Meira en milljarður manna þjáist af offitu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. mars 2024 07:13 Offita er áhættuþáttur þegar kemur að fjölda sjúkdómum. AgenciaZero.Net/Jorge Padeiro Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990. Samkvæmt umfjöllun Guardian komu 1.500 vísindamenn að rannsókninni, sem var unnin af NCD Risk Factor Collaboration og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Niðurstöður hennar voru birtar í Lancet en þær sýndu að tíðni offitu meðal fullorðinna hefur tvöfaldast og fjórfaldast meðal barna. Tíðni offitu meðal stúlkna jókst úr 1,7 prósent árið 1990 í 6,9 prósent árið 2022 og meðal drengja úr 2,1 prósent í 9,3 prósent. Hjá konum jókst hlutfallið úr 8,8 prósent í 18,5 prósent og hjá körlum úr 4,8 prósent í 14 prósent. Fólk er talið þjást af offitu þegar BMI stuðull þess er 30 eða hærri en hann er reiknaður út frá hæð og þyngd og gefinn upp í fjölda kílóa á fermetra. Á sama tíma og tíðni offitu jókst gríðarlega hefur þeim fækkað sem eru í undirþyngd. Samkvæmt rannsókninni búa 880 milljónir fullorðinna og 159 milljónir barna í heiminum við offitu. Hlutfallið er hæst í Tonga, Samoa og Nauru, þar sem það er 60 prósent. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir það munu taka sameiginlegt átak stjórnvalda og samfélaga að ná markmiðum stofnunarinnar í baráttunni gegn offitu. Þá þurfi einkafyrirtæki í matvælaiðnaðinum einnig að koma að borðinu og draga verði þau til ábyrgðar vegna áhrifa vara þeirra. Hér má finna umfjöllun Guardian. Heilbrigðismál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Guardian komu 1.500 vísindamenn að rannsókninni, sem var unnin af NCD Risk Factor Collaboration og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Niðurstöður hennar voru birtar í Lancet en þær sýndu að tíðni offitu meðal fullorðinna hefur tvöfaldast og fjórfaldast meðal barna. Tíðni offitu meðal stúlkna jókst úr 1,7 prósent árið 1990 í 6,9 prósent árið 2022 og meðal drengja úr 2,1 prósent í 9,3 prósent. Hjá konum jókst hlutfallið úr 8,8 prósent í 18,5 prósent og hjá körlum úr 4,8 prósent í 14 prósent. Fólk er talið þjást af offitu þegar BMI stuðull þess er 30 eða hærri en hann er reiknaður út frá hæð og þyngd og gefinn upp í fjölda kílóa á fermetra. Á sama tíma og tíðni offitu jókst gríðarlega hefur þeim fækkað sem eru í undirþyngd. Samkvæmt rannsókninni búa 880 milljónir fullorðinna og 159 milljónir barna í heiminum við offitu. Hlutfallið er hæst í Tonga, Samoa og Nauru, þar sem það er 60 prósent. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir það munu taka sameiginlegt átak stjórnvalda og samfélaga að ná markmiðum stofnunarinnar í baráttunni gegn offitu. Þá þurfi einkafyrirtæki í matvælaiðnaðinum einnig að koma að borðinu og draga verði þau til ábyrgðar vegna áhrifa vara þeirra. Hér má finna umfjöllun Guardian.
Heilbrigðismál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira