Enn um málefni Þóru Tómasdóttur á RUV Gunnar Ármannsson skrifar 5. febrúar 2024 10:00 Hermt er að mikil ólga sé innan RUV vegna umfjöllunar Þóru Tómasdóttur í þættinum „Þetta helst“ á RUV um Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlækni. Sumum heimildaramönnum finnst sem hún hafi farið offari í umfjöllun sinni um plastbarkamálið og tilraunir hennar til að sverta mannorð Tómasar. Jafnvel svo að henni sé ekki sætt sem starfsmanni fjölmiðilsins. Hafa einhverjir samstarfsmenn hennar haft á orði að hún sé að misnota aðstöðu sína til að koma höggi á Tómas af persónulegum ástæðum. Sagt er að hún beri kaldan hug til Tómasar vegna væringa innan Ferðafélags Íslands. Vegna nálægðar hafa heimildarmenn ekki viljað koma fram undir nafni. Haft er eftir Þóru í DV.is þann 4. febrúar sl. að umfjöllunin hafi verið unnin að „ígrunduðu“ máli. Janframt að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt að sakleysi Tómasar heldur stöðu hans innan spítalans á þeim tíma sem fréttin var unnin. Með þessum orðum virðist Þóra vera að staðfesta þær ásakanir sem á hana eru bornar. Ekkert nýtt hafði komið fram um stöðu Tómasar vegna plastbarkamálsins þegar umfjöllunin átti sér stað. Því hljóta það að vera aðrar „ígrundaðar“ ástæður sem voru kveikjan að umfjölluninni. Fullyrðing Þóru í DV.is um að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt eða sakleysi Tómasar stenst ekki skoðun. Í lok þáttarins, þann 3. janúar sl.,endaði hún þáttinn með að spyrja hvort ekki þyrfti að rannsaka aðkomu annarra sem tóku þátt í aðgerðinni þegar fyrir lægi að búið væri að dæma Paolo Macchiarini fyrir sinn þátt í aðgerðinni. Viðmælandi Þóru bætti því við að málið hefði aldrei komið til kasta lögreglu hér heima. Í þættinum „Þetta helst“ þann 19. janúar sl. var Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, til viðtals við Þóru. Þar gerði Þóra ítrekaðar tilraunir til þess að reyna að láta málið snúast um Tómas persónulega og spurði hvort ekki væri betra fyrir hann að fá að hreinsa sig af ásökunum og fá almennilega rannsókn á því hvort lög hefðu verið brotin. Um þetta má lesa betur í grein Ólafs Haukssonar á visir.is. frá 4. febrúar sl. Málsvörn Þóru verður heldur aumkunarverð þegar ofangreint er skoðað. Og að enda síðan á því að fullyrða að ekkert sem fram hafi komið í þættinum hafi verið borið til baka af spítalanum sem sérstaka málsvörn er dapurt. Hvað átti spítalinn að bera til baka? Annars vegar slúðursögur og fabúlasjónir þáttastjórnanda og viðmælanda hennar og hins vegar frásagnir af ótengdum málum sem vitað er að áttu sér stað? Það er eftirtektarvert sem haft er eftir Fanneyju Birnu Jónsdóttur, dagskrárstjóra Rásar 1, í frétt DV um málið þann 4. febrúar sl. Þar fullyrðir hún að innan RUV sé talið að umfjöllunin hafi átt erindi við almenning og að hún hafi byggst á faglegum vinnubrögðum í samræmi við viðurkennd viðmið og rúmist innan þess frelsis sem fjölmiðlum er játað skv. 73. gr. stjórnarskrár og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ansi langt seilst þegar yfirmaður starfsmanns þarf að teygja sig alla leið í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu til að réttlæta umfjöllun starfsmannsins. Það bendir til þess að viðkomandi hafi vondan málstað að verja og vekur enn fleiri spurningar en áður um fagleg vinnubrögð „útvarps allra landsmanna“. Höfundur er lögmaður og starfaði sem framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands árin 2002-2009. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Plastbarkamálið Fjölmiðlar Heilbrigðismál Landspítalinn Gunnar Ármannsson Tengdar fréttir Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Þessi fleygu orð Jóns Hreggviðssonar úr Íslandsklukku Halldórs Kiljan Laxness flugu mér í hug eftir að hafa hlustað á þáttinn Þetta helst á Ruv.is frá 3. janúar sl. Útgangspunktur umfjöllunarinnar er sagður sá að fjalla um stöðu Tómasar Guðbjartssonar við LSH vegna „plastbarkamálsins“. 22. janúar 2024 10:31 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Hermt er að mikil ólga sé innan RUV vegna umfjöllunar Þóru Tómasdóttur í þættinum „Þetta helst“ á RUV um Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlækni. Sumum heimildaramönnum finnst sem hún hafi farið offari í umfjöllun sinni um plastbarkamálið og tilraunir hennar til að sverta mannorð Tómasar. Jafnvel svo að henni sé ekki sætt sem starfsmanni fjölmiðilsins. Hafa einhverjir samstarfsmenn hennar haft á orði að hún sé að misnota aðstöðu sína til að koma höggi á Tómas af persónulegum ástæðum. Sagt er að hún beri kaldan hug til Tómasar vegna væringa innan Ferðafélags Íslands. Vegna nálægðar hafa heimildarmenn ekki viljað koma fram undir nafni. Haft er eftir Þóru í DV.is þann 4. febrúar sl. að umfjöllunin hafi verið unnin að „ígrunduðu“ máli. Janframt að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt að sakleysi Tómasar heldur stöðu hans innan spítalans á þeim tíma sem fréttin var unnin. Með þessum orðum virðist Þóra vera að staðfesta þær ásakanir sem á hana eru bornar. Ekkert nýtt hafði komið fram um stöðu Tómasar vegna plastbarkamálsins þegar umfjöllunin átti sér stað. Því hljóta það að vera aðrar „ígrundaðar“ ástæður sem voru kveikjan að umfjölluninni. Fullyrðing Þóru í DV.is um að umfjöllunin hafi ekki snúist um sekt eða sakleysi Tómasar stenst ekki skoðun. Í lok þáttarins, þann 3. janúar sl.,endaði hún þáttinn með að spyrja hvort ekki þyrfti að rannsaka aðkomu annarra sem tóku þátt í aðgerðinni þegar fyrir lægi að búið væri að dæma Paolo Macchiarini fyrir sinn þátt í aðgerðinni. Viðmælandi Þóru bætti því við að málið hefði aldrei komið til kasta lögreglu hér heima. Í þættinum „Þetta helst“ þann 19. janúar sl. var Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, til viðtals við Þóru. Þar gerði Þóra ítrekaðar tilraunir til þess að reyna að láta málið snúast um Tómas persónulega og spurði hvort ekki væri betra fyrir hann að fá að hreinsa sig af ásökunum og fá almennilega rannsókn á því hvort lög hefðu verið brotin. Um þetta má lesa betur í grein Ólafs Haukssonar á visir.is. frá 4. febrúar sl. Málsvörn Þóru verður heldur aumkunarverð þegar ofangreint er skoðað. Og að enda síðan á því að fullyrða að ekkert sem fram hafi komið í þættinum hafi verið borið til baka af spítalanum sem sérstaka málsvörn er dapurt. Hvað átti spítalinn að bera til baka? Annars vegar slúðursögur og fabúlasjónir þáttastjórnanda og viðmælanda hennar og hins vegar frásagnir af ótengdum málum sem vitað er að áttu sér stað? Það er eftirtektarvert sem haft er eftir Fanneyju Birnu Jónsdóttur, dagskrárstjóra Rásar 1, í frétt DV um málið þann 4. febrúar sl. Þar fullyrðir hún að innan RUV sé talið að umfjöllunin hafi átt erindi við almenning og að hún hafi byggst á faglegum vinnubrögðum í samræmi við viðurkennd viðmið og rúmist innan þess frelsis sem fjölmiðlum er játað skv. 73. gr. stjórnarskrár og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Það er ansi langt seilst þegar yfirmaður starfsmanns þarf að teygja sig alla leið í stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu til að réttlæta umfjöllun starfsmannsins. Það bendir til þess að viðkomandi hafi vondan málstað að verja og vekur enn fleiri spurningar en áður um fagleg vinnubrögð „útvarps allra landsmanna“. Höfundur er lögmaður og starfaði sem framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands árin 2002-2009.
Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Þessi fleygu orð Jóns Hreggviðssonar úr Íslandsklukku Halldórs Kiljan Laxness flugu mér í hug eftir að hafa hlustað á þáttinn Þetta helst á Ruv.is frá 3. janúar sl. Útgangspunktur umfjöllunarinnar er sagður sá að fjalla um stöðu Tómasar Guðbjartssonar við LSH vegna „plastbarkamálsins“. 22. janúar 2024 10:31
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun