Hætt við aftöku vegna ítrekaðra mistaka Samúel Karl Ólason skrifar 29. febrúar 2024 18:30 Thomas Eugene Creech lá á þessu borði í klukkutíma í gær meðan reynt var að taka hann af lífi. AP Aftöku raðmorðingjans Thomas Eugene Creech í Idaho í Bandaríkjunum var frestað um óákveðinn tíma í gær. Sú ákvörðun var tekin eftir að læknateymi mistókst að finna æð sem hægt væri að dæla lyfjablöndunni sem átti að draga hann til dauða í. Creech er 73 ára gamall og hefur setið í fangelsi í hálfa öld. Hann er einn af þeim föngum í Bandaríkjunum sem setið hefur hvað lengt í fangelsi eftir dauðadóm. Hann hefur verið dæmdur fyrir fimm morð og er grunaður um fleiri en til stóð að taka hann af lífi klukkan tíu í gærmorgun. Til stóð að taka Creech af lífi fyrir morð á samfanga árið 1981. Þá barði hann fatlaðan fanga til bana. Eftir að sjálfboðaliðar vörðu tæpri klukkustund í að reyna og misheppnast átta sinnum að þræða nál í æð Creech, var aftökunni frestað. Creech var fluttur aftur í klefa sinn en enginn veit hve lengi hann verður þar. Aftökuleyfið, ef svo má segja, rann út í gærkvöldi og lögmenn Creech kröfðust þess um leið að ekki yrði veitt annað leyfi. Vísuðu þeir meðal annars til mistakanna og sögðu fangelsismálakerfi Idaho ekki geta tryggt mannúðlega aftöku í tak við stjórnarskrá. Mótmælendur fyrir utan fangelsið í Kuna í Idaho í gær.AP/Sarah A. Miller Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að aftakan hafi misheppnast. Vatnsskortur í líkama Creech gæti hafa leitt til vandræðanna, stress, hiti og ýmislegt annað getur einnig hafa spilað inní. Lögmenn Creech segja hann hafa glímt við nokkra heilsukvilla að undanförnu. Þar á meðal sykursýki, háan blóðþrýsting og bjúg, sem allt getur gert erfiðara að finna æð til að þræða. Þrír sjálfboðaliðar reyndu að þræða æðina en samkvæmt reglum Idaho þurfa viðkomandi að hafa starfað innan heilbrigðisgeirans í minnst þrjú ár. Sjálfboðaliðarnir gætu hafa verið sjúkraflutningamenn og það tiltölulega reynslulitlir. Fjölmörg lyfjafyrirtæki hafa meinað yfirvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að nota vörur þeirra við aftökur. Síðasta aftaka í Idaho var framkvæmd árið 2012 en þá flaug starfsmaður fangelsisyfiralda ríkisins til Washington þar sem hann keypti lyf fyrir aftökuna í apóteki með reiðufé. Þingmenn í Idaho hafa heimilað aftökur með skotsveitum, þegar lyf eru ekki í boði, og hefur verið gripið til samskonar aðgerða í öðrum ríkjum þar sem aftökur eru leyfilegar. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Creech er 73 ára gamall og hefur setið í fangelsi í hálfa öld. Hann er einn af þeim föngum í Bandaríkjunum sem setið hefur hvað lengt í fangelsi eftir dauðadóm. Hann hefur verið dæmdur fyrir fimm morð og er grunaður um fleiri en til stóð að taka hann af lífi klukkan tíu í gærmorgun. Til stóð að taka Creech af lífi fyrir morð á samfanga árið 1981. Þá barði hann fatlaðan fanga til bana. Eftir að sjálfboðaliðar vörðu tæpri klukkustund í að reyna og misheppnast átta sinnum að þræða nál í æð Creech, var aftökunni frestað. Creech var fluttur aftur í klefa sinn en enginn veit hve lengi hann verður þar. Aftökuleyfið, ef svo má segja, rann út í gærkvöldi og lögmenn Creech kröfðust þess um leið að ekki yrði veitt annað leyfi. Vísuðu þeir meðal annars til mistakanna og sögðu fangelsismálakerfi Idaho ekki geta tryggt mannúðlega aftöku í tak við stjórnarskrá. Mótmælendur fyrir utan fangelsið í Kuna í Idaho í gær.AP/Sarah A. Miller Í frétt AP fréttaveitunnar er haft eftir sérfræðingum að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að aftakan hafi misheppnast. Vatnsskortur í líkama Creech gæti hafa leitt til vandræðanna, stress, hiti og ýmislegt annað getur einnig hafa spilað inní. Lögmenn Creech segja hann hafa glímt við nokkra heilsukvilla að undanförnu. Þar á meðal sykursýki, háan blóðþrýsting og bjúg, sem allt getur gert erfiðara að finna æð til að þræða. Þrír sjálfboðaliðar reyndu að þræða æðina en samkvæmt reglum Idaho þurfa viðkomandi að hafa starfað innan heilbrigðisgeirans í minnst þrjú ár. Sjálfboðaliðarnir gætu hafa verið sjúkraflutningamenn og það tiltölulega reynslulitlir. Fjölmörg lyfjafyrirtæki hafa meinað yfirvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að nota vörur þeirra við aftökur. Síðasta aftaka í Idaho var framkvæmd árið 2012 en þá flaug starfsmaður fangelsisyfiralda ríkisins til Washington þar sem hann keypti lyf fyrir aftökuna í apóteki með reiðufé. Þingmenn í Idaho hafa heimilað aftökur með skotsveitum, þegar lyf eru ekki í boði, og hefur verið gripið til samskonar aðgerða í öðrum ríkjum þar sem aftökur eru leyfilegar.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira