Varar Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 10:05 Pútín sakaði Vesturlönd um að vilja tortíma Rússlandi og sagði framgöngu þeirra stuðla að kjarnorkustyrjöld. AP/Alexander Zemlianichenko Rússland er „stoð lýðræðis“ og Vesturlönd, sem freistuðu þess að stuðla að úrkynjun þjóðarinnar hafa tapað þeirri baráttu. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti nú fyrir stundu, í árlegri stefnuræðu sinni fyrir rússneska þinginu. Ræða Pútín virðist aðallega snúast um mikla samstöðu í Rússlandi þegar kemur að „sérstakri hernaðaraðgerð“ Rússa í Úkraínu og meintar tilraunir Vesturlanda til að stuðla að tortímingu Rússlands. Þá varaði hann Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. Forsetinn byrjaði á því að segjast myndu horfa til framtíðar í ræðu sinni en ákveðin mál biðu þess að vera leyst til að stuðla að framþróun ríkisins. Sagðist hann hafa átt samtöl við Rússa út um allt land; hermenn, sjálfboðaliða og kennara. Pútín sagði mikilvægt að Rússar styddu bræður sína og systur, sem er líklega tilvísun til Rússa í Úkraínu, og kallaði íbúa Donbas og Sevastopol, sem Rússar hafa hernumið, hetjur. Þá sagði hann fjölda fyrirtækja og einstaklinga hafa stutt við hermenn á framlínunni, bæði með fjárframlögum og gjöfum. Þetta sýndi að hermenn Rússlands hefðu „alla þjóðina“ að baki sér. Forsetinn ítrekaði að erlendum ríkjum yrði ekki leyft að skipta sér af innanríkismálum Rússlands og sagði rússnesku þjóðina þurfa að standa saman í því að berjast fyrir sjálfræði landsins. Sagðist hann „krjúpa við fætur“ þeirra sem væru að berjast fyrir móðurlandið og kallaði eftir mínútu þögn þeim til heiðurs. Segir Bandaríkjamenn vilja sýna að þeir séu enn við stjórnvölinn Þrátt fyrir að hafa sagst ætla að halda sig við innanríkismál Rússlands eru Bandaríkin forsetanum augljóslega hugleikin en í ræðunni sakaði Pútín Bandaríkjamenn um að hafa „skotið niður“ tillögur Rússa að samkomulagi um kjarnavopn sem lagðar voru fram árið 2018. Bandaríkjamenn hefðu aldrei áhuga á viðræðum nema þeir hefðu af því hag. Nú, á kosningaári, freistuðu bandarískir stjórnmálamenn þess að sanna fyrir kjóesndum að „þeir ráði ennþá heiminum“. Sakaði hann Bandaríkjamenn um að vilja draga Rússa í vopnakapphlaup og á endanum, að sigra þá. Pútín varaði Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. „Þau þurfa að skilja að við eigum líka vopn sem ná inn á landsvæði þeirra,“ sagði hann. Þá sagði hann Rússa vera fórnarlömb „Rússafóbíu“, sem hann sagði vitlausa. „Án sjálfráða, sterks Rússlands er enginn stöðugleiki í heiminum.“ Orðræða ráðamanna á Vesturlöndum væri til þess fallinn að ýta undir átök þar sem kjarnorkuvopnum yrði beitt. Afleiðingin yrði tortíming siðmenningarinnar. Í kjölfar þessa ummæla sinna vendi forsetinn kvæði sínu í kross og snéri máli sínu að mikilvægi fjölskyldugilda og nauðsyn þess að eignast fleiri börn og stuðla að fjölgun meðal þjóðarinnar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Ræða Pútín virðist aðallega snúast um mikla samstöðu í Rússlandi þegar kemur að „sérstakri hernaðaraðgerð“ Rússa í Úkraínu og meintar tilraunir Vesturlanda til að stuðla að tortímingu Rússlands. Þá varaði hann Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. Forsetinn byrjaði á því að segjast myndu horfa til framtíðar í ræðu sinni en ákveðin mál biðu þess að vera leyst til að stuðla að framþróun ríkisins. Sagðist hann hafa átt samtöl við Rússa út um allt land; hermenn, sjálfboðaliða og kennara. Pútín sagði mikilvægt að Rússar styddu bræður sína og systur, sem er líklega tilvísun til Rússa í Úkraínu, og kallaði íbúa Donbas og Sevastopol, sem Rússar hafa hernumið, hetjur. Þá sagði hann fjölda fyrirtækja og einstaklinga hafa stutt við hermenn á framlínunni, bæði með fjárframlögum og gjöfum. Þetta sýndi að hermenn Rússlands hefðu „alla þjóðina“ að baki sér. Forsetinn ítrekaði að erlendum ríkjum yrði ekki leyft að skipta sér af innanríkismálum Rússlands og sagði rússnesku þjóðina þurfa að standa saman í því að berjast fyrir sjálfræði landsins. Sagðist hann „krjúpa við fætur“ þeirra sem væru að berjast fyrir móðurlandið og kallaði eftir mínútu þögn þeim til heiðurs. Segir Bandaríkjamenn vilja sýna að þeir séu enn við stjórnvölinn Þrátt fyrir að hafa sagst ætla að halda sig við innanríkismál Rússlands eru Bandaríkin forsetanum augljóslega hugleikin en í ræðunni sakaði Pútín Bandaríkjamenn um að hafa „skotið niður“ tillögur Rússa að samkomulagi um kjarnavopn sem lagðar voru fram árið 2018. Bandaríkjamenn hefðu aldrei áhuga á viðræðum nema þeir hefðu af því hag. Nú, á kosningaári, freistuðu bandarískir stjórnmálamenn þess að sanna fyrir kjóesndum að „þeir ráði ennþá heiminum“. Sakaði hann Bandaríkjamenn um að vilja draga Rússa í vopnakapphlaup og á endanum, að sigra þá. Pútín varaði Vesturlönd við því að senda hermenn inn í Úkraínu. „Þau þurfa að skilja að við eigum líka vopn sem ná inn á landsvæði þeirra,“ sagði hann. Þá sagði hann Rússa vera fórnarlömb „Rússafóbíu“, sem hann sagði vitlausa. „Án sjálfráða, sterks Rússlands er enginn stöðugleiki í heiminum.“ Orðræða ráðamanna á Vesturlöndum væri til þess fallinn að ýta undir átök þar sem kjarnorkuvopnum yrði beitt. Afleiðingin yrði tortíming siðmenningarinnar. Í kjölfar þessa ummæla sinna vendi forsetinn kvæði sínu í kross og snéri máli sínu að mikilvægi fjölskyldugilda og nauðsyn þess að eignast fleiri börn og stuðla að fjölgun meðal þjóðarinnar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira