Leiguverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hæst í Reykjanesbæ Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2024 10:54 Meðalleiga á hvern fermetra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var hæst í Reykjanesbæ á síðasta ári. Vísir/Egill Meðalleiga á hvern fermetra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var hæst í Reykjanesbæ í fyrra, en þar er hún um sex prósentum hærri en á Selfossi. Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem hefur verið unnið úr gögnum leiguskrár stofnunarinnar. Þar segir að samkvæmt leiguskránni hafi algengt fermetraverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins verið frá 2.400 krónum upp í 3.000 krónur, en meðalleigufjárhæð þar hafi verið á bilinu 197 til 250 þúsund. Ódýrasta meðalleigan var í Grindavík, en þar nam hún 197.808 krónum í fyrra. Þar mátti einnig finna minnstu meðalstærðina á íbúðum , en þær voru að meðaltali 81 fermetri að stærð. Meðalstærð íbúða var einnig svipuð í Reykjanesbæ og í Vogum á Vatnsleysuströnd, líkt og myndin hér að neðan sýnir, en þar er hún 84 og 83 fermetrar. Meðalstærð leiguhúsnæðis var hins vegar mest í Þorlákshöfn og Garði en leiguíbúðir þar eru að jafnaði tæplega 100 fermetrar. Þó ber að varast draga miklar ályktanir um gögnin í Þorlákshöfn, Garði og Sandgerði þar sem fjöldi samninga sem undirritaðir voru í fyrra á þessum stöðum var um og undir 20 talsins og því er úrtakið takmarkað þar. Stærð og eðli leigumarkaðar á Akureyri sker sig úr frá öðrum þéttbýliskjörnum út á landi Annars staðar á landinu er meðalleigufjárhæð á meira bili eða frá 134 þús. kr. til 212 þús. kr. Það helgast af því að meðalstærð leiguhúsnæðis er 59 fm. á Akureyri en í öðrum þéttbýliskjörnum út á landi er algeng meðalstærð húsnæðis á bilinu 80 fm. til 100 fm. Meðalfermetraverð er frá tæplega 1.900 kr. til tæplega 2.400 kr. Ágætt er að hafa hugfast að fjöldi samninga í Norðurþing er um 20 og því er úrtakið takmarkað þar en samningar á Akureyri eru yfir 600. Einungis eitt póstnúmer í Reykjavík inniheldur fleiri samninga en höfuðstaður Norðurlands og það er 101 Reykjavík,“ segir á vef HMS. Um Leiguskrána segir að hún sé hluti af húsnæðisgrunni HMS sem haldi utan um gögn og upplýsingar um húsnæðismál. „Öllum leigusölum sem leigja út fleiri en tvær íbúðir, er skylt að skrá húsaleigusamning um íbúðarhúsnæði í húsnæðisgrunninn. Sömuleiðis inniheldur leiguskráin rafræna húsaleigusamninga, en heildarfjöldi gildra samninga þar nær nú yfir 20 þúsund.“ Áður hafði HMS tekið saman upplýsingar um meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu þar sem kom fram að það væri hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári. Þar hafi íbúðir til leigu jafnframt verup stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mest borgað fyrir leigu í austurhluta Kópavogs Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. 7. febrúar 2024 10:41 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem hefur verið unnið úr gögnum leiguskrár stofnunarinnar. Þar segir að samkvæmt leiguskránni hafi algengt fermetraverð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins verið frá 2.400 krónum upp í 3.000 krónur, en meðalleigufjárhæð þar hafi verið á bilinu 197 til 250 þúsund. Ódýrasta meðalleigan var í Grindavík, en þar nam hún 197.808 krónum í fyrra. Þar mátti einnig finna minnstu meðalstærðina á íbúðum , en þær voru að meðaltali 81 fermetri að stærð. Meðalstærð íbúða var einnig svipuð í Reykjanesbæ og í Vogum á Vatnsleysuströnd, líkt og myndin hér að neðan sýnir, en þar er hún 84 og 83 fermetrar. Meðalstærð leiguhúsnæðis var hins vegar mest í Þorlákshöfn og Garði en leiguíbúðir þar eru að jafnaði tæplega 100 fermetrar. Þó ber að varast draga miklar ályktanir um gögnin í Þorlákshöfn, Garði og Sandgerði þar sem fjöldi samninga sem undirritaðir voru í fyrra á þessum stöðum var um og undir 20 talsins og því er úrtakið takmarkað þar. Stærð og eðli leigumarkaðar á Akureyri sker sig úr frá öðrum þéttbýliskjörnum út á landi Annars staðar á landinu er meðalleigufjárhæð á meira bili eða frá 134 þús. kr. til 212 þús. kr. Það helgast af því að meðalstærð leiguhúsnæðis er 59 fm. á Akureyri en í öðrum þéttbýliskjörnum út á landi er algeng meðalstærð húsnæðis á bilinu 80 fm. til 100 fm. Meðalfermetraverð er frá tæplega 1.900 kr. til tæplega 2.400 kr. Ágætt er að hafa hugfast að fjöldi samninga í Norðurþing er um 20 og því er úrtakið takmarkað þar en samningar á Akureyri eru yfir 600. Einungis eitt póstnúmer í Reykjavík inniheldur fleiri samninga en höfuðstaður Norðurlands og það er 101 Reykjavík,“ segir á vef HMS. Um Leiguskrána segir að hún sé hluti af húsnæðisgrunni HMS sem haldi utan um gögn og upplýsingar um húsnæðismál. „Öllum leigusölum sem leigja út fleiri en tvær íbúðir, er skylt að skrá húsaleigusamning um íbúðarhúsnæði í húsnæðisgrunninn. Sömuleiðis inniheldur leiguskráin rafræna húsaleigusamninga, en heildarfjöldi gildra samninga þar nær nú yfir 20 þúsund.“ Áður hafði HMS tekið saman upplýsingar um meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu þar sem kom fram að það væri hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári. Þar hafi íbúðir til leigu jafnframt verup stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum.
Leigumarkaður Húsnæðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mest borgað fyrir leigu í austurhluta Kópavogs Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. 7. febrúar 2024 10:41 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Mest borgað fyrir leigu í austurhluta Kópavogs Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. 7. febrúar 2024 10:41