Gríðarlegt áfall á Hlíðarenda: „Leyfum okkur að vera daprir yfir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 10:03 Joshua Jefferson hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá Val í vetur. Vísir / Hulda Margrét Valsmenn hafa orðið fyrir gríðarlegu áfalli, og vonir þeirra um Íslandsmeistaratitil í körfubolta minnkað til muna, eftir að í ljós kom að Bandaríkjamaðurinn Joshua Jefferson spilar ekki meira á leiktíðinni. Jefferson meiddist í leik gegn Haukum í síðustu viku og skoðun hefur nú leitt í ljós að hann sleit fremra krossband í hné, og verður því væntanlega frá keppni næstu 6-9 mánuði. „Maður finnur auðvitað mest til með honum,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, en viðurkennir að meiðsli Jefferson séu að sjálfsögðu áfall fyrir allt Valsliðið og að menn leyfi sér að vera daprir næstu daga. „Þetta er ungur strákur sem átti erfitt fyrsta ár í atvinnumennskunni í fyrra, en er búinn að vinna sig vel upp í vetur. Strákur sem við ákváðum að gefa tækifæri og rímaði vel við það sem okkur vantaði. Góður strákur. Þetta er högg fyrir hann eins og okkur alla.“ Vonin um titilinn úr sögunni? Eflaust telja margir að von Valsmanna um Íslandsmeistaratitil sé núna úr sögunni, þrátt fyrir að þeir séu með sex stiga forskot á toppi Subway-deildarinnar. „Maður útilokar svo sem ekki eitt né neitt, en vissulega er þetta annar leikstjórnandinn og þriðji leikmaðurinn sem við missum í meiðsli út tímabilið,“ segir Finnur en þeir Kári Jónsson og Benóný Svanur Sigurðsson eru einnig frá keppni vegna meiðsla. Finnur segir mögulegt að Kári taki einhvern þátt í úrslitakeppninni en að það verði þá í mýflugumynd. „Erum ekki af baki dottnir“ „Það er erfitt að gera ráð fyrir því, þegar maður setur saman lið, að báðir leikstjórnendurnir detti út. En við erum ekki af baki dottnir og höldum áfram þó að þetta flæki málin vissulega töluvert. Svona eru íþróttirnar, menn meiðast, og því miður höfum við verið ansi óheppnir með það í vetur,“ segir Finnur. Félagaskiptaglugginn lokaðist fyrir tveimur vikum og engin leið fyrir Valsmenn til að bregðast við stöðunni. Næsti leikur Vals er gegn Hetti á fimmtudaginn en svo tekur við hlé vegna landsleikja fram til 7. mars. „Kári og Josh eru báðir leikmenn sem gerðu tilkall í að verða besti leikmaður deildarinnar. Benóný er meira til að auka breiddina hjá okkur, en engu að síður vont líka að missa hann út. Þetta er þungt og við leyfum okkur að vera daprir yfir þessu. En svo þurfum við að nýta tímann vel í landsleikjapásunni, þjappa okkur saman og finna leiðir eins og við höfum gert í allan vetur,“ segir Finnur. Subway-deild karla Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Jefferson meiddist í leik gegn Haukum í síðustu viku og skoðun hefur nú leitt í ljós að hann sleit fremra krossband í hné, og verður því væntanlega frá keppni næstu 6-9 mánuði. „Maður finnur auðvitað mest til með honum,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, en viðurkennir að meiðsli Jefferson séu að sjálfsögðu áfall fyrir allt Valsliðið og að menn leyfi sér að vera daprir næstu daga. „Þetta er ungur strákur sem átti erfitt fyrsta ár í atvinnumennskunni í fyrra, en er búinn að vinna sig vel upp í vetur. Strákur sem við ákváðum að gefa tækifæri og rímaði vel við það sem okkur vantaði. Góður strákur. Þetta er högg fyrir hann eins og okkur alla.“ Vonin um titilinn úr sögunni? Eflaust telja margir að von Valsmanna um Íslandsmeistaratitil sé núna úr sögunni, þrátt fyrir að þeir séu með sex stiga forskot á toppi Subway-deildarinnar. „Maður útilokar svo sem ekki eitt né neitt, en vissulega er þetta annar leikstjórnandinn og þriðji leikmaðurinn sem við missum í meiðsli út tímabilið,“ segir Finnur en þeir Kári Jónsson og Benóný Svanur Sigurðsson eru einnig frá keppni vegna meiðsla. Finnur segir mögulegt að Kári taki einhvern þátt í úrslitakeppninni en að það verði þá í mýflugumynd. „Erum ekki af baki dottnir“ „Það er erfitt að gera ráð fyrir því, þegar maður setur saman lið, að báðir leikstjórnendurnir detti út. En við erum ekki af baki dottnir og höldum áfram þó að þetta flæki málin vissulega töluvert. Svona eru íþróttirnar, menn meiðast, og því miður höfum við verið ansi óheppnir með það í vetur,“ segir Finnur. Félagaskiptaglugginn lokaðist fyrir tveimur vikum og engin leið fyrir Valsmenn til að bregðast við stöðunni. Næsti leikur Vals er gegn Hetti á fimmtudaginn en svo tekur við hlé vegna landsleikja fram til 7. mars. „Kári og Josh eru báðir leikmenn sem gerðu tilkall í að verða besti leikmaður deildarinnar. Benóný er meira til að auka breiddina hjá okkur, en engu að síður vont líka að missa hann út. Þetta er þungt og við leyfum okkur að vera daprir yfir þessu. En svo þurfum við að nýta tímann vel í landsleikjapásunni, þjappa okkur saman og finna leiðir eins og við höfum gert í allan vetur,“ segir Finnur.
Subway-deild karla Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira