Saka Njarðvíkinga um að falsa undirskrift Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. febrúar 2024 12:00 Keflvíkingar saka Njarðvíkinga um að falsa undirskrift vegna félagaskipta Írenu Sólar Jónsdóttur. grafík/sara Keflvíkingar eru ósáttir við vinnubrögð Njarðvíkinga vegna nýlegra félagaskipta körfuboltakonunnar Írenu Sólar Jónsdóttur. Þeir hafa sent inn kvörtun til KKÍ vegna falsaðrar undirskriftar. Á dögunum gekk Írena í raðir Njarðvíkur frá Keflavíkur. Lítil ánægja er hjá Keflvíkingum með hvernig Njarðvíkingar stóðu að félagaskiptunum. Þeir segja að fulltrúi Njarðvíkur hafi skrifað nafn varaformanns körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, Ingva Þórs Hákonarsonar, undir félagaskiptin, án þess að láta hann vita. Og málið er núna komið inn á borð KKÍ. „Það var leitað til mín og ég staðfesti að ég skrifaði ekki undir þetta. Annað er bara í höndum KKÍ,“ sagði Ingvi í samtali við Vísi í dag. Írena skipti yfir til Njarðvíkur frá Keflavík á miðvikudaginn í síðustu viku, á síðustu stundu, áður en félagaskiptaglugganum var lokað. „Nafn mitt var ritað á þessi skipti án minnar vitundar. Morguninn eftir létu Njarðvíkingar mig vita að þeir hefðu gert þetta í einhverjum flýti,“ sagði Ingvi. „Ég veit ekki hversu þekkt það er að þú lætur kvitta fyrir þig en þá finnst mér alltaf við hæfi að viðkomandi viti af því. Við hefðum aldrei staðið í vegi fyrir þessum félagaskiptum en það var bara kvittað undir án þess að tala við okkur, hver svo sem ástæðan var,“ sagði Ingvi. Keflavík og Njarðvík enduðu í tveimur efstu sætum í fyrri hluta Subway deildar kvenna. Keflvíkingar fengu 28 stig en Njarðvíkingar 26. Írena lék níu leiki með Keflavík áður en hún skipti yfir í Njarðvík. Hún spilaði 7,3 mínútur að meðaltali í leik. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Á dögunum gekk Írena í raðir Njarðvíkur frá Keflavíkur. Lítil ánægja er hjá Keflvíkingum með hvernig Njarðvíkingar stóðu að félagaskiptunum. Þeir segja að fulltrúi Njarðvíkur hafi skrifað nafn varaformanns körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, Ingva Þórs Hákonarsonar, undir félagaskiptin, án þess að láta hann vita. Og málið er núna komið inn á borð KKÍ. „Það var leitað til mín og ég staðfesti að ég skrifaði ekki undir þetta. Annað er bara í höndum KKÍ,“ sagði Ingvi í samtali við Vísi í dag. Írena skipti yfir til Njarðvíkur frá Keflavík á miðvikudaginn í síðustu viku, á síðustu stundu, áður en félagaskiptaglugganum var lokað. „Nafn mitt var ritað á þessi skipti án minnar vitundar. Morguninn eftir létu Njarðvíkingar mig vita að þeir hefðu gert þetta í einhverjum flýti,“ sagði Ingvi. „Ég veit ekki hversu þekkt það er að þú lætur kvitta fyrir þig en þá finnst mér alltaf við hæfi að viðkomandi viti af því. Við hefðum aldrei staðið í vegi fyrir þessum félagaskiptum en það var bara kvittað undir án þess að tala við okkur, hver svo sem ástæðan var,“ sagði Ingvi. Keflavík og Njarðvík enduðu í tveimur efstu sætum í fyrri hluta Subway deildar kvenna. Keflvíkingar fengu 28 stig en Njarðvíkingar 26. Írena lék níu leiki með Keflavík áður en hún skipti yfir í Njarðvík. Hún spilaði 7,3 mínútur að meðaltali í leik.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti