Kobe Bryant fær ekki eina styttu af sér heldur þrjár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 06:31 Styttan sýnir Kobe Bryant benda til himins eftir 81 stigs leikinn sinn árið 2006. AP/Eric Thayer Los Angeles Lakers frumsýndi í nótt nýja styttu af Kobe Bryant en um leið kom í ljós að hann fær ekki eina styttu heldur þrjár. Fyrsta styttan af þremur sýnir Kobe í treyju númer átta og að ganga af velli eftir 81 stigs leikinn sinn á móti Toronto Raptors árið 2006. Hann sést þar benda til himins. KOBE'S STATUE REVEALED 1 of 3 statues outside of "The House that Kobe built"(via @NBATV) pic.twitter.com/WFGwaYOuUy— Bleacher Report (@BleacherReport) February 9, 2024 „Til að það sé á hreinu þá valdi Kobe sjálfur þessa stellingu og ef einhver er ósáttur þá bara þannig,“ sagði Vanessa Bryant, ekkja Kobe, á athöfninni í nótt. Styttan er 5,8 metrar á hæð og verður fyrir utan höll Lakers sem ber nú nafnið Crypto.com Arena en hér áður Staples Center. Í kringum styttuna verða síðan fimm eftirlíkingar af Larry O'Brien bikarnum sem liðin fá fyrir að verða NBA meistari. For Kobe. For the die-hard Laker fans. For our family. Mamba forever. pic.twitter.com/uExf0oEWgY— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 9, 2024 Það er líka tilvitnun í Kobe á styttunni. Hún er: „Leave the game better than you found it. And when it comes time for you to leave, leave a legend“ eða upp á íslensku: „Skildu við leikinn í betri en stöðu en þegar þú uppgötvaðir hann. Þegar kemur að þér að fara, farðu þá sem goðsögn“. Það verður líka strikamerki á styttunni og með því að skanna það þá fá gestir aðgang að myndbandi um feril Kobe þar sem sjálfur Denzel Washington les undir. Það er ekki búið að tilkynna hvar hinar tvær stytturnar verða. Önnur verður af honum í treyju 24 og hin verður af Kobe með dóttur sinni Giönnu sem fórst einnig í þyrluslysinu árið 2020. Kobe Bryant s statue unveiling was just beautiful. Cookie and I were so impressed with his wife Vanessa s grace, class, and her beautiful speech about not only Kobe but their beautiful daughters. Vanessa put together an outstanding ceremony. We were also so impressed with how pic.twitter.com/N1KlZxWPIv— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) February 9, 2024 NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Fyrsta styttan af þremur sýnir Kobe í treyju númer átta og að ganga af velli eftir 81 stigs leikinn sinn á móti Toronto Raptors árið 2006. Hann sést þar benda til himins. KOBE'S STATUE REVEALED 1 of 3 statues outside of "The House that Kobe built"(via @NBATV) pic.twitter.com/WFGwaYOuUy— Bleacher Report (@BleacherReport) February 9, 2024 „Til að það sé á hreinu þá valdi Kobe sjálfur þessa stellingu og ef einhver er ósáttur þá bara þannig,“ sagði Vanessa Bryant, ekkja Kobe, á athöfninni í nótt. Styttan er 5,8 metrar á hæð og verður fyrir utan höll Lakers sem ber nú nafnið Crypto.com Arena en hér áður Staples Center. Í kringum styttuna verða síðan fimm eftirlíkingar af Larry O'Brien bikarnum sem liðin fá fyrir að verða NBA meistari. For Kobe. For the die-hard Laker fans. For our family. Mamba forever. pic.twitter.com/uExf0oEWgY— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 9, 2024 Það er líka tilvitnun í Kobe á styttunni. Hún er: „Leave the game better than you found it. And when it comes time for you to leave, leave a legend“ eða upp á íslensku: „Skildu við leikinn í betri en stöðu en þegar þú uppgötvaðir hann. Þegar kemur að þér að fara, farðu þá sem goðsögn“. Það verður líka strikamerki á styttunni og með því að skanna það þá fá gestir aðgang að myndbandi um feril Kobe þar sem sjálfur Denzel Washington les undir. Það er ekki búið að tilkynna hvar hinar tvær stytturnar verða. Önnur verður af honum í treyju 24 og hin verður af Kobe með dóttur sinni Giönnu sem fórst einnig í þyrluslysinu árið 2020. Kobe Bryant s statue unveiling was just beautiful. Cookie and I were so impressed with his wife Vanessa s grace, class, and her beautiful speech about not only Kobe but their beautiful daughters. Vanessa put together an outstanding ceremony. We were also so impressed with how pic.twitter.com/N1KlZxWPIv— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) February 9, 2024
NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira