„Vildi að við hefðum sömu samkeppni í öðrum stöðum“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 10:31 Kristian Nökkvi Hlynsson lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Slóvakíu í nóvember. EPA-EFE/JAKUB GAVLAK Miðjumaðurinn ungi Kristian Nökkvi Hlynsson hefur heillað með framgöngu sinni hjá hollenska stórliðinu Ajax í vetur. En dugar það til þess að hann verði á miðjunni gegn Ísrael eftir þrjár vikur, með möguleika á EM-sæti og 1,4 milljarða króna í húfi? Eini maðurinn sem getur í raun svarað því er landsliðsþjálfarinn Åge Hareide sem ræddi við Vísi í vikunni. „Ég hef séð Kristian spila og meðal annars gegn Bodö/Glimt hér í Noregi í síðustu viku. Það sem hefur heillað mig er að hann hafi brotið sér leið inn í lið Ajax þegar það átti í miklum vandræðum. Það var skipt um þjálfara þarna og íþróttastjóra, og ýmis vandamál komið upp, en það er aðdáunarvert að sjá hvað þjálfarinn John van 't Schip hefur mikla trú á Kristiani því hann spilar honum stöðugt. Hann hefur staðið sig vel í að festa sig svona í sessi,“ segir Hareide. Klippa: Hareide um Kristian Hlynsson Kristian, sem varð tvítugur í janúar, braut sér leið inn í aðallið Ajax snemma á þessari leiktíð, þegar liðið var hreinlega í fallbaráttu, og hefur nú spilað nítján leiki í hollensku úrvalsdeildinni og skorað sex mörk. Ajax tókst að fikra sig upp töfluna en eftir slæmt gengi í allra síðustu leikjum er liðið í 5. sæti og langt á eftir toppliðunum. Ajax er einnig komið í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og mætir þar Aston Villa næstu tvo fimmtudaga, áður en að EM-umspilinu kemur. Liðið þurfti þó framlengingu gegn Bodö/Glimt til að slá norska liðið út í síðustu viku. Kristian Nökkvi Hlynsson hefur stimplað sig frábærlega inn hjá Ajax í vetur og meðal annars skorað sex mörk í hollensku úrvalsdeildinni.EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Kristian hefur spilað sex Evrópuleiki í vetur og sífellt bætt í reynslubankann, og hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleik í nóvember, í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu, en var skipt af velli í hálfleik. Kristian hefur eins og fyrr segir heillað Hareide: „En ef við horfum á okkar lið þá er erfiðast að komast á miðjuna. Þar er mesta samkeppnin. Ég vildi að við hefðum sömu samkeppni í öðrum stöðum. Við eigum svo marga góða miðjumenn og stundum þarf að skilja eftir menn sem hafa alveg hæfileikana til þess að spila. Ég verð að finna út hver er upp á sitt besta 21. mars.“ Ísland og Ísrael mætast í Búdapest 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM og fer sá leikur fram í Bosníu eða Póllandi. Hollenski boltinn Tengdar fréttir „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Eini maðurinn sem getur í raun svarað því er landsliðsþjálfarinn Åge Hareide sem ræddi við Vísi í vikunni. „Ég hef séð Kristian spila og meðal annars gegn Bodö/Glimt hér í Noregi í síðustu viku. Það sem hefur heillað mig er að hann hafi brotið sér leið inn í lið Ajax þegar það átti í miklum vandræðum. Það var skipt um þjálfara þarna og íþróttastjóra, og ýmis vandamál komið upp, en það er aðdáunarvert að sjá hvað þjálfarinn John van 't Schip hefur mikla trú á Kristiani því hann spilar honum stöðugt. Hann hefur staðið sig vel í að festa sig svona í sessi,“ segir Hareide. Klippa: Hareide um Kristian Hlynsson Kristian, sem varð tvítugur í janúar, braut sér leið inn í aðallið Ajax snemma á þessari leiktíð, þegar liðið var hreinlega í fallbaráttu, og hefur nú spilað nítján leiki í hollensku úrvalsdeildinni og skorað sex mörk. Ajax tókst að fikra sig upp töfluna en eftir slæmt gengi í allra síðustu leikjum er liðið í 5. sæti og langt á eftir toppliðunum. Ajax er einnig komið í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og mætir þar Aston Villa næstu tvo fimmtudaga, áður en að EM-umspilinu kemur. Liðið þurfti þó framlengingu gegn Bodö/Glimt til að slá norska liðið út í síðustu viku. Kristian Nökkvi Hlynsson hefur stimplað sig frábærlega inn hjá Ajax í vetur og meðal annars skorað sex mörk í hollensku úrvalsdeildinni.EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Kristian hefur spilað sex Evrópuleiki í vetur og sífellt bætt í reynslubankann, og hann spilaði sinn fyrsta og eina A-landsleik í nóvember, í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu, en var skipt af velli í hálfleik. Kristian hefur eins og fyrr segir heillað Hareide: „En ef við horfum á okkar lið þá er erfiðast að komast á miðjuna. Þar er mesta samkeppnin. Ég vildi að við hefðum sömu samkeppni í öðrum stöðum. Við eigum svo marga góða miðjumenn og stundum þarf að skilja eftir menn sem hafa alveg hæfileikana til þess að spila. Ég verð að finna út hver er upp á sitt besta 21. mars.“ Ísland og Ísrael mætast í Búdapest 21. mars í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM og fer sá leikur fram í Bosníu eða Póllandi.
Hollenski boltinn Tengdar fréttir „Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31 Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00 Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
„Allir á Íslandi verða að trúa“ Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vill ekki heyra neitt bölsýnistal í aðdraganda leikjanna sem gætu skilað Íslandi á sjálft Evrópumótið í Þýskalandi í sumar. Staðan á leikmönnum liðsins mætti þó vera mun betri. 29. febrúar 2024 13:31
Aron og Gylfi að falla á tíma: „Miklum vandkvæðum háð að velja þá“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki koma til með að velja Gylfa Þór Sigurðsson eða Aron Einar Gunnarsson í EM-umspilið, eftir þrjár vikur, nema að þeir verði farnir að spila fyrir félagslið. 29. febrúar 2024 11:00
Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. 29. febrúar 2024 08:00