Glódís Perla og Sveindís Jane í undanúrslit bikarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2024 19:41 Glódís Perla Viggósdóttir er sannkallaður klettur í vörn Bayern München. Getty Images/Catherine Steenkeste Bayern München og Wolfsburg eru komin í undanúrslit þýsku bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Íslendinglið Bayer Leverkusen og Duisburg eru hins vegar úr leik. Allir fjórir leikir 8-liða úrslita þýsku bikarkeppninnar fóru fram í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað þegar Bayern vann öruggan 3-0 útisigur á Jena. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leikmannahóp liðsins en hún er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Pernille Harder skoraði fyrsta mark leiksins og Jovana Damnjanović bætti við tveimur til viðbótar áður en fyrri hálfleik var lokið. Bayern sigldi sigrinum heim í síðari hálfleik og bókaði þar með farseðilinn í undanúrslitin. ZUSAMMEN ins -Halbfinale! #FCCFCB #FCBayern pic.twitter.com/Z5BYGQPPbY— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 5, 2024 Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á bekknum þegar ríkjandi meistarar Wolfsburg heimsóttu Hoffenheim. Jule Brand kom Wolfsburg yfir eftir tæpan hálftíma og Alexandra Popp tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sveindís Jane kom inn af beknum þegar rúm klukkustund var liðin. Það var svo í uppbótartíma sem Vivien Endemann bætti þriðja marki meistaranna við. Auf ins Halbfinale! Vivi markiert mit dem dritten Treffer den Endstand! #TSGWOB 0:3#VfLWolfsburg #VflWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/m2NO2mGYWJ— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 5, 2024 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - sem er á láni frá Bayern - lék allan leikinn þegar Bayer Leverkusen tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Essen. Þá var Ingibjörg Sigurðardóttir í hjarta varnar Duisburg þegar liðið tapaði 4-1 gegn Eintracht Frankfurt á útivelli. Undanúrslitin fara fram 30. mars en ekki hefur verið dregið hvaða lið mætast þar. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Allir fjórir leikir 8-liða úrslita þýsku bikarkeppninnar fóru fram í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað þegar Bayern vann öruggan 3-0 útisigur á Jena. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ekki í leikmannahóp liðsins en hún er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Pernille Harder skoraði fyrsta mark leiksins og Jovana Damnjanović bætti við tveimur til viðbótar áður en fyrri hálfleik var lokið. Bayern sigldi sigrinum heim í síðari hálfleik og bókaði þar með farseðilinn í undanúrslitin. ZUSAMMEN ins -Halbfinale! #FCCFCB #FCBayern pic.twitter.com/Z5BYGQPPbY— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 5, 2024 Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á bekknum þegar ríkjandi meistarar Wolfsburg heimsóttu Hoffenheim. Jule Brand kom Wolfsburg yfir eftir tæpan hálftíma og Alexandra Popp tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Sveindís Jane kom inn af beknum þegar rúm klukkustund var liðin. Það var svo í uppbótartíma sem Vivien Endemann bætti þriðja marki meistaranna við. Auf ins Halbfinale! Vivi markiert mit dem dritten Treffer den Endstand! #TSGWOB 0:3#VfLWolfsburg #VflWolfsburgFrauen #Wölfinnen pic.twitter.com/m2NO2mGYWJ— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 5, 2024 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - sem er á láni frá Bayern - lék allan leikinn þegar Bayer Leverkusen tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Essen. Þá var Ingibjörg Sigurðardóttir í hjarta varnar Duisburg þegar liðið tapaði 4-1 gegn Eintracht Frankfurt á útivelli. Undanúrslitin fara fram 30. mars en ekki hefur verið dregið hvaða lið mætast þar.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira