Stuðningsmenn hlupu inn á völlinn og réðust á andstæðinga Sveins Arons Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 14:49 Leikmenn Kaiserslautern ýttu manninum frá sér áður en hann olli þeim nokkrum skaða andy Bünning Stuðningsmaður þýska félagsins Hansa Rostock, sem Sveinn Aron Guðjohnsen leikur fyrir, braust inn á völlinn og réðst á leikmenn Kaiserslautern þegar þeir fögnuðu marki. Leikur var stöðvaður meðan allt róaðist niður en eftir leik brutust enn fleiri stuðningsmenn inn á völlinn. Hansa Rostock tapaði leiknum sannfærandi 0-3. Sveinn Aron var tekinn af velli í hálfleik í stöðunni 0-1. Oliver Husing var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiksGregor Fischer/picture alliance via Getty Images) Ragnar Ache skoraði öll þrjú mörkin, þegar hann var að fagna því þriðja hljóp hann út í horn til sinna eigin stuðningsmanna en þar mætti honum óvænt stuðningsmaður Hansa Rostock sem hafði brotið sér leið inn á völlinn. Leikmenn Kaiserslautern ýttu honum strax frá sér og öryggisgæslan var fljót að bregðast við og fjarlægja manninn af leikvanginum. Hlé var gert á leiknum og dómari leiksins fékk míkrafón vallarþuls lánaðan til að segja áhorfendum að ef annað slíkt atvik kæmi upp yrði leiknum aflýst. Öryggisgæslan brást fljótt við og fjarlægði manninn Ekkert slíkt atvik kom upp meðan leikurinn var í gangi en strax eftir leik braust annar stuðningsmaður Hansa Rostock inn á völlinn og hljóp í átt að markverði Kaiserslautern, en var yfirbugaður af öryggisgæslu áður en hann náði til hans. Þá byrjuðu fleiri harðkjarna stuðningsmenn Hansa Rostock að brjótast inn á völlinn og krefjast svara fyrir slæmt gengi liðsins. Leikmenn beggja liða voru fljótir að forða sér inn í búningsherbergi. Hansa Rostock er í slæmri stöðu í 2. Bundesliga, næstneðstir og þremur stigum frá öruggu sæti. Þeir geta þó unnið sig upp um sæti í næstu umferð með sigri gegn Eintracht Braunschweig, liði Þóris Jóhanns. Þýski boltinn Tengdar fréttir Nýstárleg mótmæli í Þýskalandi vekja athygli Gera þurfti hlé á leik Hansa Rostock og HSV í þýsku B-deildinni í gær þegar tveir fjarstýrðir bílar með blys á þakinu gerðu „innrás“ á völlinn. 18. febrúar 2024 08:01 Düsseldorf lét sigur ganga sér úr greipum og Þórir Jóhann lagði upp í tapi Þórir Jóhann lagði upp mark Eintracht Braunschweig í 2-1 tapi gegn Nürnberg. Sveinn Aron Guðjohnsen fór útaf í hálfleik í 0-3 tapi Hansa Rostock gegn Kaiserslautern. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem gerði 2-2 jafntefli gegn Hannover. 2. mars 2024 13:59 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Hansa Rostock tapaði leiknum sannfærandi 0-3. Sveinn Aron var tekinn af velli í hálfleik í stöðunni 0-1. Oliver Husing var rekinn af velli undir lok fyrri hálfleiksGregor Fischer/picture alliance via Getty Images) Ragnar Ache skoraði öll þrjú mörkin, þegar hann var að fagna því þriðja hljóp hann út í horn til sinna eigin stuðningsmanna en þar mætti honum óvænt stuðningsmaður Hansa Rostock sem hafði brotið sér leið inn á völlinn. Leikmenn Kaiserslautern ýttu honum strax frá sér og öryggisgæslan var fljót að bregðast við og fjarlægja manninn af leikvanginum. Hlé var gert á leiknum og dómari leiksins fékk míkrafón vallarþuls lánaðan til að segja áhorfendum að ef annað slíkt atvik kæmi upp yrði leiknum aflýst. Öryggisgæslan brást fljótt við og fjarlægði manninn Ekkert slíkt atvik kom upp meðan leikurinn var í gangi en strax eftir leik braust annar stuðningsmaður Hansa Rostock inn á völlinn og hljóp í átt að markverði Kaiserslautern, en var yfirbugaður af öryggisgæslu áður en hann náði til hans. Þá byrjuðu fleiri harðkjarna stuðningsmenn Hansa Rostock að brjótast inn á völlinn og krefjast svara fyrir slæmt gengi liðsins. Leikmenn beggja liða voru fljótir að forða sér inn í búningsherbergi. Hansa Rostock er í slæmri stöðu í 2. Bundesliga, næstneðstir og þremur stigum frá öruggu sæti. Þeir geta þó unnið sig upp um sæti í næstu umferð með sigri gegn Eintracht Braunschweig, liði Þóris Jóhanns.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Nýstárleg mótmæli í Þýskalandi vekja athygli Gera þurfti hlé á leik Hansa Rostock og HSV í þýsku B-deildinni í gær þegar tveir fjarstýrðir bílar með blys á þakinu gerðu „innrás“ á völlinn. 18. febrúar 2024 08:01 Düsseldorf lét sigur ganga sér úr greipum og Þórir Jóhann lagði upp í tapi Þórir Jóhann lagði upp mark Eintracht Braunschweig í 2-1 tapi gegn Nürnberg. Sveinn Aron Guðjohnsen fór útaf í hálfleik í 0-3 tapi Hansa Rostock gegn Kaiserslautern. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem gerði 2-2 jafntefli gegn Hannover. 2. mars 2024 13:59 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Nýstárleg mótmæli í Þýskalandi vekja athygli Gera þurfti hlé á leik Hansa Rostock og HSV í þýsku B-deildinni í gær þegar tveir fjarstýrðir bílar með blys á þakinu gerðu „innrás“ á völlinn. 18. febrúar 2024 08:01
Düsseldorf lét sigur ganga sér úr greipum og Þórir Jóhann lagði upp í tapi Þórir Jóhann lagði upp mark Eintracht Braunschweig í 2-1 tapi gegn Nürnberg. Sveinn Aron Guðjohnsen fór útaf í hálfleik í 0-3 tapi Hansa Rostock gegn Kaiserslautern. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem gerði 2-2 jafntefli gegn Hannover. 2. mars 2024 13:59