Guðni leysir Guðjón af hólmi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2024 09:21 Guðni Aðalsteinsson hefur gegnt framkvæmdastjórastöðu hjá Dohan Bank frá árinu 2019 þar sem hann hefur verið yfir fjárstýringu og fjárfestingum bankans. Hann var meðal stjórnenda Kaupþings banka fram að fjármálahruninu 2008. Guðni Aðalsteinsson verður forstjóri Reita fasteignafélags. Hann tekur við starfinu af Guðjóni Auðunssyni sem lætur af starfi eftir þrettán ár í forstjórastól. Stólaskiptin verða þann 1. apríl. Guðni er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá háskólanum í Cambridge. Hann hefur jafnframt lokið diplómu í fjárfestingum frá Harvard viðskiptaháskólanum og er um þessar mundir í doktorsnámi við UBIS viðskiptaháskólann í Genf. Guðni hefur víðtæka reynslu af rekstri og stjórnunarstörfum. Hann kemur til Reita frá Doha Bank, þriðja stærsta viðskiptabanka Katar, þar sem hann gengdi stöðu forstjóra og þar áður stöðu framkvæmdastjóra fjárfestinga og fjárstýringar bankans. Hann hefur á ferli sínum gegnt fjölþættum stjórnunarstöðum á Íslandi, Englandi, Þýskalandi og Katar. Guðni var á meðal stjórnenda Kaupþings banka þangað til hann féll haustið 2008. Hann var í fyrra ráðinn tímabundið sem forstjóri Doha Bank, sem er einn stærsti bankinn í Katar. Guðni gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá Dohan Bank frá árinu 2019 þar sem hann var yfir fjárstýringu og fjárfestingum bankans en hann var með eignir upp á samtals rúmlega 28 milljarða Bandaríkjadali í árslok 2021. Þar á undan var Guðni framkvæmdastjóri fjármálasviðs fjártæknifyrirtækisins Alva, sem rak Netgíró, Aktiva og Inkasso, um skamma hríð en áður hefur hann meðal annars starfað hjá breska fjármálafyrirtækinu Legal & General, Allied Irish Bank, Lehman Brothers, Credit Suisse og breska fjármálaeftirlitinu. „Það er eru forréttindi að vera valinn til að leiða hóp framúrskarandi starfsfólks Reita í þeirri umfangsmiklu uppbyggingu félagsins sem framundan er. Staða fyrirtækisins sem öflugasta fasteignafélags landsins er sérstaklega traust og það vel í stakk búið að taka næstu skref sem leiðandi afl í þróun fasteigna og fleiri innviða. Ég tel að félagið sé í einstakri stöðu til að mæta vaxandi þörfum opinberra aðila fyrir uppbyggingu samfélagslegra innviða sem og húsnæðis á almennum markaði fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Ég þakka stjórn Reita traustið sem mér er sýnt og hlakka til að hefja störf,“ segir Guðni. Þórarinn V. Þórarinsson er stjórnarformaður Reita. „Reitum er mikill fengur að því að fá notið víðtækrar reynslu og þekkingar Guðna nú þegar við blasa afar fjölbreytt og áhugaverð sóknarfæri til þróunar á starfsemi félagins. Hann kemur til starfa úr kröfuhörðu alþjóðlegu umhverfi með áherslur og sýn m.a. um sjálfbærni, sem vel falla að stefnumótun félagsins um uppbyggingu, þjónustu og arðsemi. Guðni er vel til þess fallinn að nýta krafta félagsins og leiða það inn í nýtt uppbyggingarskeið til að svara nýjum þörfum og áskorunum.“ Tilkynnt var um starfslok Guðjóns í apríl. „Í dag standa Reitir traustum fótum, eignasafn félagsins samanstendur af vönduðum eignum á góðum staðsetningum þar sem umgjörð er sköpuð um fjölbreytta atvinnustarfsemi. Þá býr félagið að afar áhugaverðum möguleikum varðandi fasteignaþróun. Það hafa verið forréttindi að fá að leiða þetta félag síðastliðin 13 ár með hópi frábærra samstarfsmanna. Allt hefur sinn tíma og að mínu mati er rétt að stíga til hliðar núna og eftirláta öðrum að leiða þau spennandi verkefni sem framundan eru hjá Reitum. Ég óska starfsmönnum, stjórn, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum félagsins alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Guðjón í tilkynningu í desember. Reitir fasteignafélag Vistaskipti Tengdar fréttir Guðjón hættir sem forstjóri í apríl Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins 1. apríl næstkomandi. Hættir hann í framhaldi af aðalfundi félagsins sem fram fer 6. mars. 14. desember 2023 07:24 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Guðni er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá háskólanum í Cambridge. Hann hefur jafnframt lokið diplómu í fjárfestingum frá Harvard viðskiptaháskólanum og er um þessar mundir í doktorsnámi við UBIS viðskiptaháskólann í Genf. Guðni hefur víðtæka reynslu af rekstri og stjórnunarstörfum. Hann kemur til Reita frá Doha Bank, þriðja stærsta viðskiptabanka Katar, þar sem hann gengdi stöðu forstjóra og þar áður stöðu framkvæmdastjóra fjárfestinga og fjárstýringar bankans. Hann hefur á ferli sínum gegnt fjölþættum stjórnunarstöðum á Íslandi, Englandi, Þýskalandi og Katar. Guðni var á meðal stjórnenda Kaupþings banka þangað til hann féll haustið 2008. Hann var í fyrra ráðinn tímabundið sem forstjóri Doha Bank, sem er einn stærsti bankinn í Katar. Guðni gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá Dohan Bank frá árinu 2019 þar sem hann var yfir fjárstýringu og fjárfestingum bankans en hann var með eignir upp á samtals rúmlega 28 milljarða Bandaríkjadali í árslok 2021. Þar á undan var Guðni framkvæmdastjóri fjármálasviðs fjártæknifyrirtækisins Alva, sem rak Netgíró, Aktiva og Inkasso, um skamma hríð en áður hefur hann meðal annars starfað hjá breska fjármálafyrirtækinu Legal & General, Allied Irish Bank, Lehman Brothers, Credit Suisse og breska fjármálaeftirlitinu. „Það er eru forréttindi að vera valinn til að leiða hóp framúrskarandi starfsfólks Reita í þeirri umfangsmiklu uppbyggingu félagsins sem framundan er. Staða fyrirtækisins sem öflugasta fasteignafélags landsins er sérstaklega traust og það vel í stakk búið að taka næstu skref sem leiðandi afl í þróun fasteigna og fleiri innviða. Ég tel að félagið sé í einstakri stöðu til að mæta vaxandi þörfum opinberra aðila fyrir uppbyggingu samfélagslegra innviða sem og húsnæðis á almennum markaði fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Ég þakka stjórn Reita traustið sem mér er sýnt og hlakka til að hefja störf,“ segir Guðni. Þórarinn V. Þórarinsson er stjórnarformaður Reita. „Reitum er mikill fengur að því að fá notið víðtækrar reynslu og þekkingar Guðna nú þegar við blasa afar fjölbreytt og áhugaverð sóknarfæri til þróunar á starfsemi félagins. Hann kemur til starfa úr kröfuhörðu alþjóðlegu umhverfi með áherslur og sýn m.a. um sjálfbærni, sem vel falla að stefnumótun félagsins um uppbyggingu, þjónustu og arðsemi. Guðni er vel til þess fallinn að nýta krafta félagsins og leiða það inn í nýtt uppbyggingarskeið til að svara nýjum þörfum og áskorunum.“ Tilkynnt var um starfslok Guðjóns í apríl. „Í dag standa Reitir traustum fótum, eignasafn félagsins samanstendur af vönduðum eignum á góðum staðsetningum þar sem umgjörð er sköpuð um fjölbreytta atvinnustarfsemi. Þá býr félagið að afar áhugaverðum möguleikum varðandi fasteignaþróun. Það hafa verið forréttindi að fá að leiða þetta félag síðastliðin 13 ár með hópi frábærra samstarfsmanna. Allt hefur sinn tíma og að mínu mati er rétt að stíga til hliðar núna og eftirláta öðrum að leiða þau spennandi verkefni sem framundan eru hjá Reitum. Ég óska starfsmönnum, stjórn, viðskiptavinum og öðrum hagaðilum félagsins alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Guðjón í tilkynningu í desember.
Guðni gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá Dohan Bank frá árinu 2019 þar sem hann var yfir fjárstýringu og fjárfestingum bankans en hann var með eignir upp á samtals rúmlega 28 milljarða Bandaríkjadali í árslok 2021. Þar á undan var Guðni framkvæmdastjóri fjármálasviðs fjártæknifyrirtækisins Alva, sem rak Netgíró, Aktiva og Inkasso, um skamma hríð en áður hefur hann meðal annars starfað hjá breska fjármálafyrirtækinu Legal & General, Allied Irish Bank, Lehman Brothers, Credit Suisse og breska fjármálaeftirlitinu.
Reitir fasteignafélag Vistaskipti Tengdar fréttir Guðjón hættir sem forstjóri í apríl Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins 1. apríl næstkomandi. Hættir hann í framhaldi af aðalfundi félagsins sem fram fer 6. mars. 14. desember 2023 07:24 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Guðjón hættir sem forstjóri í apríl Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins 1. apríl næstkomandi. Hættir hann í framhaldi af aðalfundi félagsins sem fram fer 6. mars. 14. desember 2023 07:24