Willum var að vanda í byrjunarliði Go Ahead en fyrsta mark leiksins kom á 37. mínútu og var það Oliver Edvardsen sem skoraði markið og var staðan 0-1 í hálfleik.
Staðan var 0-1 þar til í uppbótartíma en þá dró heldur betur til tíðinda. Willum Þór fékk að líta beint rautt eftir og var Go Ahead því einum manni færri síðustu mínúturnar.
Það virtist þó ekki skipta máli þar sem annað mark liðsins kom aðeins einni mínútu síðar þegar Jakob Breum skoraði og gerði út um leikinn.
Eftir leikinn er Go Ahead Eagles í sjötta sætinu með 30 stig.