„Ríkisstjórnin eyðir eins og drukkinn sjómaður“ Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2024 13:19 Helst var á Þórdísi Kolbrúnu að heyra að hún væri sammála Hönnu Katrínu, en það gæti reynst örðugt að koma við niðurskurði í þriggja flokka samstarfi. Með öðrum orðum, samstarfsflokkarnir Framsókn og Vinstri græn mega ekki heyra á það minnst. vísir/ívar fannar Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn sótti mjög að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra á þingi í morgun. Hanna Katrín sagði ríkisfjármálin í ólestri og með áframhaldandi óbreyttri nálgun væru að eins tvær leiðir færar: Hærri skattar á millistéttina eða auknar skuldir sem næsta kynslóð þarf að borga. Hvoru tveggja er ótækt. Hanna Katrín vitnaði þá í Heiðar Guðjónsson fjárfesti sem gaf ríkisstjórninni þessa einkunn í Bítinu í morgun: „Hún eyðir eins og drukkinn sjómaður, alveg sama hvað gerist, það er ekkert sem stoppar.“ Þetta sagði Hanna Katrín laukrétt, útgjöld hafi aukist en hvað stendur eftir? „Hefur þjónustan í heilbrigðiskerfinu batnað, í skólakerfinu, í samgöngum? Svarið við þessu er nei. Meira að segja í blússandi hagvexti var ríkissjóður rekinn með halla og allir sem hafa komið nálægt rekstri vita að aðhald þarf að vera stöðugt og markvisst, líka á góðu árunum, sérstaklega á góðu árunum, því annars er erfitt að komast í gegnum þau mögru.“ Er ekki tímabært að skera í efstu lögum? Hanna Katrín hélt áfram og gaf ekki þumlung eftir. Saga ríkisstjórnarinnar væri ófögur og það drægi óneitanlega úr trúverðugleika þegar Þórdís segist vilja viðhalda ábyrgri fjármálastefnu og ábyrgri efnahagsstefnu. Hanna Katrín þjarmaði að fjármálaráðherra og vitnaði meðal annars til orða Heiðars Guðjónssonar sem sagði ríkisstjórnina eyða eins og drukkinn sjómaður væri.vísir/ívar fannar „Hvar ætlar ráðherra að skera niður? Hvar ætlar ráðherra að draga úr vexti báknsins án þess að það komi niður á grunnþjónustunni? Ætlar ráðherra loksins að fara að forgangsraða útgjöldum með hagsmuni almennings í huga? Ætlar ráðherra loksins að fara að skera af efstu lögum stjórnsýslunnar?“ Hanna Katrín sagði tímabært að stjórnvöld gæfu skýr svör hvað þetta varðar. Þórdís Kolbrún var til svara og sagði vinnu við fjármálaáætlun yfirstandandi en hún verði lögð fram á þinginu þegar fram líða stundir. Þar er auðvitað ýmislegt sem Hanna Katrín nefnir til umfjöllunar. En það „þurfi auðvitað að fara sína leið í þriggja flokka samstarfi“. Þórdís Kolbrún vill skera niður en í þriggja flokka samstarfi er það erfitt Þórdís lýsti sig þá ósammála því að þjónusta í heilbrigðiskerfinu hafi ekki batnað. En ef við gefum okkur að svo sé þá sé það ekki vegna niðurskurðar. Ýmislegt annað þurfi að koma til. Þórdís Kolbrún sagði að á Íslandi, sem teldu 400 þúsund íbúa, væru 164 stofnanir. Þjóðin er að sligast.vísir/ívar fannar „Við erum með þriggja prósenta aðhaldskröfu á Stjórnarráðið og svo hin almennu tvö prósent. Ég hef áður nefnt í þessum stól að við erum með 164 stofnanir í þessu landi með tæplega 400.000 manns. Í því felst sóun, í því felst óþarfayfirbygging í allt of mörgum stofnunum og breytingar á því myndu ekki skerða þjónustu við fólk sem á þjónustunni þarf að halda,“ sagði Þórdís. Þá sagði hún ríkið sitja á miklu magni fasteigna sem hún myndi vilja leggja mikla áherslu á að ríkið losaði sig einfaldlega undan. „Við sitjum líka á þróunarreitum og þar er spurning: Er ríkisvaldið best til þess fallið að auka virði þeirra og selja þá svo eða eigum við að selja þá og láta aðra um það? Það getur verið mismunandi sýn á það.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hanna Katrín sagði ríkisfjármálin í ólestri og með áframhaldandi óbreyttri nálgun væru að eins tvær leiðir færar: Hærri skattar á millistéttina eða auknar skuldir sem næsta kynslóð þarf að borga. Hvoru tveggja er ótækt. Hanna Katrín vitnaði þá í Heiðar Guðjónsson fjárfesti sem gaf ríkisstjórninni þessa einkunn í Bítinu í morgun: „Hún eyðir eins og drukkinn sjómaður, alveg sama hvað gerist, það er ekkert sem stoppar.“ Þetta sagði Hanna Katrín laukrétt, útgjöld hafi aukist en hvað stendur eftir? „Hefur þjónustan í heilbrigðiskerfinu batnað, í skólakerfinu, í samgöngum? Svarið við þessu er nei. Meira að segja í blússandi hagvexti var ríkissjóður rekinn með halla og allir sem hafa komið nálægt rekstri vita að aðhald þarf að vera stöðugt og markvisst, líka á góðu árunum, sérstaklega á góðu árunum, því annars er erfitt að komast í gegnum þau mögru.“ Er ekki tímabært að skera í efstu lögum? Hanna Katrín hélt áfram og gaf ekki þumlung eftir. Saga ríkisstjórnarinnar væri ófögur og það drægi óneitanlega úr trúverðugleika þegar Þórdís segist vilja viðhalda ábyrgri fjármálastefnu og ábyrgri efnahagsstefnu. Hanna Katrín þjarmaði að fjármálaráðherra og vitnaði meðal annars til orða Heiðars Guðjónssonar sem sagði ríkisstjórnina eyða eins og drukkinn sjómaður væri.vísir/ívar fannar „Hvar ætlar ráðherra að skera niður? Hvar ætlar ráðherra að draga úr vexti báknsins án þess að það komi niður á grunnþjónustunni? Ætlar ráðherra loksins að fara að forgangsraða útgjöldum með hagsmuni almennings í huga? Ætlar ráðherra loksins að fara að skera af efstu lögum stjórnsýslunnar?“ Hanna Katrín sagði tímabært að stjórnvöld gæfu skýr svör hvað þetta varðar. Þórdís Kolbrún var til svara og sagði vinnu við fjármálaáætlun yfirstandandi en hún verði lögð fram á þinginu þegar fram líða stundir. Þar er auðvitað ýmislegt sem Hanna Katrín nefnir til umfjöllunar. En það „þurfi auðvitað að fara sína leið í þriggja flokka samstarfi“. Þórdís Kolbrún vill skera niður en í þriggja flokka samstarfi er það erfitt Þórdís lýsti sig þá ósammála því að þjónusta í heilbrigðiskerfinu hafi ekki batnað. En ef við gefum okkur að svo sé þá sé það ekki vegna niðurskurðar. Ýmislegt annað þurfi að koma til. Þórdís Kolbrún sagði að á Íslandi, sem teldu 400 þúsund íbúa, væru 164 stofnanir. Þjóðin er að sligast.vísir/ívar fannar „Við erum með þriggja prósenta aðhaldskröfu á Stjórnarráðið og svo hin almennu tvö prósent. Ég hef áður nefnt í þessum stól að við erum með 164 stofnanir í þessu landi með tæplega 400.000 manns. Í því felst sóun, í því felst óþarfayfirbygging í allt of mörgum stofnunum og breytingar á því myndu ekki skerða þjónustu við fólk sem á þjónustunni þarf að halda,“ sagði Þórdís. Þá sagði hún ríkið sitja á miklu magni fasteigna sem hún myndi vilja leggja mikla áherslu á að ríkið losaði sig einfaldlega undan. „Við sitjum líka á þróunarreitum og þar er spurning: Er ríkisvaldið best til þess fallið að auka virði þeirra og selja þá svo eða eigum við að selja þá og láta aðra um það? Það getur verið mismunandi sýn á það.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira