Skilaboð til náttúruunnenda Íslands Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 12. febrúar 2024 11:30 Náttúruvernd á undir högg að sækja um heim allan. Í kjölfar þess að loftslagsvandinn verður óðum viðurkenndari í öllum sínum alvarleika hefur hafist leit að lausnum. Leitað er að lausnum þar sem allir vinna. Neysla okkar og lifnaðarhættir eru komin langt yfir mörk jarðar á mörgum sviðum. Lausnirnar sem upp koma eru að mörgu leiti staðgenglar yfirdrifinnar neyslu þar sem bruni jarðefnaeldsneytis víkur fyrir öðrum gerðum ágangs á vistkerfi og náttúru. Það er ekki heillavænlegt. Líffræðilegur fjölbreytileiki er flóknara viðfangsefni en loftslagsváin, sem nóg er flókin samt. Hvað þá samspil þeirra beggja og mengunar sem einnig ógnar heilsu fólks. Það er í eðli okkar að leita sökudólga til þess að geta útilokað þá og haldið áfram lífi okkar óbreyttu. Það er okkur fjarri lagi að líta í eigin barm, taka ábyrgð sem samfélag í heild og viðurkenna að lifnaðarhættir okkar eru ekki sjálfbærir og ógna framtíð komandi kynslóða. Samstaðan og eljan Sem lítil smáþjóð í Norður Atlantshafi upplifum við okkur máttlaus gagnvart ástandinu. Hvað þá sem einstaklingar. Þá eru það samskipti okkar við aðra sem skipta öllu máli. Við eigum að hefja hvort annað upp og veita innblástur og samstöðu. Viðfangsefnið er ærið og margslungið en með samstöðu, bæði innanlands og utan geta ótrúlegustu hlutir gerst. Sjáið bara hvað ein ung stúlka frá Svíþjóð gat hrifið með sér marga og hvernig sú samstaða olli miklum framförum í málaflokknum. Eftir að ég hóf störf í náttúruverndinni hef ég kynnst svo mörgu fólki sem á það allt sameiginlegt að brenna fyrir málstaðnum en einnig upplifa sig mörg ein og einangruð í baráttunni. Eftir því sem verkefnin verða fleiri þá dreifumst við oft meira og upplifum okkur enn þá einangraðri. Þá er mikilvægt að minna sig á samhengi hlutanna og allt hitt fólkið sem maður á að. Samstaða og sameiginleg framtíðarsýn er meðalið að tala saman og deila áhyggjum, lausnum og jafnvel grínast aðeins, hefur margföldunaráhrif á okkar árangur. Hlustum á hvort annað og vinnum þetta saman sem samfélag. Höfundur er formaður Landverndar. Grein þessi er skrifuð af tilefni samráðsfundar náttúruverndar sem haldinn var í Úlfarsárdal um helgina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Umhverfismál Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Náttúruvernd á undir högg að sækja um heim allan. Í kjölfar þess að loftslagsvandinn verður óðum viðurkenndari í öllum sínum alvarleika hefur hafist leit að lausnum. Leitað er að lausnum þar sem allir vinna. Neysla okkar og lifnaðarhættir eru komin langt yfir mörk jarðar á mörgum sviðum. Lausnirnar sem upp koma eru að mörgu leiti staðgenglar yfirdrifinnar neyslu þar sem bruni jarðefnaeldsneytis víkur fyrir öðrum gerðum ágangs á vistkerfi og náttúru. Það er ekki heillavænlegt. Líffræðilegur fjölbreytileiki er flóknara viðfangsefni en loftslagsváin, sem nóg er flókin samt. Hvað þá samspil þeirra beggja og mengunar sem einnig ógnar heilsu fólks. Það er í eðli okkar að leita sökudólga til þess að geta útilokað þá og haldið áfram lífi okkar óbreyttu. Það er okkur fjarri lagi að líta í eigin barm, taka ábyrgð sem samfélag í heild og viðurkenna að lifnaðarhættir okkar eru ekki sjálfbærir og ógna framtíð komandi kynslóða. Samstaðan og eljan Sem lítil smáþjóð í Norður Atlantshafi upplifum við okkur máttlaus gagnvart ástandinu. Hvað þá sem einstaklingar. Þá eru það samskipti okkar við aðra sem skipta öllu máli. Við eigum að hefja hvort annað upp og veita innblástur og samstöðu. Viðfangsefnið er ærið og margslungið en með samstöðu, bæði innanlands og utan geta ótrúlegustu hlutir gerst. Sjáið bara hvað ein ung stúlka frá Svíþjóð gat hrifið með sér marga og hvernig sú samstaða olli miklum framförum í málaflokknum. Eftir að ég hóf störf í náttúruverndinni hef ég kynnst svo mörgu fólki sem á það allt sameiginlegt að brenna fyrir málstaðnum en einnig upplifa sig mörg ein og einangruð í baráttunni. Eftir því sem verkefnin verða fleiri þá dreifumst við oft meira og upplifum okkur enn þá einangraðri. Þá er mikilvægt að minna sig á samhengi hlutanna og allt hitt fólkið sem maður á að. Samstaða og sameiginleg framtíðarsýn er meðalið að tala saman og deila áhyggjum, lausnum og jafnvel grínast aðeins, hefur margföldunaráhrif á okkar árangur. Hlustum á hvort annað og vinnum þetta saman sem samfélag. Höfundur er formaður Landverndar. Grein þessi er skrifuð af tilefni samráðsfundar náttúruverndar sem haldinn var í Úlfarsárdal um helgina.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun