Fjármálaráðuneytið hefur áfram rangt við niðurfellingu persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndunum Jón Frímann Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 07:30 Það er ótrúlega lélegur málflutningur sem Fjármálaráðuneytið hefur við í þeirri vörn sem þeir reyna að setja upp til þess að réttlæta niðurfellingu persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Vegna þess að þessi niðurfelling hefur ekki áhrif á neinn annan hóp öryrkja. Þeir öryrkja og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir innan Evrópusambandsins en utan Norðurlandanna borga ekki neinn skatt á Íslandi samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Á móti borgar þetta fólk fullan skatt í því ríki sem það á heima og nýtur þar að leiðandi persónuafsláttar í því ríki eftir þeim lögum sem þar gilda. Þetta er ekki þannig sem Ísland gerði samninga við önnur Norðurlönd um þennan málaflokk. Fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Þá er skattaleg skylda á þessum greiðslum á Íslandi, eða í heimaríki viðkomandi. Ég þekki bara til Danmörku þar sem ég hef verið búsettur og mun nota það í þeim texta sem fer hérna að neðan. Þegar öryrki eða ellilífeyrisþegi flytur til Danmerkur. Þá er hann skattlagður samkvæmt reglum tvísköttunarsamningi milli Íslands og Danmerkur. Þar kemur fram mjög skýrt að skatta af þessum greiðslum skuli vera greiddur á Íslandi, eða heimaríki eins og það er kallað í samningum. Á móti þá dregur skatturinn í Danmörku frá greiddan skatt á Íslandi ásamt áætluðum skatti í Danmörku. Ef einhver mismunur er, þá greiðist það í Danmörku. Það er enginn persónuafsláttar af þessu hjá Danska skattinum, þó fá öryrkjar persónuafslátt hjá Danska skattinum sem er notaður ef fólk fær vinnu og borguð laun í Danmörku. Það bara nær ekki til þessa liðar á dönsku skattaskýrslunni eins og er skilgreint samkvæmt tvísköttunarsamningum. Það er alvarlegt mál þegar Fjármálaráðuneytið kemur með þennan hérna málflutning, sem er ekki byggður á neinum staðreyndum eða dæmum um að þetta hafi gerst, „Fjármálaráðuneytið segir að persónuafsláttur lífeyris- og eftirlaunaþega í útlöndum hafi verið misnotaður og runnið í erlenda ríkissjóði. Ríkið segir fáa verr setta við afnám persónuafsláttarins en ÖBÍ og lífeyrissjóðir leita svara um endanleg áhrif.“ - Frétt Rúv þann 16. Febrúar 2024, „Ríkið ber fyrir sig misnotkun og fé sem rennur í erlenda ríkissjóði“ Þetta er rangt. Íslenska ríkið hefur engin völd til þess að ákvarða þetta eða koma með fullyrðingar af þessari tegund um þetta. Staðreyndin er að þetta er ekkert nema yfirklór og þvæla sem er sett þarna fram. Hvorki Fjármálaráðuneytið eða Skatturinn á Íslandi hafa gefið út leiðbeiningar til öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum hvaða þeir eiga að setja í skattskýrslur þar sem þeir eiga heima. Margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa því ranglega sett persónuafslátt inn í skattaskýrslur í Danmörku og fengið rosalegan reikning til þess að borga til danska skattsins í kjölfarið. Í stað þess að setja inn skattinn áður en persónuafsláttur kemur til eins og er skilgreint og heimilt samkvæmt tvísköttunarsamningum. Danski skatturinn mun ekki gera athugasemdir við slíkt. Ég veit ekki með önnur ríki á Norðurlöndunum. Án persónuafsláttar þá lenda öryrkjar í því að borga stórar fjárhæðir í skatta á Íslandi. Það lækkar ráðstöfunartekjur ennþá meira og gerir stöðuna ennþá verri hjá mörgum. Samkvæmt íslenska skattinum, þá er hægt að fá þetta endurgreitt en það gerist aldrei fyrr en árið eftir. Þar sem þetta eru 100% tekjur sem koma frá Íslandi og samkvæmt þessari lagabreytingu, þá er hægt að fá persónuafslátturinn greiddan í einu lagi þegar skatturinn er gerður upp árið eftir. Ef þessi aðgerð varðar stöðu mála í Portúgal. Þar sem ellilífeyrisþegar eru að borga aðeins 10% skatt. Þá er það þannig að skattskyldan þar er öll í Portúgal en engin á Íslandi fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja sem búa í Portúgal. Þessi breyting á lögum mun því ekki hafa nein áhrif á það fólk. Þetta mun, eins og ég hef nefnt í þessari grein, koma verst niður á þeim sem eru búsettir á Norðurlöndunum vegna þess hvernig tvísköttunarsamningurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna er settur upp fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á þá sem eru búsettir utan Norðurlandanna. Þar sem skattskyldan er öll í því ríki sem viðkomandi býr. Þessari lagabreytingu verður að breyta til baka. Annars mun það auka á vandræði ákveðin hóps öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndunum. Höfundur er öryrki, tímabundið búsettur á Íslandi. Annars í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Jón Frímann Jónsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Það er ótrúlega lélegur málflutningur sem Fjármálaráðuneytið hefur við í þeirri vörn sem þeir reyna að setja upp til þess að réttlæta niðurfellingu persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Vegna þess að þessi niðurfelling hefur ekki áhrif á neinn annan hóp öryrkja. Þeir öryrkja og ellilífeyrisþegar sem eru búsettir innan Evrópusambandsins en utan Norðurlandanna borga ekki neinn skatt á Íslandi samkvæmt tvísköttunarsamningum þar um. Á móti borgar þetta fólk fullan skatt í því ríki sem það á heima og nýtur þar að leiðandi persónuafsláttar í því ríki eftir þeim lögum sem þar gilda. Þetta er ekki þannig sem Ísland gerði samninga við önnur Norðurlönd um þennan málaflokk. Fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum. Þá er skattaleg skylda á þessum greiðslum á Íslandi, eða í heimaríki viðkomandi. Ég þekki bara til Danmörku þar sem ég hef verið búsettur og mun nota það í þeim texta sem fer hérna að neðan. Þegar öryrki eða ellilífeyrisþegi flytur til Danmerkur. Þá er hann skattlagður samkvæmt reglum tvísköttunarsamningi milli Íslands og Danmerkur. Þar kemur fram mjög skýrt að skatta af þessum greiðslum skuli vera greiddur á Íslandi, eða heimaríki eins og það er kallað í samningum. Á móti þá dregur skatturinn í Danmörku frá greiddan skatt á Íslandi ásamt áætluðum skatti í Danmörku. Ef einhver mismunur er, þá greiðist það í Danmörku. Það er enginn persónuafsláttar af þessu hjá Danska skattinum, þó fá öryrkjar persónuafslátt hjá Danska skattinum sem er notaður ef fólk fær vinnu og borguð laun í Danmörku. Það bara nær ekki til þessa liðar á dönsku skattaskýrslunni eins og er skilgreint samkvæmt tvísköttunarsamningum. Það er alvarlegt mál þegar Fjármálaráðuneytið kemur með þennan hérna málflutning, sem er ekki byggður á neinum staðreyndum eða dæmum um að þetta hafi gerst, „Fjármálaráðuneytið segir að persónuafsláttur lífeyris- og eftirlaunaþega í útlöndum hafi verið misnotaður og runnið í erlenda ríkissjóði. Ríkið segir fáa verr setta við afnám persónuafsláttarins en ÖBÍ og lífeyrissjóðir leita svara um endanleg áhrif.“ - Frétt Rúv þann 16. Febrúar 2024, „Ríkið ber fyrir sig misnotkun og fé sem rennur í erlenda ríkissjóði“ Þetta er rangt. Íslenska ríkið hefur engin völd til þess að ákvarða þetta eða koma með fullyrðingar af þessari tegund um þetta. Staðreyndin er að þetta er ekkert nema yfirklór og þvæla sem er sett þarna fram. Hvorki Fjármálaráðuneytið eða Skatturinn á Íslandi hafa gefið út leiðbeiningar til öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum hvaða þeir eiga að setja í skattskýrslur þar sem þeir eiga heima. Margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa því ranglega sett persónuafslátt inn í skattaskýrslur í Danmörku og fengið rosalegan reikning til þess að borga til danska skattsins í kjölfarið. Í stað þess að setja inn skattinn áður en persónuafsláttur kemur til eins og er skilgreint og heimilt samkvæmt tvísköttunarsamningum. Danski skatturinn mun ekki gera athugasemdir við slíkt. Ég veit ekki með önnur ríki á Norðurlöndunum. Án persónuafsláttar þá lenda öryrkjar í því að borga stórar fjárhæðir í skatta á Íslandi. Það lækkar ráðstöfunartekjur ennþá meira og gerir stöðuna ennþá verri hjá mörgum. Samkvæmt íslenska skattinum, þá er hægt að fá þetta endurgreitt en það gerist aldrei fyrr en árið eftir. Þar sem þetta eru 100% tekjur sem koma frá Íslandi og samkvæmt þessari lagabreytingu, þá er hægt að fá persónuafslátturinn greiddan í einu lagi þegar skatturinn er gerður upp árið eftir. Ef þessi aðgerð varðar stöðu mála í Portúgal. Þar sem ellilífeyrisþegar eru að borga aðeins 10% skatt. Þá er það þannig að skattskyldan þar er öll í Portúgal en engin á Íslandi fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja sem búa í Portúgal. Þessi breyting á lögum mun því ekki hafa nein áhrif á það fólk. Þetta mun, eins og ég hef nefnt í þessari grein, koma verst niður á þeim sem eru búsettir á Norðurlöndunum vegna þess hvernig tvísköttunarsamningurinn milli Íslands og hinna Norðurlandanna er settur upp fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á þá sem eru búsettir utan Norðurlandanna. Þar sem skattskyldan er öll í því ríki sem viðkomandi býr. Þessari lagabreytingu verður að breyta til baka. Annars mun það auka á vandræði ákveðin hóps öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndunum. Höfundur er öryrki, tímabundið búsettur á Íslandi. Annars í Danmörku.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar