Feitur biti frá Sveindísi til Glódísar Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 13:45 Lena Oberdorf sækir að Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í landsleik á Laugardalsvelli síðasta haust. Mögulega spila þær saman með Bayern á næsta tímabili. Getty/Hulda Margrét Þýska knattspyrnufélagið Bayern München staðfesti í dag að hin 22 ára gamla Lena Oberdorf kæmi til félagsins í sumar frá Wolfsburg. Hún skrifaði undir samning við Bayern sem gildir til 2028. Kaupverðið er sagt nema 60-67 milljónum króna (400-450 þúsund evrum) og er það hæsta sem greitt hefur verið fyrir þýska knattspyrnukonu. Oberdorf verður þar með væntanlega liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur og Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur, sem og mögulega Karólíu Leu Vilhjálmsdóttur sem í vetur er að láni hjá Leverkusen. Hún hefur verið liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg síðustu ár og verið í lykilhlutverki hjá liðinu sem komst meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári, varð Þýskalandsmeistari 2022 og hefur unnið þýska bikarinn þrjú síðustu ár. Lena Oberdorf signs for Bayern The 2022/23 #UWCL Young Player of the Season will join her new side in the summer pic.twitter.com/SGYidSGeTA— UEFA Women s Champions League (@UWCL) February 15, 2024 Oberdorf var valin besti ungi leikmaðurinn í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, og hafði áður verið valin besti ungi leikmaðurinn á Evrópumóti landsliða 2022 þegar Þýskaland hafnaði í 2. sæti. Þrátt fyrir frekar ungan aldur á hún að baki 44 A-landsleiki og hefur spilað 99 leiki í efstu deild Þýskalands. Oberdorf er í þeirri sérkennilegu stöðu að eiga eftir að mæta sínum verðandi liðsfélögum í leik gegn Bayern 23. mars, en sá leikur gæti ráðið miklu í baráttunni um þýska meistaratitilinn. Bayern er stigi fyrir ofan Wolfsburg eftir þrettán umferðir. Þýski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Kaupverðið er sagt nema 60-67 milljónum króna (400-450 þúsund evrum) og er það hæsta sem greitt hefur verið fyrir þýska knattspyrnukonu. Oberdorf verður þar með væntanlega liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur og Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur, sem og mögulega Karólíu Leu Vilhjálmsdóttur sem í vetur er að láni hjá Leverkusen. Hún hefur verið liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg síðustu ár og verið í lykilhlutverki hjá liðinu sem komst meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á síðasta ári, varð Þýskalandsmeistari 2022 og hefur unnið þýska bikarinn þrjú síðustu ár. Lena Oberdorf signs for Bayern The 2022/23 #UWCL Young Player of the Season will join her new side in the summer pic.twitter.com/SGYidSGeTA— UEFA Women s Champions League (@UWCL) February 15, 2024 Oberdorf var valin besti ungi leikmaðurinn í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, og hafði áður verið valin besti ungi leikmaðurinn á Evrópumóti landsliða 2022 þegar Þýskaland hafnaði í 2. sæti. Þrátt fyrir frekar ungan aldur á hún að baki 44 A-landsleiki og hefur spilað 99 leiki í efstu deild Þýskalands. Oberdorf er í þeirri sérkennilegu stöðu að eiga eftir að mæta sínum verðandi liðsfélögum í leik gegn Bayern 23. mars, en sá leikur gæti ráðið miklu í baráttunni um þýska meistaratitilinn. Bayern er stigi fyrir ofan Wolfsburg eftir þrettán umferðir.
Þýski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira