Fjórir af hverjum tíu eiga erfitt með að ná endum saman Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2024 13:00 Kristín Heba Gísladóttir er framkvæmdastjóri Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Varða/Vísir/Vilhelm Fjórir af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman og svipað hlutfall gæti ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Vörðu – Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem kynnt var í hádeginu. Þar kemur fram að hærra hlutfall nú en fyrir ári síðan hafi ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Könnunin tekur á lífsskilyrðum launafólks, en almennt er skýrslan sögð gefa til kynna að staða launafólks sé heilt yfir sambærileg stöðu þess fyrir ári síðan en verri en árið 2022. „Hins vegar benda niðurstöður til þess að grípa þurfi til aðgerða til að bæta stöðu tiltekinna hópa samfélagsins. Staða foreldra versnar milli ára en samkvæmt rannsókninni býr barnafólk almennt við þyngri byrði húsnæðiskostnaðar en barnlausir, hærra hlutfall foreldra hefur ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín en í fyrra og eru þeir líklegri til að vera með yfirdrátt en aðrir. Þá býr tæplega fjórðungur einhleypra foreldra við efnislegan skort og ríflega sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum. Fjárhagsstaða kvenna er verri en karla á öllum heildarmælikvörðum og konur eru háðari maka um framfærslu en karlar. Andleg heilsa ungra kvenna, einhleypra mæðra er auk þess áberandi verri en annarra hópa en ríflega helmingur þeirra býr við slæma andlega heilsu. Staða innflytjenda mælist markvert verri en innfæddra Íslendinga fjórða árið í röð. Hærra hlutfall þeirra á erfitt með að ná endum saman, getur ekki mætt óvæntum útgjöldum og hafa ekki getað greitt fyrir grunnþætti fyrir börnin sín. Auk þess er staða innflytjenda á húsnæðismarkaði gjörólík stöðu innfæddra. Innflytjendur eru í mun minna mæli í eigin húsnæði, búa við þyngri húsnæðisbyrði og hafa oftar flutt og búa í meira mæli í húsnæði sem hentar illa. Meira en helmingur innflytjenda á Íslandi sér fyrir sér að setjast hér að til frambúðar,“ segir í tilkynningunni. Rannsóknin náði til félaga í aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og BSRB – heildarsamtaka stéttafélaga starfsmanna í almannaþjónustu. Þetta er fjórða árið í röð sem könnun á lífsskilyrðum launafólks er gerð og hefur fjöldi svara aldrei verið meiri en nú en yfir 21.000 svör bárust. Helstu niðurstöður „Niðurstöður könnunarinnar sem var lögð fyrir félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB sýna: Fjögur af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman: 11% launafólks búa við skort á efnislegum gæðum og hefur hlutfallið hækkað milli ára. Tæplega fjögur af hverjum tíu gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Fjárhagsstaða kvenna er verri en karla á öllum heildarmælikvörðum og konur eru háðari maka um framfærslu en karlar. Staða foreldra versnar milli ára þar sem hærra hlutfall þeirra hefur ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín: Tæplega tveir af hverjum tíu foreldrum hafa ekki ráð á að gefa börnum sínum afmælis- og/eða jólagjafir og lítið lægra hlutfall getur ekki greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda. Þá er barnafólk líklegra til að vera með yfirdrátt en aðrir hópar. Staða einhleypra foreldra er mun verri en sambúðarfólks og hærra hlutfall þeirra hefur ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Fjárhagsstaða einhleypra foreldra er verst meðal vinnandi fólks: Tæplega sex af hverjum tíu í hópi einhleypra foreldra eiga erfitt með að ná endum saman. Tæplega fjórðungur býr við skort á efnislegum gæðum. Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum og sama á við um ríflega fimm af hverjum tíu einhleypum feðrum. Fjórða árið í röð mælist staða innflytjenda mun verri en innfæddra Íslendinga: Tæplega helmingur innflytjenda á erfitt með að ná endum saman. Hærra hlutfall innflytjenda býr við skort á efnislegum gæðum en innfæddir Íslendingar. Tæplega helmingur búa við slæma andlega heilsu. Þriðjungur launafólks býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði: Fjárhagsstaða fólks í óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði er verst. Fjórðungur þeirra býr við efnislegan skort og ríflega sex af hverjum tíu gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum. Fólk á aldrinum 31 - 40 ára er líklegra en aðrir aldurshópar til að búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði. Ríflega helmingur einhleypra mæðra og ungra kvenna býr við slæma andlega heilsu. Rúmlega 30% launafólks búa við slæma andlega heilsu. Hæst er hlutfall einhleypra mæðra og ungra kvenna sem búa við slæma andlega heilsu en sama á við um hátt hlutfall innflytjenda og einhleypra feðra. Þriðjungur innflytjenda hefur orðið fyrir mismunun á vinnumarkaði á síðustu tveimur árum vegna uppruna: Atvinnuþátttaka innflytjenda er mjög mikil og sérstaklega er áberandi að fleiri innflytjendakonur eru í launuðu starfi og fullu starfi samanborið við innfæddar konur. Einnig er hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra með menntun á háskólastigi. Hins vegar hefur lægra hlutfall þeirra en innfæddra fengið menntun sína metna á Íslandi. Innflytjendur sem hafa átt í erfiðleikum með að fá starf hér á landi telja skort á íslenskukunnáttu helstu hindrunina. Helsta ástæða þess að hafa ekki sótt íslenskunám er tímaskortur. Tæplega sjö af hverjum tíu innflytjendum hafa búið á Íslandi í fimm ár eða lengur og meira en helmingur fluttist til landsins vegna vinnu. Helmingur innflytjenda vill setjast að á Íslandi til frambúðar.“ Kjaramál Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Vörðu – Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem kynnt var í hádeginu. Þar kemur fram að hærra hlutfall nú en fyrir ári síðan hafi ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Könnunin tekur á lífsskilyrðum launafólks, en almennt er skýrslan sögð gefa til kynna að staða launafólks sé heilt yfir sambærileg stöðu þess fyrir ári síðan en verri en árið 2022. „Hins vegar benda niðurstöður til þess að grípa þurfi til aðgerða til að bæta stöðu tiltekinna hópa samfélagsins. Staða foreldra versnar milli ára en samkvæmt rannsókninni býr barnafólk almennt við þyngri byrði húsnæðiskostnaðar en barnlausir, hærra hlutfall foreldra hefur ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín en í fyrra og eru þeir líklegri til að vera með yfirdrátt en aðrir. Þá býr tæplega fjórðungur einhleypra foreldra við efnislegan skort og ríflega sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum. Fjárhagsstaða kvenna er verri en karla á öllum heildarmælikvörðum og konur eru háðari maka um framfærslu en karlar. Andleg heilsa ungra kvenna, einhleypra mæðra er auk þess áberandi verri en annarra hópa en ríflega helmingur þeirra býr við slæma andlega heilsu. Staða innflytjenda mælist markvert verri en innfæddra Íslendinga fjórða árið í röð. Hærra hlutfall þeirra á erfitt með að ná endum saman, getur ekki mætt óvæntum útgjöldum og hafa ekki getað greitt fyrir grunnþætti fyrir börnin sín. Auk þess er staða innflytjenda á húsnæðismarkaði gjörólík stöðu innfæddra. Innflytjendur eru í mun minna mæli í eigin húsnæði, búa við þyngri húsnæðisbyrði og hafa oftar flutt og búa í meira mæli í húsnæði sem hentar illa. Meira en helmingur innflytjenda á Íslandi sér fyrir sér að setjast hér að til frambúðar,“ segir í tilkynningunni. Rannsóknin náði til félaga í aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og BSRB – heildarsamtaka stéttafélaga starfsmanna í almannaþjónustu. Þetta er fjórða árið í röð sem könnun á lífsskilyrðum launafólks er gerð og hefur fjöldi svara aldrei verið meiri en nú en yfir 21.000 svör bárust. Helstu niðurstöður „Niðurstöður könnunarinnar sem var lögð fyrir félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB sýna: Fjögur af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman: 11% launafólks búa við skort á efnislegum gæðum og hefur hlutfallið hækkað milli ára. Tæplega fjögur af hverjum tíu gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Fjárhagsstaða kvenna er verri en karla á öllum heildarmælikvörðum og konur eru háðari maka um framfærslu en karlar. Staða foreldra versnar milli ára þar sem hærra hlutfall þeirra hefur ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín: Tæplega tveir af hverjum tíu foreldrum hafa ekki ráð á að gefa börnum sínum afmælis- og/eða jólagjafir og lítið lægra hlutfall getur ekki greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda. Þá er barnafólk líklegra til að vera með yfirdrátt en aðrir hópar. Staða einhleypra foreldra er mun verri en sambúðarfólks og hærra hlutfall þeirra hefur ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín. Fjárhagsstaða einhleypra foreldra er verst meðal vinnandi fólks: Tæplega sex af hverjum tíu í hópi einhleypra foreldra eiga erfitt með að ná endum saman. Tæplega fjórðungur býr við skort á efnislegum gæðum. Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum mæðrum gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum og sama á við um ríflega fimm af hverjum tíu einhleypum feðrum. Fjórða árið í röð mælist staða innflytjenda mun verri en innfæddra Íslendinga: Tæplega helmingur innflytjenda á erfitt með að ná endum saman. Hærra hlutfall innflytjenda býr við skort á efnislegum gæðum en innfæddir Íslendingar. Tæplega helmingur búa við slæma andlega heilsu. Þriðjungur launafólks býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði: Fjárhagsstaða fólks í óhagnaðardrifnu leiguhúsnæði er verst. Fjórðungur þeirra býr við efnislegan skort og ríflega sex af hverjum tíu gætu ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum. Fólk á aldrinum 31 - 40 ára er líklegra en aðrir aldurshópar til að búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði. Ríflega helmingur einhleypra mæðra og ungra kvenna býr við slæma andlega heilsu. Rúmlega 30% launafólks búa við slæma andlega heilsu. Hæst er hlutfall einhleypra mæðra og ungra kvenna sem búa við slæma andlega heilsu en sama á við um hátt hlutfall innflytjenda og einhleypra feðra. Þriðjungur innflytjenda hefur orðið fyrir mismunun á vinnumarkaði á síðustu tveimur árum vegna uppruna: Atvinnuþátttaka innflytjenda er mjög mikil og sérstaklega er áberandi að fleiri innflytjendakonur eru í launuðu starfi og fullu starfi samanborið við innfæddar konur. Einnig er hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra með menntun á háskólastigi. Hins vegar hefur lægra hlutfall þeirra en innfæddra fengið menntun sína metna á Íslandi. Innflytjendur sem hafa átt í erfiðleikum með að fá starf hér á landi telja skort á íslenskukunnáttu helstu hindrunina. Helsta ástæða þess að hafa ekki sótt íslenskunám er tímaskortur. Tæplega sjö af hverjum tíu innflytjendum hafa búið á Íslandi í fimm ár eða lengur og meira en helmingur fluttist til landsins vegna vinnu. Helmingur innflytjenda vill setjast að á Íslandi til frambúðar.“
Kjaramál Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira