Persónuvernd fær á baukinn og stefnir í milljóna endurgreiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2024 16:52 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Ríkið þarf að endurgreiða Reykjavíkurborg fimm milljónir króna auk vaxta vegna slapprar stjórnsýslu þegar Persónuvernd sektaði borgina vegna Seesaw-kerfis sem notað var í nokkrum grunnskólum borgarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Kópavogur gæti krafið ríkið um fjögurra milljóna endurgreiðslu. Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í janúar 2021 voru verkefni í fyrsta sinn lögð fyrir nemendur þar sem notast var við kerfið. Persónuvernd barst ábending frá foreldri nemanda um að óskað hefði verið eftir samþykki foreldris fyrir notkun kerfisins. Að lokinni rannsókn komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu í desember það ár að notkun kerfisins hefði brotið í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar bara væru skráðar í kerfið. Tilgangur vinnslunnar hafi ekki verið nægilega skýrt afmarkaður auk þess sem mikil áhætta hafi fylgt því að persónuupplýsingar væru fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar. Á hinn bóginn hefði ekki neitt komið fram um tjón vegna brotanna og borgin hefði brugðist vel við erindum Persónuverndar. „Þessi ákvörðun hefur áhrif á alla grunnskóla sem og sveitarfélög landsins. Það er mikilvægt að standa vörð um upplýsingaöryggi nemenda en kröfur Persónuverndar til starfsfólks grunnskólanna verða að vera raunhæfar og í samræmi við persónuverndarreglugerðina og útgefnar leiðbeiningar stofnunarinnar,“ sagði Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Reykjavíkurborg legði mat á réttarstöðu sína. Svo fór að borgin höfðaði mál, krafðist þess að ákvarðanir Persónuverndar yrðu felldar úr gildi og stjórnvaldssektin endurgreidd. Fjölmargir annmarkar á vinnubrögðum Persónuverndar Héraðsdómur fann töluverða efnisannmarka á því hvernig Persónuvernd stóð að málum við ákvarðanir sínar. Meðal annars hvernig Persónunefnd skilgreindi viðkvæmar upplýsingar, tók tillit til svara borgarinnar og hvernig brot væri flokkað alvarlegt eða umfangsmikið. Þá hefði Persónuvernd ekki lagt fram haldbær rök fyrir aðfinnslum sínum í upphaflegu ákvörðuninni í desember 2021. Féllst héraðdsómur á aðalkröfu borgarinnar um að ógilda ákvarðanirnar. Var ríkinu gert að endurgreiða Reykjavíkurborg milljónirnar fimm auk vaxta. Persónuvernd sektaði einnig Kópavogsbæ um fjórar milljónir vegna notkunar á Seeshaw. Telja má líklegt að Kópavogsbær leiti réttar síns í ljósi nýfallins dóms. Því gæti svo farið að ríkið þurfi að greiða fleiri milljónir vegna málsins. Nýfallinn dóm má lesa hér. Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í janúar 2021 voru verkefni í fyrsta sinn lögð fyrir nemendur þar sem notast var við kerfið. Persónuvernd barst ábending frá foreldri nemanda um að óskað hefði verið eftir samþykki foreldris fyrir notkun kerfisins. Að lokinni rannsókn komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu í desember það ár að notkun kerfisins hefði brotið í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar bara væru skráðar í kerfið. Tilgangur vinnslunnar hafi ekki verið nægilega skýrt afmarkaður auk þess sem mikil áhætta hafi fylgt því að persónuupplýsingar væru fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar. Á hinn bóginn hefði ekki neitt komið fram um tjón vegna brotanna og borgin hefði brugðist vel við erindum Persónuverndar. „Þessi ákvörðun hefur áhrif á alla grunnskóla sem og sveitarfélög landsins. Það er mikilvægt að standa vörð um upplýsingaöryggi nemenda en kröfur Persónuverndar til starfsfólks grunnskólanna verða að vera raunhæfar og í samræmi við persónuverndarreglugerðina og útgefnar leiðbeiningar stofnunarinnar,“ sagði Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Reykjavíkurborg legði mat á réttarstöðu sína. Svo fór að borgin höfðaði mál, krafðist þess að ákvarðanir Persónuverndar yrðu felldar úr gildi og stjórnvaldssektin endurgreidd. Fjölmargir annmarkar á vinnubrögðum Persónuverndar Héraðsdómur fann töluverða efnisannmarka á því hvernig Persónuvernd stóð að málum við ákvarðanir sínar. Meðal annars hvernig Persónunefnd skilgreindi viðkvæmar upplýsingar, tók tillit til svara borgarinnar og hvernig brot væri flokkað alvarlegt eða umfangsmikið. Þá hefði Persónuvernd ekki lagt fram haldbær rök fyrir aðfinnslum sínum í upphaflegu ákvörðuninni í desember 2021. Féllst héraðdsómur á aðalkröfu borgarinnar um að ógilda ákvarðanirnar. Var ríkinu gert að endurgreiða Reykjavíkurborg milljónirnar fimm auk vaxta. Persónuvernd sektaði einnig Kópavogsbæ um fjórar milljónir vegna notkunar á Seeshaw. Telja má líklegt að Kópavogsbær leiti réttar síns í ljósi nýfallins dóms. Því gæti svo farið að ríkið þurfi að greiða fleiri milljónir vegna málsins. Nýfallinn dóm má lesa hér.
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira