Tvíburar taka yfir hjá egypska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 09:31 Mohamed Salah meiddist í öðrum leik Egypta og missti af restinni af Afríkukeppninni sem var mikið áfall fyrir liðið. Hér svekkir Salah sig í stúkunni. Getty/Visionhaus Markahæsti leikmaður egypska landsliðsins frá upphafi er tekinn við sem þjálfari landsliðsins eftir ófarir liðsins í Afríkukeppninni á dögunum. Hossam Hassan er nýr þjálfari landsliðsins og tvíburabróðir hans Ibrahim Hassan tekur enn fremur við sem liðsstjóri. Portúgalinn Rui Vitória var þjálfari liðsins en þurfti að taka pokann sinn eftir að slaka frammistöðu í Afríkukeppninni þar sem Egyptar unnu ekki leik og duttu út í sextán liða úrslitunum. Hossam Hassan skoraði á sínum tíma 68 mörk fyrir egypska landsliðið en það er tólf mörkum meira en Mohamed Salah sem er i öðru sætinu. Hassan lék 176 landsleiki frá 1985 til 2006 og er líka annar leikjahæsti maður landsliðsins frá upphafi. Egypt name record scorer Hossam Hassan as new coach https://t.co/K6EOifp71t pic.twitter.com/42ykfGB107— Reuters (@Reuters) February 6, 2024 Hassan hefur þjálfað nokkur egypsk félagslið sem og landslið Jórdaníu. Ibrahim Hassan var varnarmaður og er fimmti leikjahæsti leikmaður landsliðsins. Þeir spiluðu saman hjá mörgum félögum. Það var búist við því að Egyptar myndu ráða erlendan þjálfara og var Frakkinn Herve Renard meðal annars orðaður við starfið. Vitória hafði fengið fjögurra ára samning árið 2022 en náði ekki því besta fram hjá liðinu. Egyptar rétt skriðu upp úr riðlinum efir jafntefli í öllum þremur leikjum sínum á móti Mósambík. Gana og Grænhöfðaeyjum og töpuðu síðan í vítakeppni á móti Kongó í sextán liða úrslitunum. Miklu munaði auðvitað um það að Mohamed Salah meiddist aftan í læri í öðrum leiknum og aðalmarkvörðurinn Mohamed El Shenawy fór úr axlarlið í þriðja leiknum. Óheppnin var svo mikil að mati Egypta að þeir fórnuðu kú til að reyna að snúa lukkunni við. Það hafði ekki áhrif því liðið féll úr keppni í vítakeppni. Egyptar hafa unnið Afríkukeppnina oftast allra þjóða eða sjö sinnum en aldrei þó síðan að Mo Salah kom inn í landsliðið árið 2011. Síðast unnu þeir árið 2010. | .. . pic.twitter.com/nBuuzSJsJH— EFA.eg (@EFA) February 6, 2024 Egyptaland Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Hossam Hassan er nýr þjálfari landsliðsins og tvíburabróðir hans Ibrahim Hassan tekur enn fremur við sem liðsstjóri. Portúgalinn Rui Vitória var þjálfari liðsins en þurfti að taka pokann sinn eftir að slaka frammistöðu í Afríkukeppninni þar sem Egyptar unnu ekki leik og duttu út í sextán liða úrslitunum. Hossam Hassan skoraði á sínum tíma 68 mörk fyrir egypska landsliðið en það er tólf mörkum meira en Mohamed Salah sem er i öðru sætinu. Hassan lék 176 landsleiki frá 1985 til 2006 og er líka annar leikjahæsti maður landsliðsins frá upphafi. Egypt name record scorer Hossam Hassan as new coach https://t.co/K6EOifp71t pic.twitter.com/42ykfGB107— Reuters (@Reuters) February 6, 2024 Hassan hefur þjálfað nokkur egypsk félagslið sem og landslið Jórdaníu. Ibrahim Hassan var varnarmaður og er fimmti leikjahæsti leikmaður landsliðsins. Þeir spiluðu saman hjá mörgum félögum. Það var búist við því að Egyptar myndu ráða erlendan þjálfara og var Frakkinn Herve Renard meðal annars orðaður við starfið. Vitória hafði fengið fjögurra ára samning árið 2022 en náði ekki því besta fram hjá liðinu. Egyptar rétt skriðu upp úr riðlinum efir jafntefli í öllum þremur leikjum sínum á móti Mósambík. Gana og Grænhöfðaeyjum og töpuðu síðan í vítakeppni á móti Kongó í sextán liða úrslitunum. Miklu munaði auðvitað um það að Mohamed Salah meiddist aftan í læri í öðrum leiknum og aðalmarkvörðurinn Mohamed El Shenawy fór úr axlarlið í þriðja leiknum. Óheppnin var svo mikil að mati Egypta að þeir fórnuðu kú til að reyna að snúa lukkunni við. Það hafði ekki áhrif því liðið féll úr keppni í vítakeppni. Egyptar hafa unnið Afríkukeppnina oftast allra þjóða eða sjö sinnum en aldrei þó síðan að Mo Salah kom inn í landsliðið árið 2011. Síðast unnu þeir árið 2010. | .. . pic.twitter.com/nBuuzSJsJH— EFA.eg (@EFA) February 6, 2024
Egyptaland Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira