Gistir í Grindavík í nótt: „Við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 21:17 Stefán er Grindvíkingur í húð og hár og er feginn að geta flutt aftur heim. Vísir/Sigurjón Heimakærir Grindvíkingar nýttu sér í dag breytt fyrirkomulag aðgengismála í bænum og sóttu ýmist vinnu eða huguðu að eigum sínum. Þrátt fyrir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi frá og með deginum í dag leyft Grindvíkingum að dvelja og starfa í bænum voru ekki ýkja margir í bænum því sem stendur er ekkert neysluvatn. Útlit er fyrir að mun fleiri sæki bæinn heim næstu daga þegar köldu vatni verður komið á í bænum en það verður gert í áföngum og byrjað á hafnarsvæði bæjarins. Stefán Kristjánsson, eigandi Einhamar Sefood, var mættur til vinnu í morgun til að undirbúa morgundaginn. „Fyrsti bátur hjá okkur, hann landar hjá okkur í Grindavíkurhöfn í fyrramálið, það er mikið fagnaðarefni. Við byrjum þá að slægja strax á eftir og við erum með sjó úr borholu, tandurhreinan sjó af 36 metra dýpi og notum hann og svo kemur vatnið vonandi síðan á morgun og svo byrjum við að flaka á fimmtudaginn.“ Stefán á von á að taka á móti um þrjátíu manns til vinnu á morgun. Þú ert ekkert smeykur sé ég? „Nei, ég er ekkert smeykur. Alls ekki, hef aldrei verið,“ sagði Stefán og skellti upp úr. Stefán ætlar raunar að gista heima í Grindavík í nótt og hann bauð fréttamanni og myndatökumanni inn fyrir. Þetta er fyrsta nóttin í hversu langan tíma? „Já, síðan síðasta rýming var. Ég var hérna þá nóttina og svo líka í gosinu þar áður.“ En þú ætlar að redda þér án þess að hafa neysluvatn. Ertu svona fyrirhyggjusamur? „Já, já ég er með 20 lítra kút úti í bíl sem ég á eftir að bera inn. Svo ætla ég að steikja mér kótilettur í kvöld og horfa á körfubolta.“ Stefán gerir ráð fyrir að fleiri Grindvíkingar flytji aftur í bæinn þegar kalda vatnið kemst í lag. „Já, við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík.“ Grindavík Sjávarútvegur Atvinnurekendur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12 Um 400 manns í Grindavík í dag Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim. 20. febrúar 2024 15:47 Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. 20. febrúar 2024 12:11 Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þrátt fyrir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafi frá og með deginum í dag leyft Grindvíkingum að dvelja og starfa í bænum voru ekki ýkja margir í bænum því sem stendur er ekkert neysluvatn. Útlit er fyrir að mun fleiri sæki bæinn heim næstu daga þegar köldu vatni verður komið á í bænum en það verður gert í áföngum og byrjað á hafnarsvæði bæjarins. Stefán Kristjánsson, eigandi Einhamar Sefood, var mættur til vinnu í morgun til að undirbúa morgundaginn. „Fyrsti bátur hjá okkur, hann landar hjá okkur í Grindavíkurhöfn í fyrramálið, það er mikið fagnaðarefni. Við byrjum þá að slægja strax á eftir og við erum með sjó úr borholu, tandurhreinan sjó af 36 metra dýpi og notum hann og svo kemur vatnið vonandi síðan á morgun og svo byrjum við að flaka á fimmtudaginn.“ Stefán á von á að taka á móti um þrjátíu manns til vinnu á morgun. Þú ert ekkert smeykur sé ég? „Nei, ég er ekkert smeykur. Alls ekki, hef aldrei verið,“ sagði Stefán og skellti upp úr. Stefán ætlar raunar að gista heima í Grindavík í nótt og hann bauð fréttamanni og myndatökumanni inn fyrir. Þetta er fyrsta nóttin í hversu langan tíma? „Já, síðan síðasta rýming var. Ég var hérna þá nóttina og svo líka í gosinu þar áður.“ En þú ætlar að redda þér án þess að hafa neysluvatn. Ertu svona fyrirhyggjusamur? „Já, já ég er með 20 lítra kút úti í bíl sem ég á eftir að bera inn. Svo ætla ég að steikja mér kótilettur í kvöld og horfa á körfubolta.“ Stefán gerir ráð fyrir að fleiri Grindvíkingar flytji aftur í bæinn þegar kalda vatnið kemst í lag. „Já, við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík.“
Grindavík Sjávarútvegur Atvinnurekendur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12 Um 400 manns í Grindavík í dag Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim. 20. febrúar 2024 15:47 Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. 20. febrúar 2024 12:11 Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12
Um 400 manns í Grindavík í dag Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim. 20. febrúar 2024 15:47
Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. 20. febrúar 2024 12:11
Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33