ekki hækkað jafn mikið á einu ári frá árinu 2016, en þá nam hækkunin rúmum ellefu prósentum. Þá segir að launahækkanir á fyrri hluta síðasta árs megi rekja til kjarasamninga sem gerðir voru í byrjun ársins og undir lok síðasta árs. Viðræðurnar hafi teygt sig fram yfir mitt ár og launahækkanirnar því komið smám saman inn í vísitöluna. Á seinni hluta ársins varð launaskrið í hverjum mánuði á bilinu 0,2 prósent til 0,9 prósent. Allt önnur staða en 2016 „Launaþróun segir þó aðeins hálfa söguna og til þess að átta sig á þróun lífskjara er hjálplegra að horfa á kaupmátt launa, þ.e. hversu mikið af vörum og þjónustu hægt er að kaupa fyrir launin. Árið 2016 hækkuðu laun um 11,4 prósent og kaupmáttur þeirra jókst um 9,5 prósent, enda var verðbólga þá óvenjulítil. Á síðasta ári hækkaði verðlag um 8,7 prósent á meðan laun hækkuðu um 9,8 prósent og kaupmáttur jókst því aðeins um rúmt eitt prósent,“ segir í Hagsjánni. Vísitala kaupmáttar hafi því haldist nokkuð stöðug síðustu árin þótt launavísitalan hafi hækkað hratt. Launin hafi þannig lítið annað gert en að halda í við verðlag, en á sama tíma átt þátt í að viðhalda því. Spenna kyndi undir hækkanir Þá kemur fram að þrálát verðbólga myndi verða til þess fallin að auka hættuna á að víxlverkun hækkandi launa og verðlags festist í sessi. „Væntingar um verðbólgu hafa einnig mikið að segja. Ef launafólk sér fram á áframhaldandi verðbólgu má búast við að það krefjist meiri launahækkana en ella til þess að verja kaupmátt. Ef fyrirtæki búast við hækkandi verðlagi og hækkandi launum eru þau líklegri til að verðsetja vörur hærra.“ Eins kemur fram að spenna á vinnumarkaði kyndi undir launahækkanir, og þar með verðbólguþrýsting, þar sem launafólk sé í betri samningsstöðu á spenntum vinnumarkaði. Laun stjórnenda hækkað minnst Í Hagsjánni er farið yfir launaþróun frá mars 2019, rétt áður en lífskjarasamningar voru samþykktir, og fram í október 2023. Þróunin er sundurliðuð eftir starfsstéttum og atvinnugreinum. Á tímabilinu sem um ræðir hafa laun hækkað mest í greinum tengdum veitinga- og gistirekstri. Launahækkanir hjá þjónustu-. sölu- og afgreiðslufólki hafa hækkað mest, eða um 51,9 prósent. Skammt á eftir eru laun verkafólks sem hækkað hafa um 51,4 prósent. Minnstar eru hækkanirnar meðal sérfræðinga, um 34,5 prósent, og stjórnenda. Laun þeirra hafa hækkað um 28,3 prósent. „Þessi munur á launaþróun ólíkra starfstétta og atvinnugreina er ekki tilviljun. Á tímabilinu sem hér er til skoðunar hefur markmið kjarasamninga, sérstaklega lífskjarasamninganna, verið að hækka hlutfallslega mest laun þeirra launalægstu, svo sem með krónutöluhækkunum og þaki á launahækkanir. Á sama tíma hefur verið kröftug eftirspurn eftir starfsfólki í greinum tengdum ferðaþjónustunni, svo sem gisti- og veitingarekstri, sem ýtir sérstaklega undir launahækkanir í þeim geira, og minnst eftirspurn eftir starfsfólki í fjármála- og tryggingastarfsemi. Um þessar mundir virðist eftirspurn eftir starfsfólki þó mest í byggingariðnaði og næstmest iðnaði og framleiðslu. Hlutfallsleg launaþróun ólíkra hópa hefur þó verið nokkuð jafnari eftir síðustu kjaraviðræður en á tímabilinu frá 2019 og fram að síðustu áramótum. Í lok janúar losna kjarasamningar á stærstum hluta vinnumarkaðarins eftir stutt samningstímabil. Enn ríkir mikil óvissa um framhaldið og útlit fyrir að viðræður Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stærstu félaga ASÍ séu í hnút þótt þær hafi á tímabili virst ganga vel.“ Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem birt var í dag, og unnin af starfsfólki hagfræðideildar bankans. Þar segir að launavísitalan hafi ekki hækkað jafn mikið á einu ári frá árinu 2016, en þá nam hækkunin rúmum ellefu prósentum. Þá segir að launahækkanir á fyrri hluta síðasta árs megi rekja til kjarasamninga sem gerðir voru í byrjun ársins og undir lok síðasta árs. Viðræðurnar hafi teygt sig fram yfir mitt ár og launahækkanirnar því komið smám saman inn í vísitöluna. Á seinni hluta ársins varð launaskrið í hverjum mánuði á bilinu 0,2 prósent til 0,9 prósent. Allt önnur staða en 2016 „Launaþróun segir þó aðeins hálfa söguna og til þess að átta sig á þróun lífskjara er hjálplegra að horfa á kaupmátt launa, þ.e. hversu mikið af vörum og þjónustu hægt er að kaupa fyrir launin. Árið 2016 hækkuðu laun um 11,4 prósent og kaupmáttur þeirra jókst um 9,5 prósent, enda var verðbólga þá óvenjulítil. Á síðasta ári hækkaði verðlag um 8,7 prósent á meðan laun hækkuðu um 9,8 prósent og kaupmáttur jókst því aðeins um rúmt eitt prósent,“ segir í Hagsjánni. Vísitala kaupmáttar hafi því haldist nokkuð stöðug síðustu árin þótt launavísitalan hafi hækkað hratt. Launin hafi þannig lítið annað gert en að halda í við verðlag, en á sama tíma átt þátt í að viðhalda því. Spenna kyndi undir hækkanir Þá kemur fram að þrálát verðbólga myndi verða til þess fallin að auka hættuna á að víxlverkun hækkandi launa og verðlags festist í sessi. „Væntingar um verðbólgu hafa einnig mikið að segja. Ef launafólk sér fram á áframhaldandi verðbólgu má búast við að það krefjist meiri launahækkana en ella til þess að verja kaupmátt. Ef fyrirtæki búast við hækkandi verðlagi og hækkandi launum eru þau líklegri til að verðsetja vörur hærra.“ Eins kemur fram að spenna á vinnumarkaði kyndi undir launahækkanir, og þar með verðbólguþrýsting, þar sem launafólk sé í betri samningsstöðu á spenntum vinnumarkaði. Laun stjórnenda hækkað minnst Í Hagsjánni er farið yfir launaþróun frá mars 2019, rétt áður en lífskjarasamningar voru samþykktir, og fram í október 2023. Þróunin er sundurliðuð eftir starfsstéttum og atvinnugreinum. Á tímabilinu sem um ræðir hafa laun hækkað mest í greinum tengdum veitinga- og gistirekstri. Launahækkanir hjá þjónustu-. sölu- og afgreiðslufólki hafa hækkað mest, eða um 51,9 prósent. Skammt á eftir eru laun verkafólks sem hækkað hafa um 51,4 prósent. Minnstar eru hækkanirnar meðal sérfræðinga, um 34,5 prósent, og stjórnenda. Laun þeirra hafa hækkað um 28,3 prósent. „Þessi munur á launaþróun ólíkra starfstétta og atvinnugreina er ekki tilviljun. Á tímabilinu sem hér er til skoðunar hefur markmið kjarasamninga, sérstaklega lífskjarasamninganna, verið að hækka hlutfallslega mest laun þeirra launalægstu, svo sem með krónutöluhækkunum og þaki á launahækkanir. Á sama tíma hefur verið kröftug eftirspurn eftir starfsfólki í greinum tengdum ferðaþjónustunni, svo sem gisti- og veitingarekstri, sem ýtir sérstaklega undir launahækkanir í þeim geira, og minnst eftirspurn eftir starfsfólki í fjármála- og tryggingastarfsemi. Um þessar mundir virðist eftirspurn eftir starfsfólki þó mest í byggingariðnaði og næstmest iðnaði og framleiðslu. Hlutfallsleg launaþróun ólíkra hópa hefur þó verið nokkuð jafnari eftir síðustu kjaraviðræður en á tímabilinu frá 2019 og fram að síðustu áramótum. Í lok janúar losna kjarasamningar á stærstum hluta vinnumarkaðarins eftir stutt samningstímabil. Enn ríkir mikil óvissa um framhaldið og útlit fyrir að viðræður Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stærstu félaga ASÍ séu í hnút þótt þær hafi á tímabili virst ganga vel.“
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Fjármál heimilisins Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira