Fór huldu höfði á landinu í samtals tvö ár Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. febrúar 2024 18:03 Manninum hafði áður verið vísað úr landi en kom aftur með breytt eftirnafn. Vísir Hælisleitandi sem hafði farið huldu höfði í heilt ár fannst þegar lögregla hafði afskipti af honum vegna þjófnaðar í verslun við Tryggvagötu. Þá kom í ljós að hann hafði verið í felum á Íslandi tvisvar í samtals tvö ár yfir sex ára skeið. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var staðfestur af Landsrétti í dag. Maðurinn var handtekinn þann nítjánda febrúar síðastliðinn vegna gruns um þjófnað. Hann kvaðst ekki vera með skilríki og neitaði að gefa upp dvalarstað sinn hér á landi þegar lögreglumennt inntu hann eftir því. Hann var handtekinn og vistaður til að hægt væri að rannsaka málið frekar. Sérútbúinn bakpoki til þjófnaðar Við handtökuna var maðurinn með bakpoka með sér sem búið var að gera sérstakt „innvols“ í til að koma í veg fyrir það að þjófavörn færi í gang þegar gengið væri fram hjá öryggishliði verslana. Lögreglan lagði hald á töskuna í þágu rannsóknar málsins. Við rannsókn lögreglu kom svo í ljós maðurinn hefði sótt um hæli á Íslandi árið 2017 en umsókn hans synjað 2018 og átti að vísa honum úr landi. Þá hafi maðurinn farið í felur og ekki fundist í rúmt ár þangað til að lögreglan hafði afskipti af honum vegna annars þjófnaðar í apríl 2019. Hann hafði ekki sinnt tilkynningarskyldu. Honum hafi verið loks vísað úr landi í nóvember 2019. Kom aftur með nýtt nafn Þrátt fyrir þetta kom maðurinn aftur til landsins og sótti um hæli á nýjan leik í janúar 2023. Þá hafði hann einnig breytt nafninu sínu. Hann var merktur „týndur/horfinn“ í kerfum Útlendingastofnunar og lögreglu í febrúar 2023 og fór huldu höfði á landinu til nítjánda febrúar síðastliðins þegar hann var handtekinn eins og kom fram. Í gæsluvarðhaldskröfu sinni vísaði lögreglan til þess að maðurinn hefði áður komið sér undan brottvísunarskipunum. Einnig var vísað til þess að maðurinn hefði dvalið ólöglega hér á landi án þess að upplýsa yfirvöld um dvalarstað. Það sé því nauðsynlegt að hann sé úrskurðaður í gæsluvarðhaldi á meðan meðferð málsins hans stendur. Í úrskurðinum er tekið undir það að maðurinn sé líklegur til þess að koma sér undan brottvísun og því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi fram til fimmta mars næstkomandi. Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Maðurinn var handtekinn þann nítjánda febrúar síðastliðinn vegna gruns um þjófnað. Hann kvaðst ekki vera með skilríki og neitaði að gefa upp dvalarstað sinn hér á landi þegar lögreglumennt inntu hann eftir því. Hann var handtekinn og vistaður til að hægt væri að rannsaka málið frekar. Sérútbúinn bakpoki til þjófnaðar Við handtökuna var maðurinn með bakpoka með sér sem búið var að gera sérstakt „innvols“ í til að koma í veg fyrir það að þjófavörn færi í gang þegar gengið væri fram hjá öryggishliði verslana. Lögreglan lagði hald á töskuna í þágu rannsóknar málsins. Við rannsókn lögreglu kom svo í ljós maðurinn hefði sótt um hæli á Íslandi árið 2017 en umsókn hans synjað 2018 og átti að vísa honum úr landi. Þá hafi maðurinn farið í felur og ekki fundist í rúmt ár þangað til að lögreglan hafði afskipti af honum vegna annars þjófnaðar í apríl 2019. Hann hafði ekki sinnt tilkynningarskyldu. Honum hafi verið loks vísað úr landi í nóvember 2019. Kom aftur með nýtt nafn Þrátt fyrir þetta kom maðurinn aftur til landsins og sótti um hæli á nýjan leik í janúar 2023. Þá hafði hann einnig breytt nafninu sínu. Hann var merktur „týndur/horfinn“ í kerfum Útlendingastofnunar og lögreglu í febrúar 2023 og fór huldu höfði á landinu til nítjánda febrúar síðastliðins þegar hann var handtekinn eins og kom fram. Í gæsluvarðhaldskröfu sinni vísaði lögreglan til þess að maðurinn hefði áður komið sér undan brottvísunarskipunum. Einnig var vísað til þess að maðurinn hefði dvalið ólöglega hér á landi án þess að upplýsa yfirvöld um dvalarstað. Það sé því nauðsynlegt að hann sé úrskurðaður í gæsluvarðhaldi á meðan meðferð málsins hans stendur. Í úrskurðinum er tekið undir það að maðurinn sé líklegur til þess að koma sér undan brottvísun og því sé gæsluvarðhald nauðsynlegt. Hann mun sitja í gæsluvarðhaldi fram til fimmta mars næstkomandi.
Dómsmál Hælisleitendur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira