Brókarlalli kenndur við Windows fær traust Finna Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 16:00 Úr atriði Windows95man. Eurovision Finnski tónlistarmaðurinn Windows95man flytur framlag þjóðar sinnar í Eurovision í Malmö í ár. Hann byrjar atriðið inni í eggi og neitar að vera í buxum þar til undir lok atriðisins, enda engar reglur hjá honum. Um helgina fór Uuden Musiikin Kilpailu-söngvakeppnin fram í Finnlandi en keppnin er undankeppni Finna fyrir Eurovision-söngvakeppnina sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í maí. Buxnalaus og alveg sama Finnar eru ekki alltaf á þeim buxunum að senda út hefðbundið atriði, í raun ákváðu þeir að vera ekki í neinum buxum þar sem Windows95man er á brókinni fyrstu tvær mínútur atriðisins. Windows95man er persóna listamannsins og plötusnúðarins Teemu Keisteri og klæðist, auk brókarinnar sem rætt var um hér á undan, derhúfu og stuttermabol sem bæði eru með merki stýrikerfisins Windows 95 sem var á sínum tíma gríðarlega vinsælt. Lagið heitir „No Rules!“ sem myndi þýðast yfir á íslensku sem „Engar reglur!“ og fjallar um Windows95man sjálfan og einu regluna í hans lífi, sem er að það eru engar reglur. Honum er sama hvað öðrum finnst, hvað er rétt og rangt, heldur lifir hann sínu lífi eins og honum sýnist. Stjörnuljósareipi Með Windows95man í atriðinu er söngvarinn Henri Piispanen sem sér um að syngja viðlagið. Hann er ekki jafn léttklæddur og félagi sinn, hann er klæddur í gallajakka, gallaskyrtu og gallastuttbuxur. Og já, Windows95man byrjar atriðið inni í gallaeggi. Undir lok atriðisins birtast annað par af gallastuttbuxum í loftinu og sígur niður þar sem Windows95man stendur. Hann klæðir sig í stuttbuxurnar og reipið sem þeir sigu niður í verða að stjörnuljósum. Windows95man stígur þá trylltan dans og endar atriðið í aðeins meiri fatnaði en hann hóf atriðið í, sem er öfugt við það sem á sér oft stað í Eurovision, það er að keppendur fækki fötum á sviðinu. Tónlist Finnland Eurovision Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira
Um helgina fór Uuden Musiikin Kilpailu-söngvakeppnin fram í Finnlandi en keppnin er undankeppni Finna fyrir Eurovision-söngvakeppnina sem haldin verður í Malmö í Svíþjóð í maí. Buxnalaus og alveg sama Finnar eru ekki alltaf á þeim buxunum að senda út hefðbundið atriði, í raun ákváðu þeir að vera ekki í neinum buxum þar sem Windows95man er á brókinni fyrstu tvær mínútur atriðisins. Windows95man er persóna listamannsins og plötusnúðarins Teemu Keisteri og klæðist, auk brókarinnar sem rætt var um hér á undan, derhúfu og stuttermabol sem bæði eru með merki stýrikerfisins Windows 95 sem var á sínum tíma gríðarlega vinsælt. Lagið heitir „No Rules!“ sem myndi þýðast yfir á íslensku sem „Engar reglur!“ og fjallar um Windows95man sjálfan og einu regluna í hans lífi, sem er að það eru engar reglur. Honum er sama hvað öðrum finnst, hvað er rétt og rangt, heldur lifir hann sínu lífi eins og honum sýnist. Stjörnuljósareipi Með Windows95man í atriðinu er söngvarinn Henri Piispanen sem sér um að syngja viðlagið. Hann er ekki jafn léttklæddur og félagi sinn, hann er klæddur í gallajakka, gallaskyrtu og gallastuttbuxur. Og já, Windows95man byrjar atriðið inni í gallaeggi. Undir lok atriðisins birtast annað par af gallastuttbuxum í loftinu og sígur niður þar sem Windows95man stendur. Hann klæðir sig í stuttbuxurnar og reipið sem þeir sigu niður í verða að stjörnuljósum. Windows95man stígur þá trylltan dans og endar atriðið í aðeins meiri fatnaði en hann hóf atriðið í, sem er öfugt við það sem á sér oft stað í Eurovision, það er að keppendur fækki fötum á sviðinu.
Tónlist Finnland Eurovision Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Sjá meira