„Ánægður með þessar stáltaugar í lokin“ Stefán Marteinn skrifar 7. febrúar 2024 22:13 Rúnar Ingi var ánægður með stáltaugarnar sem Njarðvíkingar sýndu í lokin. Vísir/Snædís Bára Njarðvík lagði Grindavík af velli með eins stigs mun 68-67 þegar liðin mættust í 17.umferð Subway deildar kvenna í kvöld. Lengst af leiknum leit út fyrir að sigurinn yrði nokkuð þægilegur fyrir Njarðvík en ótrúlegur endasprettur hjá Grindavík gerði leikinn virkilega spennandi undir lokin. „Við gerðum þetta rosalega erfitt fyrir okkur í seinni hálfleiknum heilt yfir. Ég tek kannski sök á partinum að ég hefði kannski átt að rótera aðeins örar, sagði rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég þurfti aðeins að rugla í róteringunum því Jana er hérna bara í engum takti við leikinn og í villu vandræðum þannig ég er með skrítnar róteringar og mér fannst bara nokkrir lykilleikmenn alveg vera búnir á því hérna þegar líða tók á fjórða leikhluta. En meinhollt að fá á sig svona áhlaup og vera einhvern veginn við það að kasta frá sér góðum leik en gera samt nóg og eiga nokkur stór play undir lok leiks og síðustu mínútuna til þess að ná í tvö stig.“ Rúnar Ingi var þó ekki alveg sammála því að það hafi verið kominn einhver værukærð í liðið en lið hans leiddi á köflum með 20 stigum. „Við kannski fórum að minnka aðeins boltahreyfinguna á fimm á fimm vörn eiginlega og það kannski hjálpar fólki oft að við vorum ekkert að skapa allt úr boltaflæði í fyrri hálfleik. Við vorum að fá mjög hraðar sóknir útaf við vorum að ná í stopp og við ætluðum að fara í sömu árásir á móti kannski meira skipulagðri Grindavíkur vörn þegar þær voru komnar allar tilbaka útaf því þær voru búnar að skora hinu megin. Þá hægist svolítið á sóknarleiknum og við fórum svolítið mikið að fara bara út í erfiða hluti og aftur þá er ég bara glaður að sjá það því núna eigum við það til á video og getum unnið með það og sjáum hvernig við þurfum að heyfa okkur á ákveðnum tímum og hvað við erum góðar í og hvað við erum lélegar í.“ Þegar mest á reyndi hjá Njarðvík var það Selena Lott sem steig fram á vítalínuna með leikinn undir og setti niður tvö vítaskot sem tryggðu Njarðvík sigurinn. „Skemmtilegt því bara hérna í gærkvöldi þá sátum við hérna og vorum að horfa á körfuboltaleik og vorum einmitt að tala um svona clutch víti og ég spurði hana: Hefur þú einhvertíman klikkað úr vítaskotum þegar það eru minni en fimm sekúndur eftir og þú ert einu eða tveimur undir?. Hún sagði nei ég hef aldrei klikkað og ég var bara já ókei, það er gott að vita af því og hún sagði svo ég var ekkert að bulla í þér í gær. Hún stóð við stóru orðin svo sannarlega og var bara frábær í kvöld en hún á ennþá eitthvað í land í leikformi. Hún var ekki búin að spila í tvo mánuði áður en hún kom hérna og það dró svolítið af henni í seinni hálfleik en ég er bara mjög ánægður með hana og þessar stáltaugar hérna í lokin.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
„Við gerðum þetta rosalega erfitt fyrir okkur í seinni hálfleiknum heilt yfir. Ég tek kannski sök á partinum að ég hefði kannski átt að rótera aðeins örar, sagði rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég þurfti aðeins að rugla í róteringunum því Jana er hérna bara í engum takti við leikinn og í villu vandræðum þannig ég er með skrítnar róteringar og mér fannst bara nokkrir lykilleikmenn alveg vera búnir á því hérna þegar líða tók á fjórða leikhluta. En meinhollt að fá á sig svona áhlaup og vera einhvern veginn við það að kasta frá sér góðum leik en gera samt nóg og eiga nokkur stór play undir lok leiks og síðustu mínútuna til þess að ná í tvö stig.“ Rúnar Ingi var þó ekki alveg sammála því að það hafi verið kominn einhver værukærð í liðið en lið hans leiddi á köflum með 20 stigum. „Við kannski fórum að minnka aðeins boltahreyfinguna á fimm á fimm vörn eiginlega og það kannski hjálpar fólki oft að við vorum ekkert að skapa allt úr boltaflæði í fyrri hálfleik. Við vorum að fá mjög hraðar sóknir útaf við vorum að ná í stopp og við ætluðum að fara í sömu árásir á móti kannski meira skipulagðri Grindavíkur vörn þegar þær voru komnar allar tilbaka útaf því þær voru búnar að skora hinu megin. Þá hægist svolítið á sóknarleiknum og við fórum svolítið mikið að fara bara út í erfiða hluti og aftur þá er ég bara glaður að sjá það því núna eigum við það til á video og getum unnið með það og sjáum hvernig við þurfum að heyfa okkur á ákveðnum tímum og hvað við erum góðar í og hvað við erum lélegar í.“ Þegar mest á reyndi hjá Njarðvík var það Selena Lott sem steig fram á vítalínuna með leikinn undir og setti niður tvö vítaskot sem tryggðu Njarðvík sigurinn. „Skemmtilegt því bara hérna í gærkvöldi þá sátum við hérna og vorum að horfa á körfuboltaleik og vorum einmitt að tala um svona clutch víti og ég spurði hana: Hefur þú einhvertíman klikkað úr vítaskotum þegar það eru minni en fimm sekúndur eftir og þú ert einu eða tveimur undir?. Hún sagði nei ég hef aldrei klikkað og ég var bara já ókei, það er gott að vita af því og hún sagði svo ég var ekkert að bulla í þér í gær. Hún stóð við stóru orðin svo sannarlega og var bara frábær í kvöld en hún á ennþá eitthvað í land í leikformi. Hún var ekki búin að spila í tvo mánuði áður en hún kom hérna og það dró svolítið af henni í seinni hálfleik en ég er bara mjög ánægður með hana og þessar stáltaugar hérna í lokin.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira