Ástæða til að skoða lögleiðingu kannabis í lækningaskyni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. febrúar 2024 20:02 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur ástæðu til að skoða hugmyndir um lögleiðingu kannabis í lækningaskyni, en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort formleg vinna hefjist um málið. Slíkar breytingar verði að vinna í samráði við dómsmálaráðuneytið. Fyrir helgi steig fjölskyldufaðir fram í viðtali og sagði sárt að þurfa að verða sér úti um ólöglega eiturlyfið kannabis til að lina þjáningar vegna tveggja sársaukafullra taugasjúkdóma sem hann glímir við. Maðurinn, Hómsteinn hefur prufað öll þau lyf sem læknar hafa skrifað upp á en ekkert virkað. Eina sem slær á verkina er kannabis sem gerir honum kleift að hreyfa sig um á daginn. Hann berst nú fyrir því að efnið verði gert löglegt í lækningaskyni undir eftirliti sérfræðinga. „Ég sá viðtal við þennan einstakling og heyrði hvað hann segir. Mér finnst algjör ástæða til að skoða það betur. Nú höfum við heimilað framleiðslu á slíkum olíum en þá er miðað við ákveðið gildi THC,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Mun hlusta á fagfólkið Olíurnar sem Willum vísar til eru CBD olíur og löglegar hér á landi en efnið THC sem hann nefnir er virka vímuefnið í Kannabisinu. Notkun þess er ólögleg hér á landi. „Það er ólögleg efni, þannig við þurfum að taka það samtal þá við fleiri en bara sérfræðinga í heilbrigðisráðuneytinu og fagfólk í heilbrigðisþjónustu. En við eigum að hlusta og kanna hvað hægt er að gera. Ég mun hlusta auðvitað á fagfólkið í þessu en er alltaf tilbúinn til að hitta viðkomandi af því að hann nefndi það að hann vildi hitta heilbrigðisráðherra.“ Samtal um lögleiðingu kannabis í lækningaskyni þurfi að gerast í samráði við dómsmálaráðherra og fleiri. En ætlar þú að hafa frumkvæði að því að hefja slíkt samtal? „Ég veit ekki með hversu formlegum hætti það er, en þessi umræða er komin í gang og hún hefur svo sem verið varðandi þessar olíur en hún heldur áfram. Hvort ég fari inn í það með einhverjum formlegum hætti hef ég ekki tekið neina ákvörðun um.“ Kannabis Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Fyrir helgi steig fjölskyldufaðir fram í viðtali og sagði sárt að þurfa að verða sér úti um ólöglega eiturlyfið kannabis til að lina þjáningar vegna tveggja sársaukafullra taugasjúkdóma sem hann glímir við. Maðurinn, Hómsteinn hefur prufað öll þau lyf sem læknar hafa skrifað upp á en ekkert virkað. Eina sem slær á verkina er kannabis sem gerir honum kleift að hreyfa sig um á daginn. Hann berst nú fyrir því að efnið verði gert löglegt í lækningaskyni undir eftirliti sérfræðinga. „Ég sá viðtal við þennan einstakling og heyrði hvað hann segir. Mér finnst algjör ástæða til að skoða það betur. Nú höfum við heimilað framleiðslu á slíkum olíum en þá er miðað við ákveðið gildi THC,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Mun hlusta á fagfólkið Olíurnar sem Willum vísar til eru CBD olíur og löglegar hér á landi en efnið THC sem hann nefnir er virka vímuefnið í Kannabisinu. Notkun þess er ólögleg hér á landi. „Það er ólögleg efni, þannig við þurfum að taka það samtal þá við fleiri en bara sérfræðinga í heilbrigðisráðuneytinu og fagfólk í heilbrigðisþjónustu. En við eigum að hlusta og kanna hvað hægt er að gera. Ég mun hlusta auðvitað á fagfólkið í þessu en er alltaf tilbúinn til að hitta viðkomandi af því að hann nefndi það að hann vildi hitta heilbrigðisráðherra.“ Samtal um lögleiðingu kannabis í lækningaskyni þurfi að gerast í samráði við dómsmálaráðherra og fleiri. En ætlar þú að hafa frumkvæði að því að hefja slíkt samtal? „Ég veit ekki með hversu formlegum hætti það er, en þessi umræða er komin í gang og hún hefur svo sem verið varðandi þessar olíur en hún heldur áfram. Hvort ég fari inn í það með einhverjum formlegum hætti hef ég ekki tekið neina ákvörðun um.“
Kannabis Heilbrigðismál Lyf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira