Frelsið er yndislegt Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 1. mars 2024 09:00 „Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna” 36 ár eru frá því að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður og formaður Vinstri grænna, lét þessi ummæli falla í umræðu um afléttingu bjórbannsins, en bjór var leyfður í sölu á forræði ríkisins þann 1. mars 1989. Í dag eru 35 ár síðan bjórbanninu var aflétt og síðan þá hafa ítrekað verið lögð fram lagafrumvörp til að auka frelsi í áfengismálum, t.d. um að heimila innlenda netverslun á áfengi, en frumvörpin hafa ekki náð fram að ganga. Þó náðist lítill áfangasigur á síðasta ári er brugghúsum var heimilt að selja áfengi beint frá sölustað. Innlendir framleiðendur standa höllum fæti Árið 1922 var einkaleyfi til smásölu á áfengi veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í þeim tilgangi að hefta aðgengi landsmanna að áfengi. Rökin fyrir tilvist verslunarinnar í dag þau sömu. Aftur á móti hefur landsmönnum um langt skeið verið heimilt að versla áfengi á netinu, svo lengi sem sú netverslun sé erlend. Þannig standa innlendir framleiðendur á áfengi höllum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. Ýmsir íslenskir framleiðendur hafa gripið til þess ráðs að selja afurðir sínar erlendum vefverslunum sem selja vöruna svo áfram til íslenskra neytenda. Varan ferðast þá frá Íslandi yfir Atlantshafið og aftur til baka með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Innlendum framleiðendum á áfengi er því óheimilt að selja vöruna sína annars staðar en í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - sem getur reynst mikil þrautarganga - nema þeir flytji hana út svo hægt sé að panta hana erlendis frá. Þá hafa innlendir innflytjendur á áfengi opnað vefverslanir sem eru skráðar í öðrum löndum og flokkast þær því sem erlendar vefverslanir. Aftur á móti er lagerinn staðsettur hér á landi og varan send á afhendingarstað skjótt. Þá hafa neytendur jafnvel þann möguleika að panta áfengi á netinu á bílaplani og sækja vöruna nokkrum mínútum seinna af lagernum. Afneitun löggjafans Dæmin hér að ofan sýna að núverandi lagaumhverfi er úrelt. Ítrekað hafa þingmenn, einkum úr ranni Sjálfstæðisflokksins, reynt að stíga lítil skref í átt að auknu frelsi með því að heimila innlenda netverslun þannig að innlendir framleiðendur standi jafnfætis erlendum. Þingmenn annarra flokka hafa sýnt málinu lítinn sem engan áhuga og hefur það ekki hlotið framgang. Enn eru stjórnmálamenn sem þrjóskast við og telja að ef annar en ríkisstarfsmaður afgreiði áfengi þá muni samfélagið riða til falls, líkt og Steingrímur J. Sigfússon hélt fram að myndi gerast ef við myndum heimila sölu á bjór. Það er síður en svo rétt enda er hægt að gera sömu kröfur til einkaaðila og ríkisstofnana þegar kemur að sölu áfengis. Þá hefur áfengisverslun ríkisins farið gegn upphaflegum markmiðum stofnun hennar, þ.e. að hefta aðgengi að áfengi þar sem afgreiðslustöðum hefur fjölgað á undanförnum misserum. Áfengi er lögleg vara og er einokun ríkisins á smásölu þess barns síns tíma. Einkaaðilar hafa fundið leiðir framhjá téðri einokun með því að opna erlendar vefverslanir til að selja sína vöru til íslenskra neytenda. Er það virkilega vilji löggjafans? Ég ætla rétt að vona ekki. En þangað til skálum við fyrir frelsinu á bjórdeginum. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna og ætlar að skála fyrir frelsinu í dag! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
„Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna” 36 ár eru frá því að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður og formaður Vinstri grænna, lét þessi ummæli falla í umræðu um afléttingu bjórbannsins, en bjór var leyfður í sölu á forræði ríkisins þann 1. mars 1989. Í dag eru 35 ár síðan bjórbanninu var aflétt og síðan þá hafa ítrekað verið lögð fram lagafrumvörp til að auka frelsi í áfengismálum, t.d. um að heimila innlenda netverslun á áfengi, en frumvörpin hafa ekki náð fram að ganga. Þó náðist lítill áfangasigur á síðasta ári er brugghúsum var heimilt að selja áfengi beint frá sölustað. Innlendir framleiðendur standa höllum fæti Árið 1922 var einkaleyfi til smásölu á áfengi veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í þeim tilgangi að hefta aðgengi landsmanna að áfengi. Rökin fyrir tilvist verslunarinnar í dag þau sömu. Aftur á móti hefur landsmönnum um langt skeið verið heimilt að versla áfengi á netinu, svo lengi sem sú netverslun sé erlend. Þannig standa innlendir framleiðendur á áfengi höllum fæti gagnvart erlendum framleiðendum. Ýmsir íslenskir framleiðendur hafa gripið til þess ráðs að selja afurðir sínar erlendum vefverslunum sem selja vöruna svo áfram til íslenskra neytenda. Varan ferðast þá frá Íslandi yfir Atlantshafið og aftur til baka með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Innlendum framleiðendum á áfengi er því óheimilt að selja vöruna sína annars staðar en í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins - sem getur reynst mikil þrautarganga - nema þeir flytji hana út svo hægt sé að panta hana erlendis frá. Þá hafa innlendir innflytjendur á áfengi opnað vefverslanir sem eru skráðar í öðrum löndum og flokkast þær því sem erlendar vefverslanir. Aftur á móti er lagerinn staðsettur hér á landi og varan send á afhendingarstað skjótt. Þá hafa neytendur jafnvel þann möguleika að panta áfengi á netinu á bílaplani og sækja vöruna nokkrum mínútum seinna af lagernum. Afneitun löggjafans Dæmin hér að ofan sýna að núverandi lagaumhverfi er úrelt. Ítrekað hafa þingmenn, einkum úr ranni Sjálfstæðisflokksins, reynt að stíga lítil skref í átt að auknu frelsi með því að heimila innlenda netverslun þannig að innlendir framleiðendur standi jafnfætis erlendum. Þingmenn annarra flokka hafa sýnt málinu lítinn sem engan áhuga og hefur það ekki hlotið framgang. Enn eru stjórnmálamenn sem þrjóskast við og telja að ef annar en ríkisstarfsmaður afgreiði áfengi þá muni samfélagið riða til falls, líkt og Steingrímur J. Sigfússon hélt fram að myndi gerast ef við myndum heimila sölu á bjór. Það er síður en svo rétt enda er hægt að gera sömu kröfur til einkaaðila og ríkisstofnana þegar kemur að sölu áfengis. Þá hefur áfengisverslun ríkisins farið gegn upphaflegum markmiðum stofnun hennar, þ.e. að hefta aðgengi að áfengi þar sem afgreiðslustöðum hefur fjölgað á undanförnum misserum. Áfengi er lögleg vara og er einokun ríkisins á smásölu þess barns síns tíma. Einkaaðilar hafa fundið leiðir framhjá téðri einokun með því að opna erlendar vefverslanir til að selja sína vöru til íslenskra neytenda. Er það virkilega vilji löggjafans? Ég ætla rétt að vona ekki. En þangað til skálum við fyrir frelsinu á bjórdeginum. Höfundur er hagfræðingur og situr í stjórn sambands ungra sjálfstæðismanna og ætlar að skála fyrir frelsinu í dag!
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun