Persónuvernd fær á baukinn og stefnir í milljóna endurgreiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2024 16:52 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Ríkið þarf að endurgreiða Reykjavíkurborg fimm milljónir króna auk vaxta vegna slapprar stjórnsýslu þegar Persónuvernd sektaði borgina vegna Seesaw-kerfis sem notað var í nokkrum grunnskólum borgarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Kópavogur gæti krafið ríkið um fjögurra milljóna endurgreiðslu. Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í janúar 2021 voru verkefni í fyrsta sinn lögð fyrir nemendur þar sem notast var við kerfið. Persónuvernd barst ábending frá foreldri nemanda um að óskað hefði verið eftir samþykki foreldris fyrir notkun kerfisins. Að lokinni rannsókn komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu í desember það ár að notkun kerfisins hefði brotið í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar bara væru skráðar í kerfið. Tilgangur vinnslunnar hafi ekki verið nægilega skýrt afmarkaður auk þess sem mikil áhætta hafi fylgt því að persónuupplýsingar væru fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar. Á hinn bóginn hefði ekki neitt komið fram um tjón vegna brotanna og borgin hefði brugðist vel við erindum Persónuverndar. „Þessi ákvörðun hefur áhrif á alla grunnskóla sem og sveitarfélög landsins. Það er mikilvægt að standa vörð um upplýsingaöryggi nemenda en kröfur Persónuverndar til starfsfólks grunnskólanna verða að vera raunhæfar og í samræmi við persónuverndarreglugerðina og útgefnar leiðbeiningar stofnunarinnar,“ sagði Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Reykjavíkurborg legði mat á réttarstöðu sína. Svo fór að borgin höfðaði mál, krafðist þess að ákvarðanir Persónuverndar yrðu felldar úr gildi og stjórnvaldssektin endurgreidd. Fjölmargir annmarkar á vinnubrögðum Persónuverndar Héraðsdómur fann töluverða efnisannmarka á því hvernig Persónuvernd stóð að málum við ákvarðanir sínar. Meðal annars hvernig Persónunefnd skilgreindi viðkvæmar upplýsingar, tók tillit til svara borgarinnar og hvernig brot væri flokkað alvarlegt eða umfangsmikið. Þá hefði Persónuvernd ekki lagt fram haldbær rök fyrir aðfinnslum sínum í upphaflegu ákvörðuninni í desember 2021. Féllst héraðdsómur á aðalkröfu borgarinnar um að ógilda ákvarðanirnar. Var ríkinu gert að endurgreiða Reykjavíkurborg milljónirnar fimm auk vaxta. Persónuvernd sektaði einnig Kópavogsbæ um fjórar milljónir vegna notkunar á Seeshaw. Telja má líklegt að Kópavogsbær leiti réttar síns í ljósi nýfallins dóms. Því gæti svo farið að ríkið þurfi að greiða fleiri milljónir vegna málsins. Nýfallinn dóm má lesa hér. Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Dómsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í janúar 2021 voru verkefni í fyrsta sinn lögð fyrir nemendur þar sem notast var við kerfið. Persónuvernd barst ábending frá foreldri nemanda um að óskað hefði verið eftir samþykki foreldris fyrir notkun kerfisins. Að lokinni rannsókn komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu í desember það ár að notkun kerfisins hefði brotið í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar bara væru skráðar í kerfið. Tilgangur vinnslunnar hafi ekki verið nægilega skýrt afmarkaður auk þess sem mikil áhætta hafi fylgt því að persónuupplýsingar væru fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar. Á hinn bóginn hefði ekki neitt komið fram um tjón vegna brotanna og borgin hefði brugðist vel við erindum Persónuverndar. „Þessi ákvörðun hefur áhrif á alla grunnskóla sem og sveitarfélög landsins. Það er mikilvægt að standa vörð um upplýsingaöryggi nemenda en kröfur Persónuverndar til starfsfólks grunnskólanna verða að vera raunhæfar og í samræmi við persónuverndarreglugerðina og útgefnar leiðbeiningar stofnunarinnar,“ sagði Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Reykjavíkurborg legði mat á réttarstöðu sína. Svo fór að borgin höfðaði mál, krafðist þess að ákvarðanir Persónuverndar yrðu felldar úr gildi og stjórnvaldssektin endurgreidd. Fjölmargir annmarkar á vinnubrögðum Persónuverndar Héraðsdómur fann töluverða efnisannmarka á því hvernig Persónuvernd stóð að málum við ákvarðanir sínar. Meðal annars hvernig Persónunefnd skilgreindi viðkvæmar upplýsingar, tók tillit til svara borgarinnar og hvernig brot væri flokkað alvarlegt eða umfangsmikið. Þá hefði Persónuvernd ekki lagt fram haldbær rök fyrir aðfinnslum sínum í upphaflegu ákvörðuninni í desember 2021. Féllst héraðdsómur á aðalkröfu borgarinnar um að ógilda ákvarðanirnar. Var ríkinu gert að endurgreiða Reykjavíkurborg milljónirnar fimm auk vaxta. Persónuvernd sektaði einnig Kópavogsbæ um fjórar milljónir vegna notkunar á Seeshaw. Telja má líklegt að Kópavogsbær leiti réttar síns í ljósi nýfallins dóms. Því gæti svo farið að ríkið þurfi að greiða fleiri milljónir vegna málsins. Nýfallinn dóm má lesa hér.
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Dómsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira